Nesfréttir - Mar 2016, Page 7
Prestar og Frímínútur verða á ferð
um Gallerí Gróttu nú í mars. Um tvö
aðskilin hönnunarverkefni er að ræða, en
sýningarnar eru á dagskrá Hönnunarmars og
standa til 1. apríl.
Prestar nefnist verkefni Sturlu Más
Jónssonar en þar sýnir hann á sér nýja og
óvænta hlið og bregður á leik í hönnun
hluta sem hann smíðar sjálfur sérstaklega
fyrir sýninguna. Um er að ræða hugmyndir
hönnuðarins sem hafa lengi legið í skúffu í
skissuformi og ekki gefist tími til að sinna fyrr
en nú. Hlutirnir eiga samhljóm hvað notkun og
form varðar en samt er hver hlutur einstakur
og ekki endilega reiknað með að smíði hans
verði endurtekin. Prestar Sturlu eru smíðaðir
úr uppáhalds efni Sturlu; gegnheilum við og
málmi.
Frímínútur nefnist verk Þórunnar Árnadóttur en hún hefur þróað áfram
vörulínuna sína Sipp og Hoj þar sem hefðbundnu netagerðarhandverki er
fléttað saman við þekkta hluti sem gjarnan eru notaðir í leik og frítíma. Á
sýningunni getur að líta hengirúm og hengirólur, sem gestir geta prófað
sjálfir, auk þess sem fyrri hönnun eins og sippubönd og húllahringir eru
líka til sýnis og í boði fyrir gesti að prófa. "Sipp og Hoj" er unnin í samstarfi
við Egersund netaverkstæði á Eskifirði, Jónsver saumastofu á Vopnafirði og
Þórhall Árnason smið á Egilsstöðum var upphaflega frumsýnd á Hönnun-
armars 2014 í Spark Design Space undir samstarfsverkefninu Austurland:
Designs from Nowhere, sem snerist um að rannsaka möguleika til smáfram-
leiðslu á Austurlandi. Verkefnið hlaut Hönnunarverðlaun Íslands árið 2014.
Nes frétt ir 7
islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook
Á þessum tímamótum, þegar fullorðinsárin nálgast með öllu sínu sjálfstæði
og spennandi tækifærum, er tilvalið að ræða hvernig sparnaður og fyrirhyggja
í fjármálum geti best lagt grunn að bjartri framtíð. Okkur langar í því sambandi
að benda á kosti Framtíðarreiknings Íslandsbanka sem ber hæstu vexti
almennra, verðtryggðra innlánsreikninga og er bundinn til 18 ára aldurs.
Kynntu þér málið betur á islandsbanki.is eða í næsta útibúi Íslandsbanka.
Börn á fermingaraldri sem kjósa að ávaxta 30.000 kr.
eða meira á Framtíðarreikningi fá 5.000 kr. í
mótframlag frá Íslandsbanka inn á reikninginn.*
*Gildir einu sinni fyrir hverja kennitölu þeirra barna sem koma ásamt
forráðamönnum í útibú Íslandsbanka fyrir 1. júlí 2016.
Við bjóðum góðar
framtíðarhorfur
Framtíðarreikningur
Prestar og Frímínútur
verða í Gallerí Gróttu
á Hönnunarmarsi
Ólína E. Thoroddsen hefur
verið ráðinn skólastjóri
Grunnskóla Seltjarnarness frá
1. júní 2016. Ólína er flestum
Seltirningum að góðu kunn
þar sem hún hefur starfað við
skólann sl. 36 ár og þar af sem
aðstoðarskólastjóri sl. 9 ár. Auk
þess hefur Ólína gegnt stöðu
skólastjóra skólans í afleysingum
skólaárin 2013-2014 og 2015-
2016. Hún á því stóran þátt í
uppbyggingu skólastarfs og
núverandi stöðu skólans.
Ólína hefur lokið diplómagráðu
í stjórnunarfræði menntastofnana
frá HÍ - Menntavísindasviði.
Sem skólastjóri og í hlutverki
aðstoðarskólastjóra skólans hefur
Ólína öðlast mjög góða innsýn í
skólastarfið, uppbyggingu þess
og skipulag. Hún hefur komið
að ákvarðanatökum varðandi
flesta þætti starfsins og þekkir
mjög vel til starfshátta. Þá hefur
hún ræktað góð tengsl við
samstarfsaðila skólans í áraraðir.
Ólína ráðin skólastjóri
Grunnskóla
Seltjarnarness
Ólína E. Thoroddsen hefur verið
ráðinn skólastjóri Grunnskóla
Seltjarnarness.