Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 136
1984
Anna Sigríður Einarsdóttir. Sat SVS
1982-1984. F. 21. 3. 1964 í Stykkishólmi,
uppalin að Holti í Miklaholtshreppi, Snæ-
fellsnesi. For.: Einar Halldórsson, f. 1. 10.
1932 að Dal í Miklaholtshreppi, bifvéla-
virki að Holti, og Brynja Gestsdóttir, f. 25.
8.1945 í Stykkishólmi, húsmóðir. Sambýl-
ismaður: Guðmundur Viðar Guðsteinsson,
f. 12. 2. 1967 í Borgarnesi, blikksmiður.
Börn: Brynjar Berg, f. 2. 7. 1987, íris, f. 3.
9. 1990. - Próf frá Fjölbrautaskólanum á
Akranesi 1980. Skrifstofustúlka hjá Asi-
aco 1984-1985 og Valafelli hf. 1985. Gjald-
keri hjá Hörpu hf. 1986-1987. Afgreiðslu-
stúlka á Vegamótum á Snæfellsnesi 1987-
1989. Aðstoðardeildarstjóri í kjörbúð Kf.
Borgfirðinga 1989-1990.
Ágúst Jónatansson. Sat SVS1982-1984.
F. 12.12. 1952 að Múla í Aðaldal og uppal-
inn þar. For.: Jónatan Ágúst Ásvaldsson,
f. 22. 6. 1926 að Norðurhlíð í Aðaldal,
bóndi og bifreiðarstjóri, Laxárvirkjun í
Aðaldal, og Sigurlaug Guðvarðardóttir, f.
21. 11. 1933 að Minni-Reykjum í Fljótum,
bóndi og verslunarmaður, Laxárvirkjun í
Aðaldal. - Tók gagnfræðapróf frá Héraðs-
132