Nesfréttir - Mar 2016, Page 11

Nesfréttir - Mar 2016, Page 11
Nes ­frétt ir 11 Að venju verða allir Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar lesnir upp í Seltjarnarneskirkju á föstudaginn langa, 25. mars 2016 síðdegis, frá kl. 13 og lýkur um kl. 18. Fögur tónlist verður flutt í hléum á milli lestra. Allir eru velkomnir í kirkjuna til að njóta lestursins og tónlistarinnar á þessum merka degi kirkjuársins. Fólk getur staldrað við lengur eða skemur eftir því sem hverjum hentar. Kaffiveitingar verða í safnaðar- heimili kirkjunnar. Passíusálmarnir eru einstæður snilldarkveðskapur hins stórmerka prests sr. Hallgríms Péturssonar (1614 til 1674), sem Hallgrímskirkja á Skólavörðuhæð ber nafn af. Í sálmunum sem eru 50 talsins, hver þeirra mörg erindi, rekur sr. Hallgrímur píslargöngu Krists, hugleiðir hana og dregur lærdóma af. Sálmarnir hafa öldum saman verið í miklu uppáhaldi hjá þjóðinni og margar kynslóðir lært suma þeirra utanbókar. Meðal þeirra sem oft eru sungnir við messur og margir kunna eru Son Guðs ertu með sanni og Víst ertu, Jesús, kóngur klár. Á þessu ári eru 350 ár frá frumútgáfu Passíusálmanna árið 1666 á Hólum. Ekkert rit hefur verið prentað jafnoft á íslensku. Fyrir síðustu aldamót voru prentanirnar orðnar 80, auk þýðinga og útgáfa á fjölda annarra tungumála. Um 20 Seltirningar á ýmsum aldri verða í lesarahópnum. Sóknarnefnd og Listvinafélag Seltjarnarneskirkju (LVS) standa fyrir flutningi Passíusálmanna nú eins og mörg undanfarin ár og er þess vænst að sem flestir komi. Passíusálmarnir lesnir í Seltjarnarneskirkju á föstudaginn langa 25. mars ... Fyrst prentaðir fyrir 350 árum á Hólum Leikskólabörn á Seltjarnarnesi sem komin eru á sjötta ár og eru því væntanlegir fyrstu bekkingar komu í heimsókn í Grunnskólann á dögunum. Fyrsti viðkomustaður var tónmenntin er þar voru 4. bekkingar að æfa fyrir sýningu. Næst hittu þeir skólastjórann og komu svo við í nokkrum bekkjum til að skoða starfið og hitta systkini og vini. Leikskólabörn í heimsókn í Grunnskólann J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Gefðu sparnað í fermingargjöf Gjafakort Landsbankans er góð leið til að gefa sparnað í fermingargjöf. Ef fermingarbarnið leggur 30.000 krónur eða meira í sparnað hjá Landsbankanum greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag. Þannig getur gjafakortið lagt grunn að góðum fjárhag. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst í útibúum Landsbankans. Kynntu þér sparnaðarleiðir fyrir fermingar- barnið á klassi.is.

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.