Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 102
arið 1979. Starfsstúlka í Samvinnuskólan-
um að Bifröst haustið 1979. Vann á skrif-
stofu Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi sumar-
ið 1980, og sumrin 1981-1984 á Hótel
Bifröst. Hjá Sparisjóði Mýrasýslu 1984
1987. Hefur starfað á Málflutningsskrif-
stofunni Borgartúni 24 í Reykjavík frá 1.
6. 1987. Maki, Egill Heiðar Gíslason, sat
skólann 1976-1978.
Magnús Guðjónsson. Sat SVS 1980-
1982. F. 21. 9. 1959 á Norðfirði, uppalinn á
Fáskrúðsfirði. For.: Guðjón Friðgeirsson,
f. 13. 6. 1929 á Stöðvarfirði, d. 13.9.1986,
og Ásdís Magnúsdóttir, f. 26. 12. 1934 að
Orrustustöðum á Síðu, starfar við umönn-
un aldraðra á Skjóli í Reykjavík. Maki 7.
9.1985: Helga Halldórsdóttir, f. 27. 4.1961
í Borgarnesi, húsmóðir og gjaldkeri. Börn:
Guðjón Már, f. 2. 9. 1986, Sigrún Ásta, f.
29. 9. 1987. - Tók farmannapróf frá Stýri-
mannaskólanum 1980. Nám í Skipamiðl-
un og sjótryggingum í The London school
of foreign trade og útskrifaðist þaðan
1983. Hefur auk þess sótt fjölda nám-
skeiða í stjórnun og rekstrarfræðum. Sjó-
maður hjá Landhelgisgæslunni 1975-1979
og hjá Eimskip á árunum 1980 og 1981.
Við verkstjórn og sjómennsku hjá Skipa-
deild Sambandsins 1981 og 1982. Starfaði
á skrifstofu Skipadeildar Sambandsins
1983-1986 einkum við tryggingamál og
rekstur frystiskipa. Starfsmaður Utvegs-
félags Samvinnumanna og aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Meitilsins í Þorlákshöfn
98