Breiðholtsblaðið - Apr 2017, Síða 15

Breiðholtsblaðið - Apr 2017, Síða 15
15BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2017 SKELLTU ÞÉR Í SUND UM PÁSKANA www.itr.is ı sími 411 5000 Lykill að góðri heilsu ITR.ISAFGEÐLUÍM SNDSTÐA PÁKAMÁ FIN Á Í mörgu verður að snúast hjá Arnhildi organista í Fella- og Hólakirkju í síðari hluta apríl mánaðar. Fyrir utan hefðbundn- ar páskaannir við orgelið ætlar hún að standa fyrir vortónleik- um viku eftir páska. „Já – nú stendur mikið til,“ segir hún í spjalli við Breiðholtsblaðið. En hvað er nú að gerast. Hví er um svo mikinn gleðitón að ræða í raddfærum organistans. „Hann er af því að kór Fella- og Hólakirkju verður með vortón- leika í kirkjunni föstudaginn 21. apríl, daginn etir sumardaginn fyrsta og fær Vörðukórinn sem starfar á Flúðum og í nágrenni til liðs við sig. Ég stefni að sjálfsögðu á að fylla kirkjuna og er stöðugt að vinna að því að fá áheyrend- ur. Þetta er föstudagskvöld með frídag beggja vegna – sumardag- inn fyrsta og hefðbundinn lau- gardag og getur því bæði verið góður og slæmur dagur fyrir marga vegna þess að fólk notar gjarnan langar helgar til þess að skreppa úr borginni.“ Hvað ætla kórarnir að flytja á þessum vortónleikum. „Við ætlum að flytja glæsilega dag- skrá. Við munum flytja kórkafla úr Óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson, kórkafla úr Gloriu Vivaldis og annan úr Jazzmessu Chilcotts. Auk hluta úr þessum stóru verkum munum við flytja ýmsar þekktar íslensk- ar söngperlur og má þar nefna; Draumalandið, Næturljóð úr Fjörðum og Lífsbókina. Kristín R. Sigurðardóttir og Inga J. Backman munu syngja einsöng og Matthías Stefánsson leika á fiðlu og við Eyrún Jónasdóttir stjórnandi Vörðukórsins munum annast stjórn. Og endilega geta þess að tekið verður á móti gestum í and- dyri kirkjunnar með vordrykk og harmoníkuleik og veitingar í hléi,“ segir Arnhildur sem vill skora á sem flesta að gera sér dagamun á þessu vorkvöldi og hlíða á fagra tóna í Fella- og Hólakirkju. Arnhildur organisti stendur fyrir stórtónleikum 21. apríl Kór Fella- og Hólakirkju. Fella- og Hólakirkja www.borgarbokasafn.is Fylgstu með okkur á Matarveisla frá á bókasafninu í Gerðubergi Heitir og gómsætir réttir alla virka daga á kaffihúsinu Cocina Rodríges í Borgarbóka- safninu í Gerðubergi. Einnig hægt að panta mat fyrir funda- og ráðstefnugesti. Réttirnir eru úr íslensku hráefni með framandi ívafi. 10-17 alla virka daga 10- 21 á miðvikudögum 13 -16 á laugardögum Cocina Rodríguez Pantanir í síma 771-1479 eða cocinakaffi111@gmail.com Opnunartímar: borgarbokasafn@borgarbokasafn.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.