Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 70
1975. Framkvæmdastjóri Ungmennasam-
bands Skagafjarðar 1975. Vann að ýmsum
málum fyrir Umf. Höfðstrending á Hofs-
ósi 1970-1980. Tekið virkan þátt í knatt-
spyrnu, brids, skák o. fl. Félagi í Lions-
klúbbnum Höfða. Hefur áhuga á íþrótt-
um, landafræði, tónlist og stjórnmálum.
Maki, Alda Sigríður Guðnadóttir, sat
skólann 1978-1980.
Lárentsínus Kristjánsson. Sat SVS
1979-1981. F. 14. 12. 1963 í Stykkishólmi
og uppalinn þar. For.: Kristján Lárentsín-
usson, f. 1. 7. 1938 í Stykkishólmi, skip-
stjóri, og Þórhildur Pálsdóttir, f. 14. 10.
1942 í Stykkishólmi, skrifstofumaður.
Sambýliskona: Selma Jónasdóttir, f. 4. 5.
1963 í Ólafsvík, kennari. - Nám í Fram-
haldsdeild SVS 1981-1983 og lagadeild
Háskóla íslands 1985-1990; cand.juris það
ár. Stundaði ýmis störf með námi, fram-
kvæmdastjóri Héraðssambands Snæfells-
og Hnappadalssýslu 1983. Starfsmaður
Sambands ísl. bankamanna sumrin 1984
og 1985. Framkvæmdastjóri atvinnumiðl-
unar námsmanna 1988, að auki starfað
sem sjómaður, iðnverkamaður og hljóm-
listarmaður. Deildarlögfræðingur lífeyris-
deildar Tryggingastofnunar ríkisins frá 1.
6. 1990 til 1. 4. 1991. Hóf störf á Lögfræði-
stofu Suðurnesja þann 1. 4. 1991. Formað-
ur Umf. Snæfells í Stykkishólmi 1982-
1983. Formaður Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta við Háskóla Islands
veturinn 1988-1989. Formaður Ása, félags
66