Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Blaðsíða 154
inó Pálsson, f. 3. 1. 1928 að Berufirði í
Reykhólasveit, bóndi að Straumfjarðar-
tungu, og Hólmfríður Finnsdóttir, f. 26. 5.
1927 að Geirmundarstöðum í Dalasýslu,
húsmóðir. Maki 29.4.1989: Helgi Valur
Friðriksson, f. 13. 4.1962, við nám. - Sum-
arvinna í saltfiski, í verslun hjá Kf. Borg-
firðinga, í Hvítárskála og Ferstikluskála.
Sumarið 1984 verslunarstjóri hjá Kf.
Dýrfirðinga á Þingeyri, sept. 1984 - maí
1985 skrifstofustörf hjá Vara, júní 1985 -
júní 1986 við bókhald við Búlandstind hf.
á Djúpavogi, júlí 1986 - apríl 1989 við
bókhald hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél-
um hf. Hefur síðan í júní 1989 unnið við
heimilishjálp í Svíþjóð. í stjórn NSS 1984-
1985 og bekkjarfulltrúi síðar. Maki, Helgi
Valur Friðriksson, sat skólann 1983-1985
og bræður: Páll Ingólfsson, 1979-1981 og
Haraldur Ingólfsson, 1980-1982.
Valborg Salóme Ingólfsdóttir. Sat SVS
1982-1984. F. 17. 9. 1965 á Akureyri og
uppalin þar. For.: Ingólfur Arnason, f. 5.
8. 1924 á Akureyri, rafveitustjóri, og
Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir, f. 7. 8.
1925 í Önundarfirði, kennari. - Var eitt ár
við nám í Menntaskólanum á Akureyri,
stúdentspróf frá Verslunarskólanum 1986,
nám við Wolff Dekorasjon og Reklame-
skole í Oslo 1987-1989. Vann hjá Eim-
skipafélagi íslands 1986-1987 og hjá
IKEA í Kaupmannahöfn frá 1989-1990.
150