Breiðholtsblaðið - apr 2017, Qupperneq 19

Breiðholtsblaðið - apr 2017, Qupperneq 19
19BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2017 GETRAUNANÚMER ÍR ER 109 Fréttir Íflróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Tölvu póst ur: ir@ir.is Heimasíða: ir.is Er á frábæru skriði á háskólamótum í Bandaríkjunum Hlynur Andrésson ÍR hefur byrjað sitt utanhúss keppnistímabil með skóla- liði sínu í Bandaríkjun- um en hann er á 3. ári með liðinu og er að sýna frábæran árangur sem endranær. Fyrsta keppnin hann utanhúss var á Raleigh Relays í North Caroline síðustu helgina í mars. Hann hljóp á 3:49,19 mín og kom þar fyrstur í mark, nærri tveimur sekúndum á undan næsta manni. Hlynur átti best 3:50,34 mín síðan í maí 2015 sem þá setti hann í 8. til 9. sæti á íslenskri afrekaskrá. Nú stekkur Hlynur aftur á móti upp í 6. sæti en bestan tíma í þessari vegalengd á Jón Diðriksson, 3:41.65 mín síðan 31. maí 1982. 5000m á Stanford Invitational Þann 1. apríl keppti Hlynur í 5000m hlaupi á Stanford Invitational í Kaliforníu. Hlaupið var frábærlega útfært hjá honum og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlaupara börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili sem er hreint ótrúlegt í 5000m hlaupi. Hlynur kom þriðji í mark, af 23 hlaupurum, sem er frábært á svo sterku móti. Hann hljóp á 14:00.83 mín bætti sig um 10 sekúndur og setti nýtt Íslandsmet. Fyrra metið var í eigu Kára Steins Karlssonar ÍR, og var 14:01.99 mín. Það verður gríðarlega gaman fyrir Hlyn að komast undir 14 mínúturnar sem er töluverður múr í þessari vega- lengd og ætti að vera stutt í þann áfanga. Stanford Invitational Í kjölfarið á þessum árangri Hlyns var hann útnefndur frjálsíþrótta- maður vikunnar í Mið ameríkudeildinni sem er mikill heiður en tíminn hans var sá sjöundi besti í sögu skólans. Hlynur er nú í 19. sæti á NCAA háskólalistanum en þeir bestu í hverri grein keppa á Bandaríska háskólamestaramótinu í vor. Sími: 588 9705 www.skautaholl.is Opnunartímar: Mánud., Þriðjud. og Miðvikud. 13:00 til 15:00. Fimmtudaga 13:00 til 15:00 og 17:00 til 19:30. Föstudaga 13:00 til 19:00. Laugardaga og Sunnudaga 13:00 til 18:00. Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00. Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta Víðavangshlaup ÍR það 102. í röðinni fer fram venju sam- kvæmt á sumardaginn fyrsta þann 20. apríl og er bæði boðið upp á hina hefðbundnu 5 km hlaupaleið en einnig er hægt að taka þátt í 2,7 km skemmtiskokki sem er hugsað sem skemmti- legt fjölskylduhlaup. Samhliða hinum aldarlanga viðburði fer Grunnskólahlaup ÍR fram í annað sinn en það er 2,7 km langt. Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið á sumardaginn fyrsta árið 1916 og hefur síðan þá verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar, en enginn íþróttaviðburður hér á landi á jafn langa samfellda sögu og Víðavangshlaup ÍR. Víðavangshlaup ÍR hefst kl. 12 en hin 10 mínútum síðar. Hlaupið um miðbæinn sem hefur skapað góða stemmingu meðal hlaup- ara og vegfarenda en auðvelt er að fylgjast með hlaupurunum alla leiðina en markið er við Hitt húsið á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis. Víðavangshlaup ÍR er einnig Íslandsmótið í 5 km götuhlaupi og fyrsta hlaup sumar- sins í Powerade hlauparöðinni. Það þýðir að flestir af bestu hlaup- urum landsins láta sig ekki vanta í hlaupið og verður efalaust hart barist um hvert sæti og sekúndu. Grunnskólamótið – keppni á milli grunnskólanna Grunnskólamótið er keppni á milli grunnskóla á höfuðborgars- væðinu og er efnt til þess í annað sinn. Hlaupaleiðin er um 2,7 km löng en þátttakendur eru ræstir fyrir framan MR 10 mínútum á eftir þátttakendum í Víðavangs- hlaupinu, þeir hlaupa því seinni hluta hlaupaleiðar Víðavangs- hlaupsins. Í Grunnskólamótinu gildir að vera með og hafa gaman í góðra vina hópi. Sá skóli sigrar sem á hæsta hlutfall nemenda sem ljúka hlaupinu undir 25 mínútum. Skemmtiskokkið – til að gera sér glaðan dag Skemmtiskokkshluti Víða- vangshlaups ÍR er til þess fallið að koma til móts við foreldra og börn sem vilja gera sér glaðan dag á fyrsta degi sumars og hlaupa saman um miðbæ Reykjavíkur en eru ekki alveg tilbúin í 5 km vega- lengdina ennþá. Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnis- stað og hafa hugfast að það getur tekið nokkurn tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar. Ráðlagt er að leggja í bílastæði Hörpunnar meðan rúm leyfir. Forskráning er á hlaup.is en jafnframt er hægt að skrá sig í ÍR heimilinu 19. apríl á milli kl. 16:30 og 19 og síðan í Hörpunni á hlaup- dag frá kl. 9:30 til 11. Mætum sem flest í Víðavangs- hlaup ÍR og fögnum komu sumar- sins saman. Frá víðavangshlaupi ÍR á síðasta ári. Skautahöllin verður opin um páskana en fer í sumardvala 18. apríl fram í september. Upplýsingar um opnunartíma má finna á www.skautaholl.is - það 102. í röðinni Hlynur Andrésson Hlynur Andrésson. Anna Sigríður Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf í keilu Í s íðas ta mánuði lauk Íslandsmóti einstaklinga í keilu með forgjöf. Úrslitakeppnin fór þannig fram að efstu 6 keila- rar í karla- og kvennaflokki kepptu maður á mann og eftir það fóru þrír efstu í úrslit. ÍR átti fjóra fulltrúa í kvennaflokki þær Berglindi Schewing, Elvu Rós Hannesdóttur, Halldóru Í Ingvarsdóttur og Önnu Sigríði Magnúsdóttur. Í karlaflokki voru það Birgir Guðlaugsson og Jóhann Á Jóhannsson sem kepptu fyrir ÍR. A n n a S i g r í ð u r s i g r a ð i keppnina í kvennaflokki en eftir undanúrslitin fóru þrír efstu í hvorum flokki í úrslitin þar sem lægsti keilarinn datt út eftir einn leik. Elva Rós náði inn í þriggja kvenna úrslit en náði sér ekki á strik þar og endaði því í 3. sæti sem er engu að síður glæsilegur árangur en Elva er aðeins 14 ára gömul. Birgir og Jóhann enduðu svo í 5. og 6. sæti í karlaflokki. Óskum Önnu til hamingju með sigurinn og Elvu til hamingju með bronsið. ÍR-ingarnir Anna Sigríður fyrir miðju og Elva Rós til hægri með verðlaunin. Heimasíða www.ir.is

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.