Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 141
bæjarstjóri á Seyðisfirði og sveitarstjóri í
Mosfellssveit, d. 30.5.1984, og Hrefna
Sveinsdóttir, f. 28. 11. 1929 í Vík í Mýrdal,
starfsmaður Alþingis. - Hefur stundað
ýmis störf til sjávar og sveita. Bróðir, Arn-
ar Þór Hrólfsson, sat skólann 1984—1986
og Framhaldsdeild SVS 1986-1988.
Erla Björk Örnólfsdóttir. Sat SVS
1982-1984. F. 23. 7.1966 í Reykjavík, upp-
alin að Sigmundarstöðum í Þverárhlíð,
Borgarfirði. For.: Örnólfur Hlíðar Jó-
mundarson, f. 29. 10. 1936 að Iðunnarstöð-
um í Lundareykjadal, bóndi, og Ragnheið-
ur Ásmundardóttir, f. 6. 9. 1943 að Klöpp
á Reyðarfirði, húsmóðir. - Stúdentspróf
frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1986.
Nám í líffræði við Háskóla íslands 1987-
1990 og lauk þaðan BS prófi, hóf MS-nám
í líffræði haustið 1990. Var við ýmis þjón-
ustustörf í Borgarfirði á sumrum frá 1983.
Starfaði hjá Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins jan.-apríl 1987. Hóf störf hjá Líf-
fræðistofnun Háskólans í júní 1990.
Guðmundur Birgir Heiðarsson. Sat
SVS1982-1984. F. 22. 5.1966 í Reykjavík
og uppalinn þar. For.: Heiðar Guðbrands-
son, f. 14. 4. 1947 í Reykjavík, matsveinn í
Súðavík, og Guðlaug Þórðardóttir, f. 20. 8.
1947 í Bolungarvík, skólaritari í Reykja-
vík. - Sat Framhaldsdeild SVS 1986-
1987. Sölumaður og verslunarstjóri í Raf-
137