Hlynur - 15.09.1960, Side 16

Hlynur - 15.09.1960, Side 16
8. arg., 9. tbl. September 1960. 9 ott ClJh vitci að 21. þing Alþjóðasambands samvinnu- manna (ICA) verður háð í Lausanne í Sviss dagana 10.—13. okt. n. k. Munu þeir Erlendur Einarsson, forstjóri og Jakob Frímannsson, stjórnarformaður SÍS sitja þingið fyrir hönd Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Aður en þingið hefst, verða haldnir fundir í miðstjórn ICA, en Erlendur Einarsson á sæti í henni. Einnig verða haldnir fundir í ýmsum nefndum, sem sarfa á vegum alþjóðasamtakanna. Þing ICA eru háð þriðja hvert ár, og var hið síðasta í Stokkhólmi 1957. að auglýsingaherferð sú, sem Samvinnu- tryggingar hófu í sumar í þeim til- gangi að vekja athygli viðskiptamanna sinna á hinum miklu verðhækkunum undanfarinna mánaða og nauðsyninni að hækka tryggingar á húsmunum sem því svarar, hefur borið ágætan árang- ur. Á gjalddaga brunatrygginga, 1. okt síðastliðinn, voru ný tryggingaskírteini afgreidd rúmlega þriðju hverja mínútu. að stúlkan, sem forsíðumyndin er af, heit- ir Katla Kristinsdóttir og er 17 ára. Hún vinnur á skrifstofu hjá Mjólkurbúi Flóamanna, Selfossi. Myndina tók Þorvaldur Ágústsson. að Kaupfélag Borgfirðinga opnaði nýlega nýtt og glæsilegt verzlunar- og skrif- stofuhús í Borgarnesi. Er hér um að ræða þriggja hæða byggingu, og koma þar ekki ekki öli kurl til grafar, því hægt er að lyfta þakinu og bæta undir það þremur hæðum í viðbót. Á efstu hæðinni eru skrifstofur, en verzlanir á hinum tvimur. Verzlunarhúsnæðið er í mörgum deild- um. Þar á meðal er matvörudeild, sem er með kjörbúðarfyrirkomulagi. Grunn- flötur hússins er 1000 fermetrar. Teikn- ingar að því voru gerðar á Teikni- stofu SÍS, en stjórn verksins hafði á hendi Sigurður Gíslason trésmíðameist- ari í Borgarnesi. að Verzlunarmannafélag íslands hefur sótt um inngöngu í Alþýðusamband Islands. að eftirtalin kaupfélög hafa nú fengið Taylorixbókhaldsvélar hjá SÍS: Kaupfé- lag Suður-Borgfirðinga, Akranesi, Kaup félagið Dagsbrún, Ólafsvík, Kaupfélag Steingrímsf jarðar, Hólmavík, Kaup- félag Fáskrúi5sfirðinga, Fáskrúðfirði og Kaupfélag Hafnfirðinga, Hafnarfirði. að inntökupróf í Samvinnuskólann Bif- röst fóru fram í Menntaskólanum, Reykjavík, dagana 20—24. september s. 1. 63 nemendur þreyttu prófið að þessu sinni. Af þeim voru 29 úr Reykjavík, 18 annarsstaðar af Suðurlandi, 9 af Norð- urlandi, 6 af Vesturlandi og 1 af Aust- urlandi. HLYNIIR BLAÐ SAMVINNU- STARFSM ANNA er gefin út af Sarabandi ísl. samvinnufélaga, Starfsmanna- félagi SÍS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Dagur Þorleifsson, en auk hans eru í ritnefnd Jón Asgeirsson og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá fræðsludeild SÍS, Sambandshúsinu, Rvík. Verð: 50.00 kr. árgangurinn, 5.00 kr. hefti. Kemur út mánaðarlega.

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.