Nesfréttir - mar 2016, Qupperneq 6

Nesfréttir - mar 2016, Qupperneq 6
6 Nes ­frétt ir Aðildarfélagið Píratar á Seltjar- narnesi var formlega stofnað þann 17. febrúar síðastliðinn. Vel mætt var á fundinn; um 15 manns voru viðstaddir og greiðlega gekk að skipa í stjórn félagsins. Sara Þórðardóttir Oskarsson var kjörinn formaður félagsins, Grímur Friðgeirsson var kjörinn varafor- maður og aðalmenn í stjórninni eru þau: Eiríkur Stephensen, Maren Finnsdóttir og Ragnar Jónsson. Varamenn eru: Kristbjörg Ólafsdótt- ir, Óskar Ingólfsson, Sigurður Einar Guðmundsson. Jafnframt hefur Eiríkur Stephensen verið kjörinn ritari félagsins og Maren Finnsdóttir gjaldkeri. Skoðunarmenn reikninga eru þau Halldóra Björnsdóttir og Haraldur Þór Guðmundsson. Nokkrum dögum eftir stofnfund Pírata var svo stofnað aðildar- félag Kragans, eða Píratar í Suðvesturkjördæmi og eru Píratar á Seltjarnarnesi innan þess félags. Framundan er mikil og skemmtileg vinna. Nú þegar að skoðanakannanir eru hliðhollar Pírötum, sú nýjast sýndi fram á 35.9% fylgi Pírata, virðast vera spennandi tímar framundan og bjóðum við alla sem áhuga hafa á starfi Pírata á Seltjarnarnesi velkomna í hópinn. Fésbókarsíða félagsins er undir: Píratar á Seltjar- narnesi. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um stefnumál Pírata á vefsíðunni: www.piratar.is. Einnig er velkomið að hafa samband í tölvupósti: sara@piratar.is og/eða grimurfridgeirsson@gmail.com eða í síma: 845 7008. Aðildarfélag Pírata stofnað á Seltjarnarnesi Frá stofnfundinum á Seltjarnarnesi.Stjórn Pírata á Seltjarnarnesi. SUÐURSTRÖND 10, SELTJARNARNESI Fyrir neðan sundlaugina og World Class. www.facebook.com/Systrasamlagid Sími: 511 6367 AFGREIÐSLUTÍMI: Mjúkir mánudagar: 10-16 Þri. - fös.: 8.30 – 18. Laugardagar: 10-16. FLOTHETTAN – búðu þig undir gott sumar! Hafðu með innanlands sem utan og njóttu frísins miklu betur. 3 litir. Verð: 17.700 kr. MÖNTRU ARMBÖND! Fyrir fermingar, fullorðna, feður, mæður, dætur, syni, systur og bræður. Margar gefandi möntrur/þulur/orð. Verð: 6.500/7500 kr. Vorið snýr aftur! Lífræn & frönsk Dr. Bach ilmvötn 6 tegundir. Þyngri og léttari ilmir sem færa okkur vorið. Frábær fermingargjöf. MANDUKA eKO fislétt! Nú vilja margir taka eigin dýnu með til útlanda eða á fjöll. eKO superlite (fislétt) er aðeins 900 gr. Hægt að brjóta saman. Verð: 8900 kr. Má bjóða þér drykk? Viltu skot, þeyting, INDÍGÓ KAFFI, eða venjulegan, te, kakó, eða súpu?

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.