Breiðholtsblaðið - apr 2017, Qupperneq 2

Breiðholtsblaðið - apr 2017, Qupperneq 2
2 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Landsprent ehf. 4. tbl. 24. árgangur Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti APRÍL 2017 Á undanförnum árum hefur fjöldi fólks víða að kosið að flytja hingað til lands og búa sér framtíð á meðal Íslendinga. Hér hefur lengstum verið gott atvinnuástand og einnig margvísleg tækifæri til menntunar – bæði tækifæri til þess að læra á íslenskt samfélag og menningu en einnig að stunda nám í hinum ýmsu námsgreinum á öllum skólastigum. Margt aðflutt fólk hefur kosið að setjast að í Breiðholti. Hús-næðisverð var til skamms tíma fremur lægra en í öðrum borgarhlutum. Freistaði það fólks einkum vegna þess að margir sem koma úr öðrum samfélögum hugsa öðruvísi en Íslendingum er tamt að gera. Aðflutt fólk vill fremur eiga eitthvert fé í handraða- num þegar það ræðst í kaup á húsnæði fremur en að taka það nær allt að láni eins og stundum gerist á meðan innfæddra. Íslenskt atvinnulíf kallar eftir fólki til starfa í hinum ýmsu atvinnugreinum langt um fram það sem fjöldi Íslendinga getur þjónað. Ef fram fer sem horfir í lífi þjóðarinnar er nokkuð víst að nauðsyn býður enn fleira fólki að koma hingað til lands – til þess að nema hér og starfa á komandi árum. Að k o m i ð f ó l k h e f u r a u ð g a ð t i l v e r u o k k a r. Þ a ð hefur flutt með sér framandi menningu og flestir hafa átt auðvelt með að semja sig að siðum og venjum okkar - þeirrar þjóðar sem það hefur kosið að búa í sambýli við. Íslenska tungumálið hefur reynst sumu fólki erfitt viðfangs enda ólíkt öðrum málum og um margt nokkuð flókið. Að einhverju leyti gætir áhrifa enskrar tungu á kunnáttu aðkomins fólks í íslensku. Með einhverri kunnáttu í ensku nær fólk gjarnan saman þótt það tali ekki móðurmál hvors annars. Sjálf þekkjum við það frá öðrum löndum þar sem við skyljum ekki tungumál viðkom- andi þjóða. Þá er gjarnan gripið til enskunnar – eins og ósjálfrátt. Breiðholtið nýtur nýbúa á margvíslegan hátt. Byggðin nýtur þess að vera orðin fjölmenningarsamfélag. Fjölmenningin eykur bæði fjölbreytni og kraft í mannlífinu. Við viljum að okkur sé vel tekið hvar sem við förum og dveljum. Því eigum við að taka vel á móti þeim sem hér vilja búa og starfa og njóta þess sem þeir hafa að bjóða. Fjölmenningarsam- félagið Breiðholt Ein af aðalstöðvum fyrirhugaðrar borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu er í Mjóddinni í Breiðholti. Aðrar stórar samgöngustöðvar verða við Kringluna, Smáralind, Hörpu og BSÍ. Hugmyndin um borgar- línu byggist á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæði- sins sem var samþykkt 2015. Borgarlínan er nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem nú er unnið að undirbúning að á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tveir kostir eru taldir koma til greina sem samgöngutæki á borgarlínunni – annars vegar strætis- vagnar sem munu aka á sérstökum akreinum þar sem aðra umferð er ekki að finna eða léttlestir sem aka á teinum. Þegar rýnt er í kostnaðartölur má telja líklegt að vagnakerfið verði fyrir valinu fremur en lestakerfi þar sem verulegur munur er á kostnaði við að byggja eða leggja þessi kerfi. Gróflega er áætlað að kostnaður við að koma upp hraðvagnakerfi er 50 til 60 milljarðar en þá er ekki tekin með kostnaður við kaup á vögnum. Léttlestakerfi myndir kosta allt að 150 milljarða þegar miðað er við sambærilegar framkvæmdir í nágrannalöndum. Notkun almenningssamganga hefur minnkað Með borgarlínunni verður almenningssamgöngum gert hátt undir höfði eins og víðast hvar í borgum erlendis en hér hafa þær löngum átt undir högg að sækja. Árið 1962 voru Reykvíkingar um 75 þúsund talsins. Þá voru um 25 þúsund bílar í landinu. Á þessum tíma stigu um 17 milljónir manna upp í strætó á ársgrundvelli en í mörgum tilfellum getur verið um sama einstaklinginn að ræða sem ferðast með vögnun- um jafnvel oftar en einu sinni á dag. Rúmri hálfri öld síðar eða árið 2015 fóru aðeins um 10,7 milljónir inn í strætisvagna. Á sama tíma voru um 178 þúsund bílar á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir að hlutfallsleg notkun almenningssamgangna hefur minnkað verulega. Dreifð byggð og sjálfseignarstefna En hverjar eru ástæður þess að svo lítil áhersla hefur verið lögð á almenningssamgöngur. Höfuðborg- arsvæðið er dreift miðað við flestar hefðbundnar borgarbyggðir. Í annan stað má nefna að um og upp úr 1960 þegar innflutningshöft voru afnumin af bifreiðum hófst mikil einkabílavæðing hér á landi. Íslendinga þyrsti í bíla og munu þau áhrif trúlega einkum hafa borist frá Bandaríkjunum eftir hersetuna á stríðs- árunum þótt það hafi aldrei verið rannsakað til hlítar. Sjálfseignarstefna varð einnig snemma ríkjandi hér á landi. Bæði í húsnæði og í bílum. Erlend áhrif og bankahrun Undirrót þeirrar áherslubreytingu sem nú eru að verða má að einhverju leyti rekja til annarra landa. Til fólks sem hefur búið erlendis um lengri eða skemmri tíma og kynnst annarri umferðarmenningu. Bankahrunið 2008 leiddi af sér umtalsverða erfiðleika fyrir margar fjölskyldur og einstaklinga og farið var að horfa meira til fjölbreyttari samgönguhátta. Við þetta bætast spár um umtalsverða fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu eða á bilinu 40 til 70 þúsund fram til ársins 2040. Þá má nefna þéttingu byggðar en hugsunin að baki henni er einkum að ná aukinni hagkvæmni í rekstri sveitarfélaganna. Á undanförnum áratugum hefur svæði undir byggð á höfuðborgar- svæðinu vaxið um 130% en á sama tíma fjölgaði íbúum aðeins um 50%. Þetta sýnir hvernig byggðin hefur þanist yfir stærra og stærra landsvæði án þess að fjölgun íbúa hafi krafist þess. Eitt lykilatriða til að mæta fyrirsjáanlegri fólksfjölgun á næstu árum er að þéttingu byggðar verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli. Breiðhyltingar í miðju borgarlínunnar Höfuðstöðvar Strætó í Mjóddinni í Breiðholti. Athyglisverðar hugmyndir í samgöngumálum Tölvur og gögn ehf. þ e k k i n g o g r e y n s l a T& G PC & Mac Þarabakki 3, Mjódd 109 Reykjavík Sími: 696-3436 www.togg.is • Office 365 þjónusta • Gagnabjörgun og afritun • Umsjón tölvukerfa • Vefsíðugerð og umsjón • Tölvuviðgerðir • Tölvur og jaðarbúnaðurwww.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.