Nesfréttir - mar 2016, Qupperneq 15
Nes frétt ir 15
les bækur, sinni ýmsu sveitabrasi, útivist
með fjölskyldunni.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Yosemite-þjóðgarðurinn í
Kaliforníu.
Hvað met ur þú mest í fari ann arra?
Létt yfirbragð, bros.
Hvern vild ir þú helst hitta?
Jane Goodall.
Uppáhalds vefsíða? visir.is
Hvað vild ir þú helst fá í af mæl is
gjöf? Tengdamömmubox undir draslið
svo öll fjölskyldan og hvolpurinn komist
með í fríið.
Hvað mynd ir þú gera ef þú ynn ir
5 millj ón ir í happ drætti? Bjóða
fjölskyldunni til Seattle í sumarfríinu.
Hvað mynd ir þú gera ef þú vær ir
bæj ar stjóri í einn dag? Láta byggja
þak yfir æfingasvæðið á Gróttuvellinum.
Að hverju stefn ir þú í fram tíð inni?
Vera hamingjusamur.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?
Fór til Dublin með Mörtu og ferðaðist
með fjölskyldunni um Vestfirði með
tjaldvagn í eftirdragi.
Seltirn ing ur mán að ar ins að þessu
sinni er Þórarinn Sveinn Arnarson.
Hann flutti á Nesið frá Seattle
aðfangadag 2005 og hef búið alsæll
þar síðan með fjölskyldunni. Giftur
Mörtu Guðrúnu Daníelsdóttur og
eiga þau fjóra stráka Baldur Örn,
Bjarka Daníel, Guðmund Brynjar
og Kristin Rúnar sem allir eru í
Grunnskóla Seltjarnarness. Nýjasti
fjölskyldumeðlimurinn er Kolur
sem er 3 mánaða dvergschnauser
hvolpur. Þórarinn hefur haft mikla
ánægju af því að vera virkur
í foreldrastarfi grunnskólans,
Gróttu og er ómetanlegur í starfi
Lúðrasveitar Seltjarnarness og er í
stjórn Grenndarsvæðisins fyrir aftan
blokkina sem þau búa í.
Fullt nafn? Þórarinn Sveinn Arnarson.
Fæð ing ar d. og ár? 2. desember 1972.
Starf? Verkefnisstjóri hjá Orkustofnun.
Farartæki? Strætó, reiðhjól, fjölskyldu-
bíllinn. Fer eftir árstíma. Hjólið á sumrin :)
Helstu kostir? Jákvæður, hjálpsamur,
heiðarlegur, nægjusamur, þrautseigur.
Eft ir læt is mat ur? Folaldasteik af
grillinu.
Eftirlætis tónlist? Hress lúðrasveitar-
tónlist. Ef úti að hreyfa mig þá er Muse
málið.
Eft ir læt is í þrótta mað ur?
Aníta Hinriksdóttir.
Skemmti leg asta sjón varps efn ið?
Horfi svakalega lítið á sjónvarpið.
Góð bíómynd.
Besta bók sem þú hef ur les ið?
Neverwhere eftir Neil Gaiman.
Uppáhalds leikari? Morgan Freeman.
Besta kvik mynd sem þú hef ur séð?
The Abyss.
Hvað ger ir þú í frí stund um þín um?
Spila fótbolta, badminton, er í lúðrasveit,
SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson
Auglýsingasími:
511 1188
Á Sæbraut á Seltjarnarnesi
hefur verið heimili fyrir fatlað fólk
frá árinu 1988. Hafa íbúar verið
fimm undanfarin 12 ár og auk þess
starfsfólk þeim til aðstoðar. Húsið
er upphaflega hannað og byggt
sem einbýlishús sem ríkissjóður
keypti þegar þjónusta við fatlað fólk
hófst þar. Svæðisskrifstofa málefna
fatlaðra á Reykjanesi annaðist
þjónustuna fram til loka ársins 2010
að málefni fatlaðs fólks færðust til
sveitarfélaganna. Árið 2004 voru
gerðar veigamiklar breytingar
á húsinu og innréttaðar í því 5
einstaklingsíbúðir auk sameigin-
legrar aðstöðu fyrir íbúanna og
starfsmannaaðstaða.
Samkvæmt 4. grein laga um
málefni fatlaðs fólks þá ber sveitar-
félögum undir 8000 íbúum að mynda
sameiginlegt þjónustusvæði með
öðrum sveitarfélögum. Seltjarnarnes
og Reykjavík mynduðu sameiginlegt
þjónustusvæði þegar málaflokkurinn
færðist frá ríki til sveitarfélaganna í
ársbyrjun 2011. Í samningi sveitar-
félaganna um þjónustusvæðið er
Reykjavík leiðandi sveitarfélag og
stýrir Velferðarsvið Reykjavíkurborg-
ar þjónustunni að stærstum hluta og
ber m.a. ábyrgð á rekstri þjónustu
við íbúa á Sæbrautinni.
Sameiginlegur vettvangur sveitar-
félaganna er þjónusturáð sameigin-
legs þjónustusvæðis Reykjavíkur
og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu
við fatlað fólk sem er skipað bæði
fulltrúum Seltjarnarnesbæjar og
Reykjavíkur. Það fundar reglulega
og fjallar um sameiginleg málefni
fatlaðs fólks á svæðinu. Seint í janúar
á þessu ári kom fram hjá fulltrúum
Reykjavíkur á fundi þjónusturáð-
sins að Velferðarsvið Reykjavíkur
hygðist flytja íbúa á Sæbraut í
annað sérhæft húsnæði í Rangárseli.
Rökin fyrir þeim flutningi voru að
húsnæðið í Rangárseli hentaði betur
fyrir íbúana. Kom fram að lögð yrði
áhersla á að eiga um þennan flutning
gott samstarf
við alla íbúa
á heimilinu á
Sæbraut og
aðstandendur
þeirra. Á fundi
í febrúar kom
fram að íbúar
og aðstand-
endur þeirra
hefðu almennt
verið jákvæðir gagnvart þessum
breytingum og stefnt væri að því að
íbúarnir myndu flytja í lok mars eða
byrjun apríl.
Seltjarnarnes vinnur með
Reykjavík
Í Fréttatímanum þann 4. mars er
látið í veðri vaka að viðhaldi hússins
á Sæbraut 2 hafi verið ábótavant
og húsið sé gamalt hús. Undanfarin
ár hefur Seltjarnarnesbær unnið
að viðgerðum á húsinu, m.a. hafa
útveggir þess verið klæddir til að
fyrirbyggja leka. Þá hefur verið
gert við rakaskemmdir í húsinu og
ýmislegt annað lagfært innanhúss.
Sameiginlegt eldhús hefur verið
lagfært. Húsið er byggt 1970 og
hefur verið mikið endurnýjað og
breytt, m.a. þegar því var breytt í
fimm einstaklingsíbúðir árið 2004.
Þá hefur undanfarin 2 ár verið unnið
að viðhaldi þess, bæði utan húss og
innan. Varðandi athugasemdir um að
Seltjarnarnesbær hafi ekki markað
sér stefnu í málaflokknum þá hefur
bæjarfélagið tekið þátt í stefnu-
mörkun um framkvæmdaáætlun í
málefnum fatlaðs fólks sem Velferð-
arsvið hefur unnið að. Stefna Seltjar-
narnesbæjar í þjónustu við fatlað
fólk getur ekki samkvæmt núgildandi
samningi við Reykjavík verið önnur
en sú sem Velferðarsvið Reykjavíkur
markar.
Snorri Aðalsteinsson,
félagsmálastjóri Seltjarnarness
Um málefni fatlaðra
Snorri
Aðalsteinsson.