Breiðholtsblaðið - apr. 2017, Blaðsíða 14
14 Breiðholtsblaðið APRÍL 2017
Nýlega voru gerðar gagngerar breyt-
ingar á útibúi Arion banka á Smáratorgi
í Kópavogi. Útibúið er allt hið glæsi-
legasta og búið nýjustu tækni á sviði
bankaþjónustu. Liður í breytingunum
sem gerðar voru er nýtt hraðþjónustu-
svæði sem er opið allan sólarhringinn,
alla daga vikunnar. Þar eru meðal annars
hraðbankar af nýjustu gerð sem bjóða
upp á innlagnir, greiðslu reikninga og
millifærslur til viðbótar við hefðbundna
hraðbankaþjónustu.
Hafd ís Hansdót t i r, svæðis - og
útibússtjóri Arion banka, er að vonum
ánægð með breytingarnar og segir þær
endurspegla breyttar kröfur viðskiptavina
til bankaþjónustu. „Við erum að stór-
auka þjónustuna okkar með því að bjóða
aðgengi að hraðþjónustusvæði allan
sólarhringinn. Það þýðir að viðskiptavinir
okkar hafa nú aðgengi að þjónustu utan
afgreiðslutíma útibúsins sem ekki var í
boði áður, til dæmis að kaupa myntrúllur,
telja smámynt, leggja inn seðla og fleira
sem ný kynslóð hraðbanka býður upp
á“ segir Hafdís og útskýrir að hinir nýju
hraðbankar séu um margt svipaðir net-
bankanum. „Nýju hraðbankarnir geta birt
yfirlit yfir stöðu allra reikninga viðskipta-
vinarins og ógreidda greiðsluseðla auk
þess sem hægt er að millifæra, bæði á milli
eigin reikninga og á reikning annarra.“
Bankaviðskipti hvar og hvenær
sem er
Hafdís segir starfsfólk bankans finna að
viðskiptavinir vilji í auknum mæli sinna
bankaviðskiptum sínum þegar þeim
hentar, þar sem þeir eru staddir. „Net-
bankinn var auðvitað algjör bylting á
sínum tíma en í dag eru kröfurnar einfald-
lega orðnar aðrar og meiri. Með tilkomu
Arion appsins fyrir nokkrum árum færðust
helstu bankaviðskipti yfir í lófa viðskipta-
vinarins þar sem hægt er að taka stöðuna,
greiða reikninga, millifæra, dreifa kredit-
kortareikningum og margt fleira.“
Samhliða breyttum kröfum viðskiptavina
og hraðri tækniþróun telur Hafdís hlutverk
bankastarfsfólks vera að breytast. „Það
að viðskiptavinir geti að miklu leyti sinnt
sínum fjármálum sjálfir þýðir að verkefni
okkar sem störfum í bankanum breytast.
Hluti verkefnanna færist til dæmis frá því
að framkvæma hlutina fyrir viðskiptavininn
yfir í að gera þá með honum og leiðbeina
við notkun nýrra þjónustuleiða“ segir
Hafdís og bætir við að fyrstu viðbrögð
viðskiptavina við breytingunum séu afar
góð. „Í nýja útibúinu er góð aðstaða til að
leiðbeina við notkun á vörum og tækni,
útibúið er opnara en áður og við leggjum
enn meira upp úr því að skapa notalega
stemningu fyrir viðskiptavini okkar.“
Áhersla á stafræna þjónustu og
persónulega ráðgjöf
Aðgerðum sem viðskiptavinir geta fram-
kvæmt á netinu, í appinu og í hraðbönk-
um fjölgar ört en Hafdís segir Arion banka
einmitt leggja ríka áherslu á stafrænar
lausnir. „Við höfum einsett okkur að vera
fremsti stafræni banki landsins og staf-
rænum þjónustuleiðum okkar fer sífellt
fjölgandi. Á sama tíma leggjum við einnig
mikla áherslu á ábyrga ráðgjöf og fræðslu.“
Sem dæmi um nýlegar breytingar nefnir
Hafdís nýtt greiðslumat Arion banka sem
kynnt var í lok síðasta árs. „Í stað þess að
þurfa að skila alls konar gögnum og bíða
svo í daga eða vikur eftir niðurstöðu getur
nú hver sem er farið í gegnum greiðslumat
á aðeins þremur mínútum á arionbanki.
is. Þeir sem eru í fasteignahugleiðingum
geta svo í framhaldinu valið að sækja um
íbúðalán með einföldum hætti á netinu eða
bókað fund með fjármálaráðgjafa hjá bank-
anum sem kynnir lánaframboðið okkar og
aðstoðar við næstu skref.“
Hafdís segir aukna áherslu á bókaða
fundi mælast vel fyrir. „Bókaðir fundir
hjá ráðgjafa skila viðskiptavinum okkar
einfaldlega betri þjónustu. Fundirnir
lágmarka biðtíma í útibúi og gera ráð-
gjafanum mögulegt að undirbúa fundinn
betur sem skilar viðskiptavininum betri og
persónulegri ráðgjöf.“
Hraðþjónusta allan sólarhringinn
alla daga vikunnar
Hafdís Hansdóttir, svæðis- og útibússtjóri Arion banka.
Hraðbankar í nútíma bankastarfsemi setur sinn svip á Arionbanka á Smáratorgi. Falleg setustofa í móttökunni í Arionbanka á Smáratorgi.
Arion banki á Smáratorgi