Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Blaðsíða 2
Styrkir til skóla- og
frístundastarfs í
borginni
Skóla- og frístundaráð hefur
afgreitt styrki til 43 verkefna
fyrir tæplega 22 milljónir króna.
Veittir eru almennir styrkir
annars vegar og hins vegar
þróunarstyrkir til starfsstaða
skóla- og frístundasviðs. Alls
bárust 30 umsóknir um almenna
styrki og fengu 10 verkefni styrk
fyrir alls um 2,8 milljónir króna.
Hæstu styrkina fengu Marion
Bronchet 600 þúsund krónur
vegna verkefnisins Segðu mér
sögu og Rithöfundasamband
Íslands 500 þúsund krónur fyrir
verkefnið Skáld í skólum. 73
umsóknir bárust vegna þróunar-
og nýbreytniverkefna í skóla- og
frístundastarfi og fengu 33 þeirra
styrk. Sérstaklega var óskað eftir
umsóknum vegna samstarfs-
verkefna með áherslu á verk-,
tækni- og listgreinar, móður-
málskennslu barna af erlendum
uppruna, frístundastarf fyrir alla
og lestrarfærni og lesskilning.
Meðal áhugaverðra verkefna
sem fengu styrk má nefna Læsi í
leiðinni sem Grandaskóli og leik-
skólarnir Gullborg og Ægisborg
ætla að vinna að, verkefni um
teiknimyndasögur og læsi sem
frístundaheimilið Frostheimar
mun sjá um og verkefni sem
miðar að því að nýta snjalltækni
í starfi með tvítyngdum börnum í
leikskólanum Ösp. Myndin er af
Grandaskólakrökkum í heimsókn
í Árbæjarsafn fyrir liðin jól.
Þjónustumiðstöð
í RÚV húsið
Nýverið var samþykktur
leigusamningur íborgarráði
þar sem Reykjavíkurborg tekur
á leigu stóran hlut Útvarpshús-
sins til fimmtán ára. Í þeim hluta
hússins sem Reykjavíkurborg
mun leigja verður starfrækt
þjónustu-miðstöð Laugardals,
Háaleitis og Bústaða sem er nú
til húsa í Síðumúla. Stefnt er
að því að þjónustumiðstöðin
hefji starfsemi í Efstaleiti 1. maí
eða jafnvel fyrr ef breytingar á
húsnæðinu ganga vel. „Þessir
samningar eru fagnaðarefni fyrir
borgina. Efstaleitið er frábært
svæði, þaðan er stutt í alla
lykilþjónustu og allir innviðir til
staðar. Þetta er því frábær reitur
til að þétta byggð og verður án
efa eftirsóttur til búsetu,” segir
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri. ,,Þjónustumiðstöðin sem
verður í RÚV húsinu flyst úr
núverandi húsnæði í Síðumúla.
Það verður mikil bragarbót,
bæði fyrir notendur og ekki
síður fyrir starfsfólk, þar sem
Síðumúlahúsnæðið er óhentugra
og óaðgengilegra. Hvað varðar
skipulagssamkeppnina viljum
við gefa sem flestum kost á að
taka þátt. Uppbyggingin virðist
geta farið hratt af stað þar sem
sjálft útvarpshúsið verður bæði
miðstöð menningar og lýðræðis
á svæðinu auk þess að þjónusta
íbúa Laugardals, Háaleitis og
Bústaða,“ segir borgarstjóri.
Íbúðabyggð á RÚV
lóðinni
Blönduð byggð leigu- og
séreignaríbúða mun rísa á
lóð RÚV í Efstaleiti. Þá mun
Reykjavíkurborg leigja stóran
hluta Útvarpshússins undir
þjónustumiðstöð Laugardals,
Háaleitis og Bústaða. Þetta
var ákveðið með þremur
samþykktum í borgarráði nýlega.
Samþykktir borgarráðs varðandi
lóð og húsnæði Ríkisútvarpsins
við Efstaleiti voru þrjár.
Í fyrsta lagi var forsögn að sam-
keppnislýsingu um deiliskipulag
Efstaleitis samþykkt.
Samhliða staðfesti borgarráð
samkomulag við Ríkisútvarpið
um lóðina þess e fn is að
Reykjavíkurborg muni ráðstafa
20% af byggingarrétti á reitnum
til uppbyggingar á leiguhúsnæði.
Á reitnum mun því rísa fjölbreytt
byggð með blönduðum búsetu-
úrræðum. Þróun lóðarinnar
verður í samræmi við Aðalskipu-
lag Reykjavíkur 2010 til 2030 um
þéttingu byggðar.
Fagráðstefna á
Öskudaginn
Árleg fagráðstefna grunnskóla-
kennara verður haldin á öskudag-
inn 18. febrúar. Yfirskrift hennar
að þessu sinni er Til móts við
framtíðina – um fagmennsku
og virðingu kennarastarfsins.
Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni
eru dr. Anna Kristín Sigurðardót-
tir dósent við Menntavísindasvið
HÍ og dr. Toby Salt breskur
ráðgjafi um forystu og þróun í
skólastarfi. Síðari hluti ráðstefn-
unnar er tileinkaður umræðum
um fagmennsku og virðingu
kennarastarfsins.
Áfram frítt í sund
og bókasöfn
Tillaga um að sundferðir og
bókasafnsskírteini verði áfram
gjaldfrjáls fyrir atvinnulausa og
einstaklinga með fjárhagsaðstoð
ti l framfærslu í Reykjavík
árið 2015 var samþykkt á
fundi velferðarráðs í lok árs.
Einstaklingur getur sótt um
sundkort og bókasafnsskírteini
á þjónustumiðstöð í s ínu
hverfi. Þegar þjónustufulltrúi
hefur samþykkt beiðni getur
umsækjandi valið í hvaða
sundlaug hann sækir sundkort
og í hvaða útibúi Borgabóka-
safnsins hann vill sækja bókasafn-
skírteinið. Kostnaðarmat gerir
ráð fyrir um 5,6 m.kr. kostnaði
Reykjavíkurborgar á árinu 2015
og er það miðað við fjölda
sundferða og bókasafnsskírteina
undanfarin ár að teknu tilliti til
verðlagshækkana.
Leiguverð rýkur upp
Vísitala leiguverðs á höfuðbor-
garsvæðinu hefur hækkað um
40% síðan í ársbyrjun 2011 en
vísitala neysluverðs um 16%.
Leiguverð hefur hækkað um tugi
prósenta á síðustu fjórum árum
eða langt umfram verðlags-þróun
á tímabilinu. Síðastliðna 12
mánuði hefur vísitala leiguverðs
hækkað um 7,5%. Til saman-
burðar er 12 mánaða verðbólga
nú aðeins 0,8%.
Samstarf um virkni í
atvinnuleit
Velferðarsvið Reykjavíkur-
borgar og Vinnumálastofnun hafa
undirritað samstarfssamning
um þjónustu Vinnumálastofn-
unar við atvinnuleitendur sem
fá fjárhagsaðstoð frá borginni.
Samningurinn nær til framhalds-
verkefnis um Atvinnutorg og Stíg
þar sem áhersla er lögð á ráðgjöf
og stuðning við atvinnuleitendur
án bótaréttar sem þiggja fjárhag-
saðstoð hjá Reykjavíkurborg.
Markmið samstarfssamningsins
er að styrkja einstaklinga í atvinn-
uleit og fækka þeim sem þurfa á
fjárhagsaðstoð að halda. Reykja-
víkurborg mun samkvæmt samn-
ingnum greiða Vinnumálastofnun
25 milljónir króna árlega á gildis-
tíma samningsins, sem er tvö ár.
Fjárhæðin samsvarar þremur
stöðugildum ráðgjafa ásamt
meðfylgjandi rekstrarkostnaði. Á
myndinni eru Gissur Pétursson
forstjóri Vinnumálastofnunar
og Stefán Eiríksson sviðsstjóri
velferðarsviðs að skrifa undir
samstarfssamning.
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 170 Seltjarnarnes • Pósthólf 172
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Morgunblaðið
2. tbl. 18. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107 og 101.
S T U T T A R
b o r g a r f r é t t i r
Í frétt á forsíðu blaðsins kemur fram að miklar hækkanir hafa orðið á verði íbúða í Vesturbæ Reykjavíkur að undanförnu. Þessar hækkanir eru nokkru meiri en á öðrum stöðum í
borginni fyrir utan götur í Miðborginni eða 101um eins og
miðborgarhverfið er gjarnan nefnt eftir póstnúmeri. Lengi hefur
verið vitað um vinsældir vestasta hluta Reykjavíkur og bera
nýjar upplýsingar um íbúðaverð vitni um að þær séu alls ekki
að dvína – heldur þvert á móti.
E itt og annað getur valdið viðlíka vinsældum einnar byggðar umfram aðrar. Vesturbærinn í Reykjavík hefur ýmislegt til
að bera sem fólki líkar og sækist eftir. Vesturbærinn er elsta
hverfi eða byggðalag Reykjavíkur fyrir utan Kvosina og Þing-
holtin. Vesturbærinn er í næstu nálælgð við miðborgina og
næstum hluti af henni en þó með sína landfræðilegu afmörkun
og sérstöðu. Vesturbærinn hefur byggst upp á lengri tíma en
aðrar byggðir og þar er að finna meiri blöndu af búsvæðun en
víðast annarsstaðar. Fá hús eru hærri en fjögurra hæða og mör-
gum finnst þau standa hæfilega þétt – einkum í yngri hlutanum
Vestan Hringbrautar.
Vesturbærinn verður nánast fullbyggt svæði þegar uppbyggingu á þeim reitum þar sem nú er unnið eða
áformað að reisa íbúaðhúsnæði á næstunni verður lokið. Með
því fjölgar Vesturbæingum umtalsvert sem ætti að stuðla að
öflugri og betri þjónustu á felstum sviðum.
Háskólahverfið – umráðasvæði Háskóla Íslands er að hluta innan Vesturbæjarins og að hluta á mörkum hans
og Vatnsmýrarinnar. Hver sem niðurstaða flugvallarmálsins
verður og hvað sem gert verður þar til lengri framtíðar er
ljóst að meira verður byggt inn á því svæði en verið hefur og á
Háskóli Íslands þar umtalsverðan hlut að máli. Staðsetning og
staða Háskóla Íslands er eitt af því sem skapar Vesturbænum
sérstöðu og vinsældir. Margt ung fólk kýs að búa í nálægð við
skólann bæði í námsmannaíbúðum og öðrum á námstíma og
festir oft rætur í byggðinni til frambúðar.
Þá má benda á að aukin félags- og mennigarstrfsemi hefur verið að skjóta rótum í Vesturbænum. Kaffihús og
sýningarsalur hafa komið til á síðustu mánuðum og gera má
ráð fyrir að versluanrstarfsemi muni eflast með fleiri íbúm. Stór
þjónustsvæði hefur einnig myndast í Örfisey sem löngum lá
undir útvegsstarfsemi og fiskverkun. Ekkert bendir til þess að
vinsældir Vesturbæjarins muni dvína á ókomnum tíma.
Vinsæll Vesturbær
Vesturbæingar
Er ég þá 50% ríkari!
FEBRÚAR 2015
Geri við allar tegundir startara, alternatora, beinar
innspýtingar, rafmagn í bílum og bátum.
Sævar
Bíla- og bátarafmagn
Sími 561-1466 - Kirkjubraut 13, Seltjarnarnesi
ra
fm
ag
n@
m
i.i
s