Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Side 49
Húsavík og í Reykjavík frá 1989. Maki
29.5. 1982: Katrín Marísdóttir, f. 27. 3.
1959 í Reykjavík, skrifstofumaður. Börn:
Elísabet Ó. Straumland, f. 19. 2. 1983,
Gunnar Marís Ó. Straumland, f. 30. 9.
1986. - Var skiptinemi í Bandaríkjunum
1976-1977. Var við ýmis störf til 1979.
Starfaði hjá Sjávarafurðadeild SÍS 1980-
1988. Hefur verið framkvæmdastjóri hjá
Hólmadrangi hf. á Hólmavík síðan í júlí
1988. Starfaði með Leikfélagi Húsavíkur,
tók mikinn þátt í félagsstarfi í Samvinnu-
skólanum. Formaður Starfsmannafélags
SÍS 1985-1986. í Lionsklúbbi Hólmavíkur
frá 1988. Bróðir Gunnar J. Straumland,
sat skólann 1977-1979.
Pálmi Guðmundsson. Sat SVS 1978-80.
F. 18. 5. 1959 í Borgarnesi og uppalinn
þar. For.: Guðmundur Ingimundarson, f.
9. 3. 1927 í Borgarnesi, deildarstjóri ESSO-
stöðvar Kf. Borgfirðinga í Borgarnesi, og
Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir, f. 5. 8.1927 að
Hörgsholti, húsmóðir og vinnur við ræst-
ingar og heimilishjálp í Borgarnesi. Maki
14.2.1981: Elín Magnúsdóttir, f. 23. 4.1956 í
Reykjavík, húsmóðir og við nám í Alaborg í
Danmörku. Böm: Guðmundur Birkir, f. 10.
12. 1980, Hlynur, f. 30. 9. 1984, Ingibjörg
Lilja, f. 17. 6. 1988. Fósturbörn: Bjarki Már
Jóhannsson, f. 5. 9. 1973, við nám, Iris
Heiður Jóhannsdóttir, f. 13. 8. 1976. - Var
einn vetur í framhaldsdeild Grannskóla
Borgarness á verslunarbraut. Hóf 1989
hagfræðinám í Aalborg Universitetscenter
í Alaborg í Danmörku. Deildarstjóri mat-
45