Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Page 148
Kristín Emilsdóttir. Sat SVS 1982-1984.
F. 18. 1. 1966 á Súgandafirði, uppalin þar
og í Borgarfirði. For.: Emil Ragnarsson, f.
11. 12. 1946 á Akureyri, skipaverkfræðing-
ur í Reykjavík, og Sigrún Jóhannesdóttir,
f. 1. 10. 1947 á Súgandafirði, kennari að
Bifröst. Sambýlismaður: Helgi Guðmund-
ur Björnsson, f. 8. 4. 1961 að Arnarbæli í
Fellsstrandarhreppi, skattrannsóknarfull-
trúi á Akureyri. - Nám í Menntaskólan-
um í Kópavogi 1981-1982 og Framhalds-
deild SVS 1984-1986. Var á námskeiði í
þýsku í Þýskalandi haustið 1987. Skrif-
stofustúlka hjá Asbirni Olafssyni hf. maí
1986 - maí 1987 og hjá Lögfræðistofu Ól-
afs Gústafssonar hrl. nóv. 1987 - sept.
1989. Á Lögfræðiskrifstofu Ólafs Birgis
Árnasonar á Akureyri frá sept. 1989.
Kristín Þórisdóttir. Sat SVS 1982-1984.
F. 27. 10. 1965 í Borgarnesi, uppalin að
Hóli í Norðurárdal. For.: Þórir Finnsson,
f. 29. 10. 1939 að Stóru-Skógum, bóndi á
Hóli, og Rósa Arilíusardóttir, f. 9. 5. 1943
að Hraunsmúla í Norðurárdal, húsmóðir á
Hóli. - Við nám í Verslunarskóla Islands
1985-1987 og tók stúdentspróf þar. Hóf
nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands
1990. Stundaði ýmsa vinnu með námi.
Starfsmaður Kaupþings hf. 1988-1990.
Kristjana Jóna Þorláksdóttir. Sat SVS
1982-1984. F. 24. 3. 1966 á Akureyri. Upp-
alin í Grímsey. For.: Þorlákur Sigurðsson, f.
5.1.1932 í Grímsey, oddviti og sjómaður, og
144