Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 127
íris Adolfsdóttir, f. 10. 1. 1963 í Reykjavík,
deildarstjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur. -
Var skiptinemi í Bandaríkjunum 1983-
1984. í Framhaldsdeild SVS 1984-1986.
Nám í flugumferðastjórn hjá Flugmála-
stjórn íslands á Reykjavíkurflugvelli.
Langferðabílstjóri til 1988, síðan flug-
umferðastjóri á Reykjavíkurflugvelli.
Bróðir, Ómar Óskarsson, sat skólann
1973-1975.
Óskar Sigmundsson. Sat SVS 1981-
1983. F. 7. 5. 1964 í Vestmannaeyjum og
uppalinn þar. For.: Sigmundur Andrés-
son, f. 20. 8. 1922 á Eyrarbakka, bakara-
meistari í Vestmannaeyjum, og Dóra
Hanna Magnúsdóttir, f. 27. 6. 1925 í Vest-
mannaeyjum, húsmóðir. Sambýliskona:
Oddný Huginsdóttir, f. 25. 9. 1967 í Vest-
mannaeyjum, við nám í háskóla í Tubing-
en í Þýskalandi. - Nám við Framhalds-
deild SVS 1983-1985. Stundaði nám í fjög-
ur ár við Fachhochschule fur Technik und
Wirtschaft í Reutlingen í Þýskalandi með
alþjóða markaðsfræði og utanríkisvið-
skipti sem sérsvið. Starfsþjálfun hjá Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna í V.-Þýska-
landi, Englandi og á Islandi júlí 1987 -
jan. 1988 og sölustjóri á söluskrifstofu
þeirra í Frakklandi, Boulogne, Sur-Mer
og París feb.-okt. 1989. Hefur auk þess
unnið að markaðskönnun fyrir Alafoss hf.
1988 og við ýmis verkefni fyrir Sölumið-
stöðina samhliða námi frá 1987. Frá 15.
123