Hlynur - 15.09.1960, Síða 14

Hlynur - 15.09.1960, Síða 14
Sölu- og innkaupastjóri við Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Um síðastliðin áramót réðist til starfa rem sölu- og innkaupastjóri hjá Kauptelagi Vestur-Húnvetninga ungur maður að nafni Sigurður Geirdal Gíslason. Sigurður er í þennan heim borinn í Grímsey þ. 4. júlí 1939. Foreldrar : Gísli Sigurðsson skipstjóri og Freyja Geirdal, kona hans. Sigurður ólst að mestu upp norðanlands. Hann ftundaði nám við Reykholtsskóla tvo vetur, og síðan aðra tvo vetur \'ið Samvinnuskólann að Bifröst, en þaðan lauk liann prófi vorið 1959. Dvaldi síðan um skeið í Vestur- Þýzkalandi og kynnti sér verzlunarstörf hjá kaupfélaginu Produktion í Hamborg. Einnig stundaði hann nám í þýzku við Berlítzmálaskólann þar í borg. Eftir heim- komuna vann hann um nokkurra mánaða skeið við kjötafgreiðslu í SIS Austur- stræti áður en hann hvarf norður á bóginn til síns nýja starfs. Sigurður Rætt við Svíþjóðarfara Framhalcl af bls. 7. — Nei, þeir voru allir Svíar, nema tveir, einn Dani og ég. — Var ekki eitthvað fleira um að vera á staðnum um svipað leyti? — Jú, þar voru haldin mörg önnur námskeið samtímis, enda eru húsa- kynnin með afbrigðum mikil og glæsileg. — Hvernig líkaði þér yfirleitt við Svía? — Nú ágætlega. Ég er sannfærð- ur um, að við getum mjög mikið af þeim lært, ekki síst í verzlunar- málum. Til dæmis má nefna, að þeir leggja mikla og vaxandi áherzlu á að pakka sem flestar vörur, telja það borga sig vel. Það sparar vinnukraft. Sá háttur er hafður á, að pakkað er inn fyrir margar búðir á einum stað, til dæmis fyrir allar búðir eins kaup- félags. Stundum reka fleiri en eitt kaupfélag slíka pökkunarstöð sam- an. — Komstu víðar við en í Svíþjóð? — Já í Noregi á heimleiðinni. Var í Osló nokkra daga, skrapp síðan til Þrándheims og Björgvinjar og inn í Geirangursfjörð, sem frægur er fyr- ir náttúrufegurð. Meðan ég dvaldi í Osló, skrapp ég til Samvirkeskol- en, samvinnuskóla þeirra Norðmanna, en hann er skammt fyrir utan höf- uðborgina. Hann er þar í nýjum og mjög myndarlegum húsakynnum. — Hvað hyggstu svo gera í fram- tíðinni? — í hana er erfitt að spá, eins og við vitum. En fyrst um sinn verð ég í kaupfélaginu á Króksfjarðarnesi. dþ. Samvinna erlendis Þýzka samvinnuhreyfingin leggur mikla áherzlu á kennslu og framhalds- menntun starfsmanna og félagsmanna. Er fræðslumálum þeirra þannig háttað. að kaupfélögin sjálf annast nokkurn hluta hennar með aðstoð fræðsludeild- ar samvinnusambandsins, þá reka og hin 5 svæðissambönd umfangsmikla fræðslustarfsemi og að síðustu sjálft samvinnusambandið, sem rekur mjög fullkominn samvinnuskóla og marghátt- aða aðra fræðslustarfsemi. ☆ 14 HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.