Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 23
ingu við gagnanet Pósts og síma má fá ýmsar nauðsynleg-
ar upplýsingar á örskömmum tíma frá fyrirtækjum og
stofnunum hvar sem er á landinu. I þriðja lagi er stutt í
ýmsa þjónustu á svæðinu, s.s. verslun; dagheimili er rekið
í næsta nágrenni; stutt er í grunnskólann á Varmalandi
og ekki nema 20-30 mín. akstur til Borgarness. I íjórða
lagi er rétt að nefna kosti þess að hafa skólann hæfilega
einangraðan. Þeir kostir birtast m.a. í því að nemendur
við skólann eiga þess tæpast kost að stunda vinnu með
náminu og geta því helgað sig óskiptir náminu. Kannski
eru ekki allir sammála því að þetta sé kostur, en þetta er
vissulega einn þáttur í sérstöðu skólans. Þessi einangrun
leiðir svo til þess að við skólann skapast ákveðinn félags-
andi og samvinnu- og starfsandi, sem er annar þáttur sér-
stöðu hans. Eflaust má tína fleira til en ég hygg að þessi
atriði sem ég hef þegar nefnt, sýni fram á kosti staðsetn-
ingar skólans.
STYRKING NÚVERANDI STARFS
Síðastliðið vor, þ.e. vorið 1990, útskrifaði Samvinnuhá-
skólinn fyrstu nemendur sína, þ.e. fyrstu rekstrarfræðing-
ana, eftir tveggja ára nám á háskólastigi. A þeim tíma
sem liðinn er frá því fyrstu nemendurnir voru teknir inn á
háskólastig skólans hefur átt sér stað stöðug endurskoðun
á námsefni, námsgreinum og kennsluaðferðum. I raun má
orða það svo að skólinn hefur verið í mótun. Þessari mót-
un hans er ekki lokið og á í raun aldrei að ljúka, því til
þess að geta uppfyllt þær kröfur sem gera verður til
skólans á hverjum tíma, er nauðsynlegt að sífelld endur-
skoðun eigi sér stað. Þetta er eitt af þeim atriðum sem
nefnd eru sem verkefni skólans á næstu árum í fyrrnefnd-
um drögum að þróunaráætlun fyrir skólann, enda hlýt-
ur það að vera eitt meginmarkmið stjórnenda skólans nú,
að styrkja það starf sem nú þegar er unnið í skólanum og
þar með að renna styrkari stoðum undir framtíð skól-
ans.
19