Hlynur - 15.09.1960, Page 11

Hlynur - 15.09.1960, Page 11
í bæ og áttu af tilviljun leið framhjá glugga Málarans. Ekki sagðist Hulda heldur hafa kynnt sér verðmæti hvers einstaks hlutar, heldur giskað á heildarverðmætið. Er hún var spurð til hvers hún hygðist nota hið fundna fé, svaraði hún því til, að þau hjón væru nýgift og vantaði ýmsa nýtilega hluti í búið, til dæmis góða ryksugu. Myndirnar: Á síðu 10 sést Erlen Jónsdóttir (til vinstri), starfsstúlka hjá Samvinnutryggingum afgreiða einn þátttakandann í getrauninni. Á myndinni fyrir neðan á sömu síðu er Hulda, eftir að hún hafði veitt 5000 kallinum móttöku. Á myndinni hér að ofan sjást húsmúnirnir í sýningar- glugga Málarans eins og Ásgeir Júl- iusson gekk frá þeim. Kominn í KRON Jóhannes Steins- son, sem verið hefur deildar- stjóri í járnvöru- búð KRON á Hverfisgötu 52 hefur nú látið af þeim starfa og gerst bóndi að Stóru-Heiði í Mýrdal. Við störfum hans hefur tekið Guð- mundur Mikaelsson, áður verzlunar- stjóri hjá Kaupfélagi Langnesinga, Þórshöfn. Guðmundur er fæddur 10. ágúst 1921 á Akureyri. Starfaði hjá KEA frá 1936, en síðan hjá veiðar- færaverzluninni Gránu í tvö ár. Árið 1958 gerðist hann verzlunarstjóri hjá Kaupfélagi Langnesinga og gegndi því starfi þar til í sumar, er hann réðist til KRON. Guðmundur HLYNUR 11

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.