Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Blaðsíða 2

Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Blaðsíða 2
2 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Landsprent ehf. 1. tbl. 24. árgangur Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti JANÚAR 2017 I nnan tíðar mun verða skrifað undir samning á milli ÍR og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á félagssvæði ÍR. Sam-ningurinn liggur nú fyrir borgarráði til samþykktar og að því búnu er ekkert til fyrirstöðu að kynna efni hans. Á meðan það hefur ekki verið gert er ekki hægt að leggja dóm á innihald hans eða meta hvort hann er í samræmi við væntingar ÍR-inga og íbúa í Breiðholtinu. Ljóst er þó að með þessum samningi hefur þeirri kyrrstöðu sem ríkt hefur um lengri tíma í uppbygg- ingarmálum félagsins verið rutt að einhverju leyti úr vegi. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur átt sér stað víða um Reykjavík þótt ekkert hafi verið gert í málefnum elsta íþróttafélagsins í borginni ÍR. Nýverið mátti lesa í viku-legum pósti Dags B. Eggertssonar borgarstjóra frétt um samning borgarinnar við íþróttafélagið Fjölni, fasteigna- félagið Reginn og Borgarholtsskóla um uppbyggingu á fjöl- nota íþróttahúsi við Egilshöll í Grafarvogi. Í fréttinni kom einnig fram að unnið væri að framtíðarlausn fleiri félaga í borginni. Trúlega hefur borgarstjóri átt þar við ÍR og jafnvel fleiri félög. Vonandi fer að rakna úr þeim vanda sem ÍR hefur búið við með þeim samningi sem nú er á lokametrunum. Uppbygging á athafnasvæði ÍR í Mjóddinni í Breiðholti getur þó aldrei leyst allan vanda. Breiðholtið er liðlega 20 þúsund manna byggð og nær yfir stórt svæði. Mjóddin er í ysta kanti byggðarinnar og þurfa þeir Breiðhyltingar sem æfa íþróttir hjá ÍR nánast að fara út fyrir byggðina til þeirra iðkana. Nokkur vandi hefur verið leystu með íþróttahúsunum við Austurberg og Seljaskóla en þau eru þó fyrst og fremst ætluð skólastarfi í Breiðholtinu. Uppbygging ÍR svæðisins vekur aðra spurningu upp. Spurningu um hvernig almenningssamgöngum er og verður háttað í framtíðinni. Miðstöð strætisvagnaferða er í Mjóddinni en vagnar fara lítið um hverfi Breiðholt- sins. Breiðholtsbúar þurfa því að mestu að stóla á notkun einkabíla til þess að komast leiðar sinnar innan byggðar eða niður í Mjódd. Í Kópavogi handan Breiðholt- sins aka strætisvagnar á milli staða innan bæjarfé- lagsins. Strætó BS er sameiginlegt félag sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. Er ekki kominn tími til þess að taka upp almenningsvagnaþjónustu í Breiðholtinu. ÍR og Strætó bs www.breiðholt.is Samstarfssamningur á milli ÍR og Reykjavíkurborgar er á lokametrunum en unnið hefur verið að honum um nokkra mánaða skeið. Samstarfsnefnd Reykjavíkur- borgar og ÍR var sett á stofn í september 2016 sem síðan hefur unnið að tillögugerð um uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir ÍR og Breiðholtið í heild og rekstur þeirra. Niðurstöður nefndarinnar liggja nú fyrir. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu í borgarráði 11. janúar s.l. þess efnis að hann fengi umboð til að undirrita samninginn en áður verði hann borinn upp til samþykktar á aðalfundi hjá ÍR og kynntur á opnum íbúafundi í Breiðholti. Afgreiðslu samn- ingsins 11. janúar var frestað. Spennandi verður að fylgjast með framhaldi málsins á næstu vikum sem felur í sér verulega aðstöðuuppbyggingu fyr i r íþróttastarf ÍR á næstu árum og langtímasamninga um rekst- ur ÍR á íþróttamannvirkjunum sem verða byggð og þeim sem félagið rekur nú þegar. Nýr samningur ÍR og Reykjavíkurborgar Séð yfir ÍR svæðið í Mjóddinni. Með samstarfssamningi ÍR og Reykja- víkurborgar mun þetta svæði koma til með að breytast í framtíðinni. Þangbakka 10 (MJÓDD) • Sími: 557-2053 Frístundakort ÍTR sem verið hefur 35.000 krónur hækkar í 50.000 krónur nú um ára- mótin og er það hækkun upp á 42,8 prósent. Frístundakort- ið er styrkjakerfi í frístunda- starfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Hægt er að nýta sér styrkinn fyrir íþrótta-, lista og tómstundastarf. Í samstarfssamningi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR undirrituðu á dögunum kemur fram að hækkunin tekur gildi þann 1. janúar 2017. Liðlega 80 prósent ungmenna í Reykjavík nýta sér styrkinn til tómstunda- iðkunar. Í samningnum kemur fram að íþróttafélögin muni leita allra leiða til að vinna gegn því að efnahagsleg staða barna og fjölskyldna þeirra ráði því hvort börn og ungmenni geti tekið þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Meðal annars verður skoðað hvort veita megi systkinaafslætti til barnmargra fjölskyldna. Þá er í skoðun að setja upp skipti- markaði á fatnaði og búnaði sem börn eru hætt að nota, auk annarra leiða að þessu mark- miði. ÍBR og ÍTR munu vinna í samvinnu við félögin að gerð till- agna í þessu verkefni. Í samningnum er enn fremur lagður grunnur að stuðningi Reykjavíkurborgar við íþrótta- félögin í borginni en árlegur heildarstyrkur til íþróttastarfs í borginni er 2,2 milljarðar. Þar af fá íþróttafélögin um 820 milljónir vegna eigin rekstrar, húsaleigu og vegna íþróttafull- trúa hverfafélaganna. Á samningstímanum munu R e y k j a v í k u r b o rg o g Í B R taka til nánari skoðunar og umræðu ýmis málefni sem tengjast málaflokknum s.s. þjálfarakostnað, launakostnað og rekstrarstyrki félaga sem reka eigin mannvirki auk afreks- íþróttastefnu og íþróttastarfs fyrir aldraða. Frístundakortin hækkuð í 50 þúsund Krakkar að leika körfubolta. - leitað leiða til að efnahagsleg staða takmarki ekki aðgang að skipulögðu íþróttastarfi Myndin sýnir notkun drengja og stúlkna á frístundakorti ÍTR. (81% drengja nota kortið og 80% stúlkna. Notkunin er mest frá sex til níu ára en eftir 12 ára aldur fer notkunin að minnka.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.