Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 30
Anna Sigurðardóttir. Sat SVS 1978-
1980. F. 30. 8. 1961 á Höfn í Hornafirði og
uppalin þar. For.: Sigurður Hjaltason, f.
12. 5. 1923 á Hoffelli í Nesjum A.-Skafta-
fellssýslu, fyrrv. framkvæmdastjóri Sam-
taka sveitarfélaga í Austurlandskjör-
dæmi, og Aðalheiður Geirsdóttir, f. 11. 3.
1923 að Reyðará í Lóni, A.-Skaftafells-
sýslu, skrifstofumaður og húsmóðir á
Höfn. - Lauk Framhaldsdeild Samvinnu-
skólans í Reykjavík 1982. Stundaði nám í
viðskiptafræði í Háskóla íslands 1983-
1987 og lauk Cand. Oceon.prófi. Hóf fram-
haldsnám í opinberri stjórnsýslu 1989 í
Maxwell School of Public Affairs and Cit-
izenship við Syracuse University, Syracu-
se, New York fylki í Bandaríkjunum og
lauk mastersnámi (MPA) í des. 1990.
Starfaði á Bæjarskrifstofum Hafnar á
sumrin frá 1978 og síðan í fullu starfi þar
1987-1989. Starfar nú í Fjármálaráðu-
neytinu. Sat í stjórn NSS 1980-1982 og
formaður Nemendafélags framhaldsdeild-
ar SVS 1981-1982. Fulltrúi Félags um-
bótasinnaðra stúdenta í stjórn Stúdenta-
ráðs Háskóla íslands 1984-1986. Starfaði
með Leikfélagi Hornaíjarðar 1987-1989.
Arnaldur Mar Bjarnason. Sat SVS
1978-1980. F. 28. 12. 1942 í Borgarnesi,
uppalinn í Reykjavík, Hnífsdal, Isafirði og
Coloradofylki í Bandaríkjunum. For.:
Bjarni Pétursson, f. 20. 3. 1915 að Hall-
dórsstöðum í Reykjadal, S.-Þingeyjar-
sýslu, fyrrum bóndi og símstöðvarstjóri á
26