Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 118
1990. Starfaði í Umf. Höfðstrendinga á
Hofsósi og síðar í Umf. Langnesinga. Fé-
lagi í Lionsklúbbnum Fonti á Þórshöfn frá
1983 og frá sama tíma í Björgunarsveit-
inni Hafliða á Þórshöfn. Félagi í Odd-
fellowstúkunni Þorkeli Mána frá 20. 2.
1991. Aðaláhugamál sjávarútvegur og
fiskveiðar, knattspyrna og tónlist.
Guðfinna Sigurðardóttir. Sat SVS
1981-1983. F. 18. 4. 1961 á Selfossi, uppal-
in á Knútstöðum í Aðaldal, Þingeyjar-
sýslu. For.: Sigurður Sigurlaugsson, f. 23.
4. 1933 á Siglufirði, verkamaður í Kópa-
vogi, og Karlotta Sigríður Oskarsdóttir, f.
7. 5. 1941 á Knútstöðum í Aðaldal, verka-
maður í Kópavogi. Maki: Gylfi Sæmunds-
son, f. 15. 8. 1948 í Reykjavík, verslunar-
maður og bílstjóri. Barn: Hlynur Snær
Guðmundsson, f. 16. 3. 1979. - Hefur
stundað ýmis störf, einkum þá almenn
verslunar- og skrifstofustörf. Aðrar heim-
ildir: Ættir Þingeyinga eftir Indriða Indr-
iðason.
Guðmundur Björn Steinþórsson. Sat
SVS 1981-1983. F. 30. 10. 1964 í Ólafsvík
og uppalinn þar. For.: Steinþór Guðlaugs-
son, f. 1. 6. 1945 í Ólafsvík, skipstjóri og
útgerðarmaður þar, og Kristín Guð-
mundsdóttir, f. 11.10.1946 í Ólafsvík, hús-
móðir þar. Barn: Jens, f. 9. 7. 1985, móðir:
Matthildur Aðalsteinsdóttir, f. 21. 8. 1966,
114