Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 113
verið fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu -
sjónvarp. í JC Blöndu 1984-1986. Eftir
hann hafa birst greinar og viðtöl í ýmsum
blöðum og tímaritum. Áhugamaður um
lax- og silungsveiði. Barnsmóðir, Þuríður
Guðrún Aradóttir, sat skólann 1982-1983
og 1984-1985.
Árný Guðrún Gunnarsdóttir. Sat SVS
1981-1983. F. 13. 5. 1964 að Brautarholti
II í Haukadal, Dalasýslu, uppalin þar til
sex ára aldurs síðan í Borgarnesi. For.:
Gunnar Aðils Aðalsteinsson, f. 3. 9. 1926
að Brautarholti II, bóndi þar, nú starfs-
maður Bifreiðastöðvar KB, og Steinunn
Árnadóttir, f. 15. 5. 1929 í Reykjavík, hús-
móðir. - Nám við Framhaldsdeild SVS
1983-1985 og nám í hjúkrunarfræði við
Háskóla íslands 1986-1991. Var við versl-
unar- og skrifstofustörf á sumrum 1979-
1986 en stundað hjúkrunarstörf frá 1987.
Hefur síðan í júní 1990 verið hjúkrunar-
fræðingur á Bæklunarlækningadeild
Landspítalans.
Ásthildur Elva Kristjánsdóttir. Sat
SVS1981-1983. F. 13. 5.1965 í Reykjavík,
uppalin að Skallabúðum í Eyrarsveit.
For.: Kristján Torfason, f. 2. 6. 1927 að
Garðsenda í Eyrarsveit, bóndi og sjómað-
ur, og Vigdís Gunnarsdóttir, f. 21. 11. 1929
að Efri-Hlíð í Helgafellssveit, húsmóðir og
109