Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 82
og handíðaskóla íslands. Útibússtjóri Kf.
ísfirðinga á Suðureyri 1981-1983. Við
fiskverslun og járnsteypu 1984—1985. Há-
seti á frystitogara 1985-1986. Stundaði
ekki vinnu vegna slyss til 1987 en hefur
síðan verið með eigin atvinnurekstur,
teikningu, skrautskrift o.fl. Systir, Guð-
björg Þórisdóttir, sat skólann 1979-1981.
Þuríður Vilhjálmsdóttir. Sat SVS1979-
1981. F. 18. 11. 1963 á Þórshöfn og uppalin
þar. For.: Vilhjálmur Guðmundsson, f. 1.
3. 1913 að Jaðri við Þórshöfn, bóndi og
hreppstjóri á Syðra-Lóni, d. 18.8.1980, og
Brynhildur Halldórsdóttir, f. 20. 8. 1936
að Gunnarsstöðum í Þistilfirði, hrepp-
stjóri og starfsmaður sambýlisins Naust á
Þórshöfn, til heimilis að Syðra-Lóni.
Barn: Vilhjálmur Hilmar, f. 28. 10. 1986,
faðir: Sigurður Pétur Hilmarsson, f. 4. 9.
1960 á Blönduósi, bifvélavirki. - Sat
Framhaldsdeild SVS 1981-1983. Sótti
myndlistarnámskeið Arnar Inga 1988,
nám í Tónlistarskóla Akureyrar frá 1990.
Hefur sótt ýmis námskeið hjá Stjórnunar-
félagi Islands. Stundaði ýmis skrifstofu-
og verslunarstörf með námi. Var við kvik-
myndagerð 1982-1983. Starfaði hjá
Plastprent hf. 1983-1985. Hjá Útgerðarfé-
lagi N.-Þingeyinga 1986-1987 og Kf.
Langnesinga frá 1987. Hefur unnið að
margvíslegum félagsmálum t.d. með NSS,
formaður Framsóknarfélags N.Þing. aust-
an Heiðar og í hrepppsnefnd Þórshafnar-
hrepps. Helstu áhugamál eru myndlist,
tónlist og stjórnmál.
78