Breiðholtsblaðið - apr. 2017, Blaðsíða 12

Breiðholtsblaðið - apr. 2017, Blaðsíða 12
12 Breiðholtsblaðið APRÍL 2017 Vel heppnuð upplestrarkeppni í Breiðholti Karl Ými Jóhannesson úr Seljaskóla varð sigurvegari í stóru upplestrarkeppninni í Breiðholti. Í öðru og þriðja sæti urðu þær Hafrún Arna Jóhannsdóttir og Aldís Lóa Benediktsdóttir, báðar úr Hólabrekkuskóla. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti er árviss viðburður í hverfinu. Keppnir voru haldnar í öllum 7. bekkjum hverfisins fyrr í vetur og lokahátíðin var síðan haldin í Seljakirkju fimmtudaginn 16. mars. Þar lásu tíu nemendur, tveir frá hverjum skóla í Breiðholti og stóðu sig öll afskaplega vel. Milli atriða sungu nemendur úr Breiðholti og spiluðu á hljóðfæri. Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri, Guðrún Hrefna Guð- mundsdóttir skólameistari Fjöl- brautaskólans í Breiðholti og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undirrituðu í gær samning um áframhaldandi samstarf um rekstur Fab Lab smiðju í Breiðholti. Auk nemenda í FB koma í smiðjuna einnig háskólanemend- ur, listafólk, íbúar Breiðholts og almenningur t i l þessar raungera hugmyndir sínar með hjálp stafrænnar tækni. Fab Lab smiðjan var opnuð í Breiðholti árið 2014 og var þá fyrst í Eddufelli en flutti í ný húsakynni í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á síðasta ári. Fab Lab smiðjan er vel nýtt af borgarbúum en um 50 grunnskólar í Reykjavík nýta sér smiðjuna á hverju á ári. Yfir 1300 nemendur fá kennslu í smiðjunni árlega og yfir 220 kennarar hafa heimsótt smiðjur- nar með nemendum sínum. Dæmi um áhugaverð verkefni sem unnin hafa verið í Fab Lab smiðjunni í Reykjavík eru róbótar, drónar, tæknifatnaður, landslagslíkön og ýmis konar rafeindabúnaður. Verkefnastjóri Fab Lab Reykja- víkur er Linda Wanders. Áframhaldandi samstarf um Fab Lab í Breiðholti Guðrún Hrefna, Dagur og Þorsteinn Ingi undirrita samninginn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Stoltir sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni í Breiðholti. Lágt lyfjaverð - góð þjónusta APPÓTEK GARÐS APÓTEKS er notendavænt vefforrit (app) fyrir tölvur og farsíma á vefsíðunni www.appotek.is Frábær nýjung fyrir alla lyfjanotendur: Sogavegi 108 · Sími 5680990 · Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar · gardsapotek.is · appotek.is Einkarekið apótek í 60 ár Vefverslun með lyf Lyfseðlar Lyfjaverð ofl. Katla Dögg Kristinsdóttir nemandi í 4. ÞÓ í Fellaskóla var ein af sigurvegurum í teiknisamkeppni Mjólkur - samsölunnar í ár en keppnin er haldin árlega í grunnskólum landsins. Myndin hennar var í hópi þeirra rúmlega 1.300 mynda sem bárust í keppnina. Sigurvegar- inn hlýtur viðurkenningarskjal ásamt 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð. Katla Dögg ein sigurvegara í teiknisamkeppni MS Katla Dögg með myndina sína. www.borgarblod.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.