Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 24
FRAMHALDSDEILD
Þrátt fyrir skamman aldur Samvinnuháskólans, þ.e. á
háskólastigi, og áherslu á styrkingu núverandi starfs er
nauðsynlegt að fara strax að huga að stefnumótun varð-
andi frekari þróun skólans, þ.e. frekari útvíkkun starf-
seminnar. I því sambandi má velta nokkrum möguleikum
fyrir sér. I fyrsta lagi má hugsa sér að breikka námsfram-
boð skólans, þ.e. að hann bjóði áfram jafnlangt nám og nú
er, þ.e. tveggja ára nám á háskólastigi, en aukið verði við
það þannig að hægt væri að velja mismunandi náms-
brautir eða svið. Eins og fyrirkomulag námsins er í dag
verða allir nemendur skólans að ljúka sömu námssvið-
um.
I öðru lagi má nefna að stofnað verði til Framhalds-
deildar sem taki þá við nemendum sem lokið hafa tveggja
ára námi á háskólastigi. Sú deild væri þá beint framhald
rekstrarfræðanámsins eða sambærilegs náms og myndi
veita viðurkennda alþjóðlega prófgráðu að því námi
loknu. Um gæti verið að ræða 1-2 ára framhaldsnám, en
jafnframt verði áfram boðið núverandi 2 ára nám sem
sjálfstæður námsáfangi.
Þriðji valkosturinn gæti auðvitað verið sá að láta hér
staðar numið, þ.e. hafa skólann með því sniði sem hann
hefur í dag. Þar með væri kröftunum fyrst og fremst beint
að framangreindri styrkingu núverandi starfs enda er
slíkt 2 ára nám sem nú er boðið, alþjóðlega viðurkennt.
I ofangreindri þróunaráætlun er sú stefna tekin að
stofnuð verði Framhaldsdeild, þ.e. boðið verði upp á 1 árs
framhaldsnám að loknu rekstrarfræðanáminu, sem veiti
BBA gráðu (Bachelor of Business Administration). Stefnt
verði að því að taka í fyrsta sinn nemendur inn í þá deild
haustið 1994. Gengið er út frá því að þessi deild komi til
viðbótar núverandi staríl og því verði áfram boðið upp á
sjálfstætt 2 vetra nám sem ljúki með fullnaðarprófi. Ekki
er útilokað að takist að semja við fjárveitingarvaldið um
aukningu á fjárveitingum til skólans í þessu skyni, þann-
20