Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 145
Helgi Haraldsson. Sat SVS 1982-1984.
F. 31. 5. 1956 á Húsavík, uppalinn að
Jaðri í Reykjadal. For.: Haraldur Jónsson,
f. 5. 1. 1912 að Einarsstöðum í Reykjadal,
bílstjóri og bóndi, d. 11.4.1976, og Málm-
fríður Sigurðardóttir, f. 30. 3. 1927 að
Arnarvatni í Mývatnssveit, fyrrv. alþing-
ismaður. Maki 7.5.1988: Kristín Óladóttir,
f. 11. 3. 1956 á Akureyri, hárgreiðslu-
meistari, verslunarstjóri við útibú KEA í
Grímsey. Börn: Jón Óli, f. 6. 3.1986, Helgi
Garðar, f. 13. 3. 1989. Fósturdóttir: Anna
Dóra Heiðarsdóttir, f. 30. 6. 1978. -
Verkamaður 1970-1974. Farmennska
1974 og 1976. Á þungavinnuvélum 1975-
1982. Við hafnargerð, virkjanir og á togur-
um 1979-1983. Verslunarstörf hjá Bíla-
borg hf. 1984-1986. Verslunarstjóri hjá
KEA í Grímsey 1986-1989, síðan sjómað-
ur. Umboðsmaður Vátryggingafélags Is-
lands frá stofnun. Starfaði með Umf. Efl-
ingu í Reykjadal. I hestamannafélaginu
Þjálfa. I Kiwanisklúbbnum Grími í
Grímsey forseti 1990-1991. Tók þátt í
íþróttum á unglingsárum. Áhugamaður
um hestamennsku og veiðar.
ÉHildur Árnadóttir. Sat SVS 1982-1984.
F. 4. 8. 1966 í KefLavík og uppalin þar.
For.: Árni Ragnar Árnason, f. 4. 8. 1941 á
ísafirði, deildarstjóri stjórnarsviðs hjá
Varnarliðinu, alþingismaður, og Guðlaug
Pálína Eiríksdóttir, f. 23. 11. 1944 á Ólafs-
firði, bankastarfsmaður. Maki 18.8.1990:
Ragnar Þórir Guðgeirsson, f. 28. 7. 1965 í
141