Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Side 94
stundað fasteignasölu frá 1989. Faðir,
Árni Ragnar Árnason, sat skólann 1958-
1960 og systir, Hildur Árnadóttir, 1982-
1984.
Guðrún Jónsdóttir. Sat SVS 1980-1982.
F. 1. 7. 1960 á Akureyri, uppalin í Vill-
ingadal í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði. For.:
Jón Guðmundur Hjálmarsson, f. 6. 10.
1912 að Hólsgerði í Saurbæjarhreppi,
Eyjafirði, bóndi í Villingadal og sinnti
ýmsum félagsstörfum, d. 21.10.1982, og
Sigurlína Hólmfríður Sigfúsdóttir, f. 24. 5.
1920 að Draflastöðum í Saurbæjarhreppi,
Eyjafirði, húsmóðir í Villingadal. Sambýl-
ismaður: Árni Sigurlaugsson, f. 22. 9.
1959 að Ragnheiðarstöðum í Flóa, bóndi í
Villingadal frá 1984. Barn: Jón Þorlákur,
f. 13. 8. 1989. - Gagnfræðingur frá
Hrafnagilsskóla í Eyjafirði 1977. Nám við
Bændaskólann á Hvanneyri 1978-1979. Á
lýðháskóla í Noregi 1979-1980. Bóndi og
húsmóðir í Villingadal frá 1982. Stundaði
íþróttir 1970-1975. Hefur nokkuð fengist
við postulínsmálun. I stjórn fjárræktarfé-
lags Hólasóknar frá 1985.
Hannes Garðarsson. Sat SVS 1980-
1982. F. 1. 7. 1962 á Ólafsfirði og uppalinn
þar. For.: Garðar Guðmundsson, f. 21. 2.
1930 á Ólafsfirði, skipstjóri og útgerðar-
maður þar, og Sigríður Ingibjörg Hannes-
dóttir, f. 1. 9.1934 á Húsavík, húsmóðir og
90