Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 54
Systir, Fanney Ólafsdóttir, sat skólann
1970-1972.
Vilhjálmur Jónsson. Sat SVS 1978-
1980. F. 22. 3. 1960 á Seyðisfirði og uppal-
inn þar. For.: Jón Sigurðsson, f. 1. 3. 1932
á Vopnafirði, bóndi á Hánefsstöðum,
Seyðisfirði, og Svanbjörg Sigurðardóttir, f.
19. 5. 1935 á Seyðisfirði, bóndi á Hánefs-
stöðum. - Nám við Alþýðuskólann á Eið-
um og Menntaskólann á Akureyri. Afang-
ar við Menntaskólann á Egilsstöðum og
ýmis námskeið. Vann við landbúnað og
byggingar. Var fulltrúi kaupfélagsstjóra
hjá Kf. Héraðsbúa á Seyðisfirði 1980 -
okt. 1988, á Eskifirði sept. 1988 - apríl
1990 og á Seyðisfirði frá júní 1989. Átti
sæti í sýslunefnd N.-Múlasýslu frá 1986
þar til sýslunefndir voru lagðar niður.
Bróðir, Gunnar Jónsson, sat skólann
1983-1985.
Þórólfur Sigurðsson. Sat SVS 1978-
1980. F. 23. 8. 1962 á Hvammstanga, upp-
alinn í Innri-Fagradal, Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu. For.: Sigurður Þórólfsson, f. 11.
11. 1932 í Innri-Fagradal, bóndi þar, og
Erla Karlsdóttir, f. 24. 6. 1939 að Kollsá í
Strandasýslu, bóndi í Innri-Fagradal. -
Nám í Framhaldsdeild SVS 1980-1982 og
í Viðskiptadeild Háskóla íslands 1983-
1987. Sumarvinna hjá Fóðuriðjunni í
Ólafsdal 1980, 1984 og 1985. Við bókhald
hjá Kf. Hvammsfjarðar 1983 og á skrif-
50