Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 130
íþrótta- og félagsmálum í Samvinnuskól-
anum og með Umf. Drangi í Vík og keppti
í knattspyrnu og frjálsum íþróttum með
því félagi til 1986. Félagi i Golfklúbbi
Reykjavíkur. Lék með hljómsveitum
1978-1985. Bróðir, Guðmundur Pétur
Guðgeirsson, sat skólann 1979-1981 og
maki, Hildur Árnadóttir 1982-1984. Aðr-
ar heimildir: Árbók viðskiptafræðinema
1989, Vestur-Skaftfellingar.
Sigrún Þórólfsdóttir. Sat SVS 1981-
1983. F. 13. 10. 1965 í Reykjavík, uppalin í
Grundarfirði. For.: Þórólfur Bech Guð-
jónsson, f. 24. 3. 1930 í Eyrarsveit, versl-
unarstjóri á Grundarfirði, og Jóhanna
Sigurrós Árnadóttir, f. 29. 7. 1939 í
Reykjavík, starfar á pósthúsinu á Grund-
arfirði og dvalarheimili aldraðra þar. -
Nám við Framhaldsdeild SVS 1984—1986.
Námskeið í Söngskólanum. Starfaði í
Búnaðarbanka íslands 1983-1989. Hjá
Ferðamálaráði frá 1991. Hefur mikinn
áhuga á ferðalögum, bjó um tíma í Svíþjóð
og vann á samyrkjubúi í Israel í níu mán-
uði, hefur ferðast um Asíulönd og Ástra-
líu.
Sigurður Kristinn Björnsson. Sat SVS
1981-1983. F. 24. 9. 1954 í Hrísey og upp-
alinn þar. For.: Björn Kristinsson, f. 23. 8.
1911 á Kálfskinni, Árskógsströnd, sjómað-
ur og útgerðarmaður í Hrísey, og Alvilda
126