Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1991, Side 174
þetta námsefni sem nú tæki níu ár í kennslu á mun
skemmri tíma. Einnig sagði hún að grunnskólinn væri
orðinn of léttur sem sýndi sig best þegar í framhalds-
skólana væri komið, því námsárangur í heild væri ekki
nógu góður.
Aðstöðu unglinga við tómstundaiðkanir taldi Elísabet
ekki nógu góða, þrátt fyrir starfsemi æskulýðsráðs og
íþróttafélaga, sem best má sjá á því hvað þeir safnast
saman á stöðum sem „halló“. Unglingar vilja heldur ekki
vera heima hjá sér þar sem tengsl fjölskyldu og barna
væru rofin og kemur þar til vinna foreldranna og tíma-
leysi, og því hefði íjölskyldan sjaldan tækifæri til að tala
saman. Elísabet taldi að lækka mætti aldurstakmark-
ið sem gildir inn í veitingahús niður í 18 ára og koma á
skemmtistöðum fyrir unglinga á aldrinum 15-17 ára. Að
lokum sagði hún að staða unglingsins í þjóðfélaginu í dag
væri ekki sem best og hafa bæri það í huga að
unglingurinn væri spegilmynd þess þjóðfélags sem hann
lifði í.
Höfðu framsögumenn nú lokið máli sínu og voru opnað-
ar almennar umræður um málið. Fyrstur til að taka til
máls var Kristján Björn og á eftir honum töluðu: Páll,
Guðbjartur, Sigfús, Jóhannes Valdimarsson, Ingimar,
Magnús Steinn, Jón Pétur, Magnús Guðjónsson, Þóra,
Gísli Béned., Baldvin, Hannes, Haraldur og Jónas og töl-
uðu sumir oftar en einu sinni. Var aðallega rætt um ungl-
inga í sveitum annars vegar og hins vegar unglinga á höf-
uðborgarsvæðinu, aðstöðu þeirra og tækifæri. Komið var
inná áfengisdrykkju meðal unglinga og afbrotahneigð.
Einnig var minnst á hlutverk kirkjunnar sem uppeldis-
legrar stofnunar og einnig hlutverk foreldra og heimila
sem fyrirmynda, þar sem „unglingavandamálið“ væri
ekki síst vandamál foreldranna og samfélagsins. Kom það
líka fram að unglingana vantaði aðhald og að þeir væru of
seint viðurkenndir sem fullorðnir. Síðast en ekki síst
verður að minnast á umræður um sveitaböllin, mismun-
andi aldurstakmark inn á þau, þar sem Strandamenn
170