Breiðholtsblaðið - apr. 2017, Blaðsíða 8
8 Breiðholtsblaðið APRÍL 2017
Little Bits eru litlir litríkir rafmagnskubbar.
Sumardvöl í sveit verður umfjöllunarefni bókakaffisins í
Gerðubergi 26. apríl n.k. Þar ræðir Þórunn Hrefna Sigurjóns-
dóttir, bókmenntafræðingur, um hvernig fjallað er um sumar-
dvöl barna í sveit í íslenskum bókmenntum.
Rædd verða nokkur þemu sem ítrekað birtast þegar sagt er frá
sumardvöl í sveit og munurinn á bókmenntategundum ígrundaður,
þ.e. barnabókum, skáldsögum fyrir fullorðna, ljóðum og sjálfs-
ævisögulegum bókmenntum. Heimþrá, vinnuþrælkun og jafnvel
trámatískar minningar um kynferðislega misnotkun ber á góma –
en líka yndislegar sumarminningar um ævintýr í sveitum landsins
sem höfðu að öllu leyti jákvæða reynslu á ævi sögupersóna.
Þórunn Hrefna er bókmenntafræðingur að mennt og með MA-
gráðu í útgáfu og ritstjórn. Hún hefur verið bókmenntagagnrýnandi
um árabil og einnig starfað sem blaðamaður. Þórunn Hrefna hefur
ritað fjórar ævisögur, þeirra Margrétar Frímannsdóttur, Ruthar
Reginalds, Margrétar Pálu og Guðmundar Sesars.
Mikið svigrúm er fyrir umræður og gestir hvattir til þess að deila
sveitasögum.
Sex sumur í sveit
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, bókmenntafræðingur.
- sveitadvöl rædd í bókakaffi í Gerðubergi
islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook
Það er svo margt sem hægt er að gera þegar maður temur sér snemma að
spara og sýna fyrirhyggju í fjármálum. Á þessum spennandi tímamótum
þegar tekið er að móta fyrir fullorðinsárunum framundan langar okkur
að benda á kosti Framtíðarreiknings Íslandsbanka, sem ber hæstu vexti
almennra verðtryggðra innlánsreikninga og er bundinn til 18 ára aldurs.
Kynntu þér málið betur á islandsbanki.is eða í næsta útibúi Íslandsbanka.
Börn á fermingaraldri sem kjósa að ávaxta 30.000 kr.
eða meira á Framtíðarreikningi fá 5.000 kr. í
mótframlag frá Íslandsbanka inn á reikninginn.*
*Gildir einu sinni fyrir hverja kennitölu þeirra barna sem koma ásamt
forráðamönnum í útibú Íslandsbanka fyrir 1. júlí 2017.
Með óskum um
bjarta framtíð
Framtíðarreikningur
Ókeypis tækni- og tilraunaverkstæði verður í
Gerðubergi annan hvern mánudag fram á vor
með leiðbeinendum frá Kóder og Borgarbóka-
safni. Verkstæðið er ætlað fyrir krakka á aldri-
num 9 til 12 ára. Aðra daga geta krakkar komið
á eigin vegum og hafa aðgang að tölvum og geta
fiktað sig áfram í forritunarleikjum og æft það sem
þeir hafa lært.
Á fyrsta verkstæðinu sem verður mánudaginn
24. apríl verður hægt að læra um Little Bits sem
eru litlir litríkir rafmagnskubbar með mismunandi
virkni. Hægt er að festa þá saman og skapa eitthvað
stórt eða smátt úr þeim. Ef þátttaka er mikil gæti
þurft að samnýta settin, vinna saman í minni hóp
eða skiptast á.
Samtökin Kóder hafa staðið fyrir fjölbreyt-
tum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss
konar forritun og starfa þau af mikilli hugsjón um
að öll börn eigi að hafa greiðan aðgang að þeirri
þekkingu sem felst í forritun - tæknikunnáttu og
tæknilæsi. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að
tæknilæsi sé ákaflega mikilvægur þáttur í menntun
barna og hefur fest kaup á tölvum og tæknibúnaði
í þeim tilgangi.
Ókeypis tækni- og
tilraunaverkstæði í vor
Gerðuberg
www.breiðholt.is