Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Blaðsíða 4
Húsið er eins og klettur í mýrinni. Umlukt síki og yfir brú að fara að inn-ganginum. Fyrir
innan tekur glaðleg stúlka á móti
komumanni og segist hringja í
viðmælandann. Hann komi
niður. Þessi klettur í mýrinni
er hús Íslenskrar erfðagreinin-
gar þar sem Jóhann Hjartarson
skákmeistari og lögfræðing-
ur hefur starfað síðast liðna
tvo áratugi. Jóhann birtist og
byrjar að kynna húsið. Þetta
eru eiginlega tvö hús tengd með
miðrými sem hýsir fundarher -
bergi og mötuneyti auk mót-
tökunnar. Rannsóknarýmið
er í syðri hlutanum en skrif-
stofurnar í þeim nyrðri. Við
förum upp í lyftunni – upp á
stjórnendahæðina. „Ég er hér
í vesturendanum með útsýni
yfir háskólasvæðið. Kári er í
hinum endanum með útsýni yfir
flugvöllinn. Ég segi stundum
í gríni að ég sé í hinum óæðri
enda ef við horfum á hæðina
eins og mannslíkama. Viltu
mjólk í kaffið,“ segir Jóhann og
hverfur á vit kaffivélarinnar en
kemur að vörmu spori með bolla
af expressó.
Jóhann er trúlega þekktastur
fyrir langan feril sem stórmeistari í
skák sem keppt hefur fyrir Íslands
hönd á mótum vítt og breytt um
árabil. Hann var atvinnumaður
í skák og einnig kennari við
Skákskóla Íslands á árunum 1985
til 1997. Jóhann er lögfræðingur
að mennt. Hann lauk cand.
jur. prófi í lögfræði frá Háskóla
Íslands árið 1992 og hlaut réttindi
héraðsdómslögmanns ár ið
1998. Hann lauk diplómatanámi
í alþjóðlegum hugverka- og
einkaleyfarétti frá University
of Washington School of Law
sama ár. Þá hlaut hann réttindi
til málareksturs hjá Evrópsku
einkaleyfastofunni árið 2006. Í dag
starfar hann sem yfirlögfræðingur
Íslenskrar erfðagreiningar ehf.
Úr Safarmýrinni í
Breiðholtið
J ó h a n n e r a l i n n u p p í
Safarmýrinni ti l tvítugs en
flutti í Hólahverfið í Breiðholti
1984. Síðar færði hann sig yfir í
Seljahverfið þar sem hann hefur
búið í um aldarfjórðung. „Ég
kann vel við mig í Seljahverfinu.
Umhverfið er rólegt og gott og eitt
af því sem mér finnst einkenna
skipulagið þar eru opnu svæðin
inn á milli byggðanna þar sem
fólk getur rölt um. Það er stutt að
labba niður í dalinn skammt frá
því þar sem ég bý og það er líka
gaman að fara i gönguferðir undir
Rjúpnahæðinni.“ Jóhann segir að
eitt megineinkenni Seljahverfisins
sé hversu fjölskylduvænt það
er og gott til barnauppeldis.
„Ölduselsskólinn er mjög góður
skóli og vel staðsettur í miðri
byggðinni. Eins er um margt
annað í nágrenninu. Ég held að
skipulag og bygging hverfisins
hafi heppnast mjög vel. Nei - ég
er ekkert á förum,“ segir Jóhann
aðspurður. „Börnin eru reyndar
floginn að heiman og þegar maður
er kominn á sextugsaldurinn
getur hugurinn tekið að hvarfla
að breytingum. Á þessum aldri
fer garðurinn að að verða áþján í
stað ánægju og spurning um hvað
tvær manneskjur eiga að gera með
stórt hús. En ég er ekkert farinn
að huga að neinu svona þótt ég
geri mér grein fyrir að aðstæður
breytast á lífsleiðinni.“
Stundaði atvinnumennsku
í skák til 35 ára aldurs
Talið beinist að skákinni.
Stefndi hugur Jóhanns snemma
að taflborðinu. Hann segist hafa
byrjað fremur seint að tefla. „Ég
byrjaði ekki að að neinu ráði
fyrr en um 10 ára aldur sem
þykir frekar seint því það er
eins með skákina eins og aðrar
íþróttir því fyrr sem er byrjað
er því betra. Um þetta leyti fór
ég að sækja skákæfingar hjá
Taflfélagi Reykjavíkur en var
þó búinn að eiga nokkuð við
mannganginn áður. Þetta var
hobbý í byrjun en svo færðist
alvaran í leikinn sem endaði með
að ég var atvinnumaður í skák
og stundaði atvinnumennskuna
þar til ég var 35 ára gamall að ég
lagði skákskóna á hilluna sem
atvinnumaður. Síðan eru að verða
liðnir tveir áratugir en þá hóf ég
störf hjá Íslenskri erfðagreiningu.“
Skákin og lögfræðin
skyldar
Jóhann segir að lögfræðin
og skákin séu svolítið skildar
og engin tilviljun ráði hversu
margir af sterkum skákmönnum
hér séu einnig lögfræðingar.
Rökhugsunin sé að sumu leyti sú
sama. „Þessi hugarfarslegu tengsl
lögfræði og skákar réðu þó ekki
öllu um að ég fór í lögfræðina.
Námsfyrirkomulagið eins og það
var þá hentaði mér ágætlega.
Það voru færri próf en í mörgum
öðrum greinum og hægt að taka
námið í stærri bitum sem hentaði
vel þátttöku minni i skákmótum
hér og þar. Þetta er orðið breytt
en þarna lá þetta ágætlega
saman.“
Friðrik fremstur á meðal
okkar skákmanna
En áður en lengra er haldið
er minnst á Friðrik Ólafsson
stórmeistara. Hvort hann sé
einskonar lærifaðir þeirra sem
á eftir komu. Jóhann segir
enga spurningu um að hann sé
fremstur á meðal íslenskra
skákmanna. „Hann er okkar
fyrsti atvinnumaður í skák.
Hann var mjög ungur – rúmlega
tvítugur þegar hann kom fram á
sjónarsviðið á sjötta áratugnum
og hófst fljótt til æðstu metorða.
Það var umtalsverð skákmenning
fyrir hér á landi og margir góðir
skákmenn en Friðrik bar mjög
lengi höfuð og herðar yfir alla aðra
skákmenn. Það má segja að hann
hafi komið Íslandi á kortið.“
Stóð ekki alveg upp frá
taflborðinu
Jóhann hætti í atvinnumennsk-
unni um áramótin 1997 og 1998.
„Ég stóð þó ekki alveg upp frá
taflborðinu og hef teflt mér til
ánægju alla götu síðan og reyndar
heldur meira upp á síðkastið. Ég
tefldi ekki á móti í fullri lengd í
18 ár en hef að undanförnu gefið
mér meiri tíma í þetta. Áhuginn
hverfur ekki og þetta er íþrótt
sem hægt er að stunda allt fram
í andlátið ef heilsan leyfir. Skákin
er skemmtileg íþrótt og á sér
margar ánægjulegar hliðar. Eftir að
börnin uxu úr grasi fór ég að fást
meira við þetta aftur. Ég kenndi
krökkunum að tefla og sonur
minn er tónlistarmaður í dag.
Hugsanlega eru einhver tengsl
þar á milli. Hugarleikfimi í gangi í
báðum tilfellum.“
Var tíður gestur í
Austur Evrópu
Jóhann hefur aðeins teflt á
mótum að undanförnu en á
starfsárum sínum í skákinni
var hann tíður gestur í löndum
Austur Evrópu – löndum sem
eiga sér ríka skákhefð. Hann vann
sér síðast rétt til þess að tefla á
ólympíumótinu í Baku í Azerbaijan
sem fram fór í september eftir
óvæntan sigur á Íslandsmótinu
í skák í vor, en kvaðst þó ekki
hafa haft nein plön um það fyrir
fram að tefla á slíku móti. Hann
hafði ekki teflt þar áður en aftur
á móti í nágrannaríkinu Armeníu
fyrir tveimur áratugum síðan
eða árið 1996. Hann segist einnig
hafa komið til Rússlands fyrir
sex árum eftir langt hlé. „Ég leit
í kringum mig og sá að margt
hafði breyst – flest held ég til
batnaðar frá því ég var að keppa
þar á árum áður. Eitt af því sem
ég veitti athygli var að komin var
upp millistétt sem varla var til í
gömlu Sovétríkjunum. Fólk sem
vinnur ýmiskonar störf og virðist
hafa það þokkalega gott. Pútín
kann því hafa gert eitthvað af viti.“
Jóhann segir Rússa löngum hafa
átt sér stórveldisdrauma. Eftir fall
kommúnismans hafi þeim fundist
vegið að sér úr öllum áttum sem
kunni að skýra hugsunarhátt
þeirra að einhverju leyti. „Þeir
upplifðu sig særða.“
Sterkir skákmenn komu
að austan og breyttu
miklu á skákmótum
En breyttist skákumhverfið
eftir fall Berlínarmúrsins. „Já –
það breyttist margt. Landamæri
rofnuðu og stóraukið ferðafrelsi
íbúa austur Evrópu varð að
veruleika. Það hafði mikil áhrif
á skákina. Sterkir skákmenn
að austan fyrst og fremst frá
Sovétr ík junum fyrr verandi
höfðu nánast verið læstir inn í
búri fengu frelsi til þess að fara
til annarra landi. Þetta hafi mikil
áhrif á skákmótum. Talið berst
að Austur Evrópumönnum sem
sloppið höfðu fyrr – einkum Boris
Spassky sem tefldi margfrægt
heimsmeistaraeinvígi við Bobby
Fischer hér á landi sumarið
1972. „Spassky var sniðugur í
pólitíkinni. Hann naut ákveðins
ferðafrelsisins á meðan hann
bjó í Rússlandi en ákvað svo að
flytja vestur yfir fljótlega eftir
1980. Hann var mikill húmoristi
og það var Mikhail Tal sem var
lettneskur gyðingur frá Riga
einnig. Þeir Spassky kunnu þá
list að segja skrítlur – jafnvel um
ráðamenn og þeir komust upp
með það á sovéttímanum. Þetta
er dálítið rússneskt. Að segja
hlutinn án þess að segja hann.
Þennan húmor má líka finna víða í
rússneskum bókmenntum.“
Ætlaði alltaf að nýta
lögfræðina
En hafði Jóhann alltaf hugsað
sér að nýta háskólamenntun sína
eftir að atvinnumennskuferlinum
lyki. Hann segir svo hafa verið.
Alltaf hafi legið fyrir að fara til
starfa við lögfræðina á einhverjum
tímapunkti. „Nú er ég búinn að
vera innanhúss lögmaður hér hjá
ÍE í nærfellt 19 ár en þegar ég hóf
störf þar fannst mér ekki seinna
vænna en að hasla mér völl í
faginu. Það hefur líka margt gerst
á þessum tíma. Starfsemi ÍE hófst
að því mig minnir í nóvember
1996 og ég kom þangað til
starfa rúmlega ári síðar, eða um
leið og ég dró mig að mestu út
úr skákinni.“ Jóhann segir þetta
búinn að vera bæði reynsluríkan
og skemmtilegan tíma. „Já – þetta
byrjaði sem sprotafyrirtæki
og þegar ég kom til starfa í
ársbyrjun 1998 var það búið að
fá fyrstu alvöru fjármögnunina
að utan. Þetta var eðlilega
áhættufjármögnun. Þá var engin
leið að fá innlenda aðila til þess
að leggja fé í þetta einfaldlega
vegna þess að menn vissu ekki
hvað þetta var. Það vissi enginn
hvað þetta fyrirbæri var eiginlega
á þeim tíma. Fljótlega eftir að ég
kom hingað fjölgaði starfsfólki
mikið og var fjöldinn kominn vel
á sjötta hundrað þegar best lét um
4 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2017
V i ð t a l i ð
Það er gott að búa
í Breiðholtinu
Jóhann Hjartarson skákmeistari og lögfræðingur.