Nesfréttir - Mar 2016, Page 4
4 Nes frétt ir
Nokkur börn á Leikskóla Seltjarnarness buðu Ásgerði Halldórsdóttur
bæjarstjóra og Baldri Pálssyni fræðslustjóra að slást í för með þeim til
að veiða köngulær fyrir skömmu. Hópinn skipuðu þau Jenný, Teitur,
Carmen, Rósalind, Júlía Karitas, Amelía, Wiktor, Garðar Sigur, Ísadóra
Diljá, Þór, Grímur og Stefán.
Veðrið skartaði sínu fegursta og á leiðinni að „Tröllasteininum“ eða
útilistaverkinu Amlóða sýndi Ásgerður hópnum stein sem búið er að höggva
andlit í. Spennan náði hámarki þegar börnin fengu í hendur veiðistangir til að
veiða köngulær sem búið var að koma fyrir hingað og þangað um holtið. Áður
en hinn glaði og líflegi hópur hélt af stað til baka fékk hann sér orkunammi
sem samanstóð af seríós og rúsínum.
Leikskólabörn á
köngulóaveiðum
KOMDU MEÐ BÍLINN Í
FRÍA TJÓNASKOÐUN
Vottað réttinga- og málningarverkstæði
GB Tjónaviðgerðir er réttinga- og málningarverkstæði vottað af Bílgreinasambandinu.
Við tryggjum hámarksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað og efni.
Styðjumst við tækniupplýsingar framleiðanda um hvernig skuli staðið að viðgerð.
Dragháls 6-8 • 110 Reykjavík sími 567 0690
netfang tjon@tjon.is • www.tjon.is
Rétting og málning
Við vinnum eftir stöðlum framleiðenda
og notum aðeins viðurkennd efni og
tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.
Smáviðgerðir
Samhliða viðgerðum getum við skoðað
ástand helstu slitflata og öryggisþátta,
s.s. bremsur.
Innréttingar / áklæði
Tökum að okkur viðgerðir á sætum,
innréttingum ofl.
Bílaþvottur / djúphreinsun
Bjóðum við upp á almennan bílaþvott,
djúphreinsun, bón ofl. Frír þvottur fylgir
öllum viðgerðum.
Tjónaskoðun
Við skoðum bílinn og undirbúum
tjónamatið sem sent er til
tryggingafélaga.
Framrúðuskipti
Skiptum um framrúður og önnumst
annars konar rúðuskipti. Sjáum um öll
rúðutjón jafnt límdar rúður sem og
aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.
Mössun / snyrting á lakki
Við bjóðum upp á ráðleggingar og
gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.
Dekkjaþjónusta
Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk
á bílnum á meðan hann er í viðgerð.
Meðfylgjandi mynd er frá þessari skemmtilegu og ævintýraríku ferð.
Hænsnahald leyft á Nesinu
Hænsnahald er nú leyft á Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn
Seltjarnarness samþykkti á síðasta bæjarstjórnarfundi að
Seltirningum leyfðist nú að halda hænur við hýbýli sín.
Hænsnahald hefur verið að færast í vöxt í þéttbýli að undanförnu.
Fólki finnst gaman að hafa hænur í garðinum hjá sér auk þess sem
þær eru um margt umhverfisvænar. Hænur nærast meðal annars á
matarúrgangi og getur tilvist þeirra því dregið úr sorpi. Þær umbreyta
einnig fæðu sinni og þar á meðal matarúrganginum í egg sem getur
verið nokkur búbót fyrir heimilishaldið.
Sendinefnd frá Brussel
sem kom til landsins á vegum
utanríkisráðuneytisins heimsótti
Seltjarnarnesbæ á dögunum og
tók. Ásgerður Halldórsdóttir
bæjarstjóri á móti henni.
Erindi nefndarinnar var að skoða
hitaveitu Seltjarnarnesbæjar og
fræðast um uppbyggingu hennar
og starfsemi. Nefndin kom hingað
til lands í tengslum við aðkomu
Íslands að Uppbyggingarsjóði
EES þar sem Íslendingar styrkja
jarðhitaveitur í Rúmeníu og
Ungverjalandi. Í hópnum voru m.a.
Stefán Lárus Stefánsson og Unnur
Orradóttir Ramette sendiherrar,
Þóra Magnúsdóttir, sem situr í
stjórn sjóðsins fyrir hönd Íslands,
auk starfsmanna Orkustofnunar og
starfsmanna Seltjarnarnesbæjar.
Sendinefnd frá
Brussel skoðar
hitaveituna
Sendinefndin ásamt starfsfólki Seltjarnarnesbæjar.
Malbikið á bílastæðinu á Eiðistorgi er mjög illa farið eftir miklar
umhleypingar í veðri undanfarin ár.
Kominn er tími á að laga malbikið og er betra að gera það með
góðu efnum því sparnaður í fjárfestingum er oft mjög dýr. Starfsmenn
Seltjarnarnesbæjar hafa að undanförnu unnið að því að lagfæra verstu
skemmdirnar á torginu en spurning er um á hvers forræði þetta
viðhaldsverkefni er – bæjarfélagsins eða eigenda fasteigna við torgið. Það
breytir þó engu um nauðsyn þess að ráðast í framkvæmdir hið fyrsta.
Gera þarf við
bílaplanið á Eiðistorgi