Hlynur - 15.09.1960, Qupperneq 13
Nú ekki alls fyrir löngu skipaði stjórn
sambandsins svo tvo röska menn til að
undirbúa aðra hópferð, í hverri skyldi m.
a. gengið á Heklu. Var fastlega gert ráð
fyrir miklum fjölda þátttakenda, þar eð
veður var þá með afbrigðum gott, en
haust hins vegar í hönd farandi, svo ólík-
legt var að unnt reyndist að fara í fleiri
leiðangra til útilegu á yfirstandandi sumri.
Niðurstaðan varð á hinn bóginn sú, að að-
eins 5 — fimm manns skráðu sig til ferðar,
enda var henni þá aflýst. Þessar fréttir eru
jafn hryggilegar og þær eru ótrúlegar.
Ef þannig er komið fyrir fjölda ungs
fólks, að það kýs fremur að soga
að sér rykmengaða benzínfýlu þéttbýlis-
ins í frístundum sínum, en að eyða þeim
á heilbrigðan hátt í gullfögrum faðmi ís-
lenzkrar náttúru, hlýtur manni að koma
til hugar, að eitthvað sé farið að verða
athugavert við æskuna.
Nemendasambandið er enn nánast í reyf-
um, eins og formaður þess réttilega sagði í
ræðu sinni á síðasta nemendamóti. Eins og nú standa sakir, er ekki annað
sýnna, en lébarn þetta hljóti innan skamms smánarlegan dauðdaga í vöggu,
vegna lélegrar aðhiynningar aðstandenda. Til að þeim voða verði forðað,
verðum við útskrifaðir samvinnuskólanemendur að gera okkur ljóst, að sam-
tökum okkar er fleira nauðsynlegt en að halda samkomu á Bifröst einu
sinni ár hvert. Enginn félagsskapur heldur lífi til lengdar án fjörugs og
heilbrigðs félagslífs. A þeim vettvangi verða allir meðlimir sambandsins
að leggjast á eitt. Það eitt er ekki nóg að skamma stjórnina, þótt hún hefði
ef til vill á stundum að skaðlausu mátt vera röggsamari í starfi. Þetta mál
þolir enga bið. Svo hörmulega má ekki til takast, að NSS gefi upp öndina eða
hverfi til gleymdrar skuggatilveru vegna áhugaleysis og lélegs félagsþroska
meðlima sinna. dþ.
Gísli til Svíþjóðar
Gísli Jónsson, fulltrúi í Fjármáladeild SÍS er nú ó
förum til Svíþjóðar. Mun hann fyrst starfa við endur-
skoðun hjá sænska samvinnusambandinu (Kooperativa
Förbundet) í Stokkhólmi, en síðan kynna sér starfsemi
„Husholdningsföreningen”, sem hefur með höndum
kaupfélagaeftirlit sænska sambandsins. Vald þessarar stofnunar er allvíð-
tækt, t. d. hefur framkvæmdastjóri hennar heimild til að taka að sér rekst-
ur þeirra kaupfélaga, sem ekki ná æskilegum árangri í starfi sínu. Gísli
gerir ráð fyrir að dveljast hjá Svíum í ca. 6—7 mánuði.
Gísli'
Margrét Örnólfsdóttir, gjald-
keri í SÍS-Austurstræti hvílist
eftir fjallgöngu. í baksýn er
Skorradalsvatn.
I
HLYNUR 13