Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Blaðsíða 14
14 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2017 www.leiknir.com Hannes í heimsókn hjá Leikni Landsl iðsmarkvörður inn Hann es Þór Hal l dórs son heim sótti sitt gamla fé lag Leikni, þann 3. janúar síðastliðinn. Snemma var ljóst að húsið myndi fyllast af iðkendum og Leiknisfólki. Hannesi var vel fagnað og ljóst er að félagið er stolt af því að hafa tekið þátt í að ala þennan frábæra íþróttamann upp. Hannes fræddi iðkendur um uppvaxtarár sín hjá félaginu og sagði frá því hvernig hann komst alla leið á toppinn. Hann hvatti alla iðkendur til dáða og bað þá að setja sér markmið og gefast aldrei upp. Hannes spjallaði góða stund við iðkendur um leið og hann gaf þeim eiginhan- daráritanir og landsliðsmynd af landsliðinu sem keppti á EM síðastliðið sumar. Einnig afhenti hann félaginu keppn istreyju og markmannshanska sem hann lék í á Evr ópu mót inu í Frakklandi. Ful l t rú i Ungl ingaráðsins kynnti síðan Hannesarbikarinn sem verður afhentur á næstu uppskeruhátíð félagsins. Bikarinn verður afhentur iðkanda í yngri flokkum Leiknis sem býr yfir eftirfarandi: • Er góður liðsmaður • Er hugrakkur • Hugsar um félaga sína • Sigrast á mótlæti • Er stoltur félagsmaður • Sýnir metnað í verki • Er góð fyrirmynd Hann es hóf sinn fer il með Leikn ismönn um og lék með meist ara flokki fé lags ins frá 2002 til 2004. Allt Leiknisfólk þakkar Hannesi kærlega fyrir heimsóknina og þann heiður að fá að kenna bikarinn við nafn Hannesar Halldórssonar. Hannes spjallar við unga Leiknismenn. - Hannesarbikar afhentur á næstu uppskeruhátíð Hann es Þór Hall dórs son með Hannesarbikarinn sem verður afhentur iðkanda í yngri flokkum Leiknis í lok leiktíðar. Ósvald Jarl Traustason er gengin í raðir íþróttafélagsins Leiknis frá uppeldisfélagi sínu Breiðablik. Ósvald hefur áður leikið í búningi félagsins og þekkir því vel til. Ósvald verður 22 ára á þessu ári og er vinstri bakvörður. Hann hefur leikið 53 leiki í meistaraflokki þar af 15 í Pepsídeildinni. Pilturinn á einnig 13 landsleiki með U19 og U17 ára liði Íslands. Fyrstu meistaraflokksleikir Ósvalds komu í Leiknisbúningnum árið 2013 þegar hann spilaði 8 leiki í 1. deild með okkur. Hann hefur síðan leikið með Fram og Gróttu. Ósvald er boðin hjartanlega velkomin í Leikni ! Ósvald Jarl til Leiknis Verkefnið Heilsueflandi Breiðholt er heildræn nálgun þar sem markvisst er unnið með áhrifaþætti heilbrigðis. Lykilþættir eru næring, hreyfing, líðan og lífsstíll. Í Breiðholtinu er verið að byggja upp samfélag þar sem heilsa og líðan er í fyrirrúmi. Stefnt er að því að gera holla valið eins aðgengilegt og auðvelt og mögulegt er óháð aldri, kyni eða félagslegri stöðu. Stofnanir Reykjavíkurborgar í hverfinu ásamt félagasamtökum hafa sameinast í Heilsueflandi Breiðholti. Nálgunin í Heilsueflandi Breiðholti er einmitt að allar stofnanir og félög hafi hlutverk þegar kemur að því að skapa aðstæður sem stuðla að heilsu og vellíðan íbúa. Stefnt er að því að skapa jöfnuð í heilsu með almennum og sértækum aðgerðum. Unnið er með lykilþættina á öllum aldurs og skólastigum í Breiðholti. Meðal almennra heilsueflandi aðgerða í Breiðholti • Frístundastyrkurinn hækkar úr 35.000 í 50.000 krónur á ári. Frístundastyrk er hægt að nota til að greiða fyrir íþróttir og frístundastarf barna 6-18 ára. • Leikskólarnir taka þátt þátt í íþróttaverkefni. • Leikskólarnir taka þátt í tannverndarverkefni. • Grunnskólar tóku þátt í Evrópuverkefni um hreyfingu á haustmánuðum. • Grunnskólar leita stöðugt leiða til að bæta fæðuval í skólunum. Í Seljaskóla er t.d. boðið upp á ávexti á hverjum morgni og salatbar með hádegismat. • Í frístundaheimilum er boðið upp á grænmeti og ávexti í síðdegishressingu og unnið að bættri líðan barnanna. • Fjölbrautarskólinn í Breiðholti er með samning við nýju World Class stöðina í Breiðholti um aukna hreyfingu nemenda og kennara. • Á sambýlum er unnið með hreyfingu og holla fæðu. • Í félagsmiðstöðvum barna og unglinga bjóða upp á starfsemi til að bæta félagsfærni til að bæta líðan og lífsstíl. • Í félagsmiðstöðvum Gerðubergi og Árskólum er boðið upp á hreyfingu og félagsstarf sem tekur á tekur á lykilþáttunum í Heilsueflandi Breiðholti. • Íþróttafélögin í hverfinu bjóða upp á fjölbreytta möguleika íþróttastarfsemi sem þjálfa lykilþættina hreyfingu, næringu, líðan og lífsstíl. Samvinna og samstaða allra megin stofnanna, félagasamtaka og almennings er lykilinn að árangri í verkefninu. Það sem stöðugt er hlúð að vex og dafnar. Heildræn nálgun er lykilinn að árangri Þórdís Gísladóttir.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.