Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 17
undir það búnir að viðurkenna nýja tegund háskólastigs
hér á landi. I öllum nágrannalöndum okkar starfa sér-
skólar á háskólastigi sem veita tiltölulega stuttar starfs-
tengdar námsbrautir, ekki síst námsbrautir sem miðaðar
eru við þarfir atvinnulífsins. Hvarvetna utan Islands
þekkja menn orðin: „högskola“, „regionalhögskola“,
„handelsh0jskole“, „polytechnic“, „college“, „business col-
lege“, „community college“, „Berufsakademie“, „Fach-
hochschule“ og enn mætti lengi telja. Þegar skólabylting
samtímans barst til íslands virtust margir ekki við henni
búnir jafnvel þótt hún bærist hingað 20-30 árum eftir að
hún hafði sett mark sitt á nágrannalöndin.
Það er alveg ljóst að hefði ekki verið tekið nýtt frum-
kvæði á Bifröst væri þar enginn skóli nú, hvorki Sam-
vinnuskóli né Samvinnuháskóli. Og það liggur líka fyrir
að hefðu veruleg mistök verið gerð þar á síðustu árum
hefði enginn komið þessum skóla til bjargar heldur hefðu
menn talið það sönnun um fánýti slíkra tilburða yfirleitt.
Sem dæmi um viðhorf til umbreytingar skólans má
nefna að erlendis þykir vel hæfa að sérskóli á háskólastigi
starfi í t.d. 150 kílómetra fjarlægð frá borgarsvæði en
mörgum þótti þetta ganga vitfirringu næst þegar um
Bifrastarskólann var að ræða. Og alveg er ótrúlegt hve fá-
ir virðast taka eftir byltingunni sem orðin er í vegamálum
á vestanverðu landinu.
* * *
En nú er þetta skeið liðið. Tilraunin hefur tekist og
Samvinnuháskólinn er að festast í sessi. Samvinnuhá-
skólinn á Bifröst er sennilega eini skólinn hérlendis sem
mótaður er eftir tiltekinni kennslufræði sem lýtur þeim
sérstöku markmiðum sem skólanum eru sett. Þessi
kennslufræði hefur reynst standa fyrir sínu enda styðst
hún við fjölþjóðlega erlenda reynslu.
í sem allra stystu máli má lýsa kennslufræði Sam-
vinnuháskólans þannig að hún miðar beinlínis að því að
undirbúa nemendur undir störf, ákvarðanir og ábyrgð í
13