Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Síða 4

Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Síða 4
Re y k j a v í k P e a c e Festival eða Friðar -hátíð Reykjavíkur verður haldin dagana 16. til 22. febrúar næst komandi. Þetta er í raun og veru kóramót þar sem kórar víða úr heiminum koma hingað til þess að syngja í nafni friðar. Tengingin við frið er í gegnum Yoko Ono ekkju John Lennon og eftirlét hún stofnanda tónlistar- hátíðarinnar lag Lennons ”Love” sem nú hefur verið útsett fyrir kóra að kostnaðarlausu. Reyk- javíkurborg, Icelandair og Ice- landair Hotels standa að þessu framtaki ásamt stofnendum hátíðarinnar, hjónunum Ými Björgvin Arthúrssyni og Hrefnu Ósk Benediktsdóttur. Vestur - bæjarblaðið hitti Ými Björgvin að máli á dögunum og forvit- naðist meðal annars um þessa tónlistarhátíð og annað sem hann er að fást við. Hann var fyrst ynntur eftir upphaf inu . Hvernig þetta byrjaði. «Ég er búinn að fást við ferðaþjónustu í um fimm ár. Ég hef verið að bjóða það sem við getum kallað lúxustúra, að selja dýrar ferðir og þá einkum dags- ferðir fyrir efnaða ferðalanga sem byggjast nokkuð á að dekra við þá í mat og drykk. Flestar þessar ferðir liggja út á land og þá hitti ég gjarnan bændur, spjalla við þá og hlusta eftir því hvað þeir eru að gera. Margir bændur eru farnir að sinna ferðaþjónustu með hefðbundnum búskap meðal annars með því að leggja áherslu á matargerð og að fram- leiða rétti eins og við þekkjum í hugtakinu beint frá býli. Síðan gerðist það fyrir þremur árum að ég fékk hingað um 30 manna kór frá Lofoten í Noregi. Þessir kórfélagar höfðu áhuga á að koma hingað, kynnast landi og þjóð og fá tækifæri til þess að syngja. Að taka á móti þessu ágæta fólki frá Norður Noregi var eitt af því skemmtilegasta sem ég hafði fengist við fram að þeim tíma. Það var alveg sama hvert þeir fóru eða hvar þeir voru, ofan í gjótu, í laug eða á bak við foss. Alltaf fóru þeir að syngja. Þar sem ég starfa við að gleðja fólk sá ég að þarna var ef til vill komið tækifæri til þess að nýta þessa gleði sem fylgir kórstarfinu og koma upp kórafestivali eða kóramóti.“ Ýmir bendir á að kór- félagar ferðist í hópum og standi líka fyrir skemmtilegheitum þar sem þeir fara um. „Ég fann með þessari heimsókn frá Lofoten að ferðafélagarnir kunnu vel að meta land og þjóð og það varð til þess að mér hugnaðist þessi hugmynd betur og betur eftir því sem ég íhugaði hana frekar. Ég sá fyrir mér að með þessu færi ég að kynna það tvennt sem einkennir Ísland meira en annað en það er náttúra og tónlist og tengja það saman í einni kynningu.“ Meira kjöt á beinið „Ég varð að finna meira kjöt á beinið til þess að gera þessa hugmynd að veruleika,“ heldur Ýmir áfram. „Það er ekki nægjan- legt aðdráttarafl fólgið í að segja kórfélögum að koma hingað og syngja undir fossi eða í laug. Eitthvað meira varð að vera í boði. Eftir að hafa lagst aðeins undir feld fæddist sú hugmynd að tengja þetta við Yoko Ono og frið en friðarboðskapur hennar er vel þekktur hér sem annarsstaðar. Oft eignast hug- myndir sem byrja einhverstaðar síðan eigið líf. Ég get þakkað Páli Óskari Hjálmtýssyni að nokkru leyti framhaldslíf þessarar hug- myndar og hvernig hún þróaðist. Ég var að hlusta á viðtal við Palla um jólin fyrir tveimur árum og hann fór allt í einu í viðtalinu að tala um hversu himneskt væri klukkna sex á aðfangadagskvöld þegar allar kirkjuklukkur hringdu samtímis því þá væru allir að hlusta á þær. Að allir væru að hlusta á sama hljóminn á sama tíma væri einfaldlega fallegt. Og þarna var flöturinn kominn. Að tengja þetta við friðarboðskap- inn. Að allir í heiminum myndu syngja sama lag á sama tíma fyrir heimsfriði.“ Love í stað Imagine Þetta leiðir hugann aftur að hugmyndinni um kórana. Eru þeir ef til vill lykill til að að þróa hugmynd sem þessa á alþjóðlega vísu. Ýmir segir að tilvist kóra byggi á söng. Séu þeir ekki að syngja séu þeir einfaldlega ekki til. «Já - fyrst ég var kominn í þessar hugleiðingar um kórana lá beint við að tengja þetta saman. Næsta skref var að fá friðarboðskapinn með. Ég fór að eltast við að ná sambandi við Yoko Ono sem var ekki auðvelt en tókst að lokum. Ég fór til henanr með ósk um að fá að nota lag Lennon Imagine. Henni leist strax vel á hugmyndina. Fannst hún frábær en taldi að við ættum frekar að nota annað lag eftir John - lagið Love. Ég hafði aldrei heyrt þetta lag áður enda ekki eins þekkt og Imagine þótt hörðustu aðdáendur hans hafi eflaust vitað af því og þekkt það. Önnur manneskja hefur stutt okkur mikið við að útfæra þessa hugmynd en það er Margrét Bóasdótt ir kór - stjóri auk þess sem fleiri í kóraheiminum hafa stutt við bakið á okkur. Ég hélt að Love væri ekki nægilega gott fyrrir kórsöng vegna þess hversu rólegt það er en því reyndist öfugt farið. Þegar ég bar þessa hugmynd undir Margréti ljómaði hún vegna þess að hún sem vanur kórstjóri sá strax hversu vel það hljómaði fyrir kórútsetningu. Einfaldlega vegna þess hversu rólegt það er og það vissi Yoko líka þegar hún benti á að betra væri að nota það en Imagine.» To be grateful flutt af 700 kórsöngvurum Ýmir segir frá því þegar hann hringdi í Magnús Kjartansson og sagði Magnúsi frá draumi 4 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2015 Friðarhátíð Reykjavíkur 16. - 22. febrúar í Hörpu Ýmir Björgvin Arthúrsson og Hrefna Ósk Benediktsdóttir fyrir utan heimili sitt í Grjótaþorpinu. Ljósmyndari Lísbet Freyja Ýmisdóttir 7 ára. Love is real, real is love Love is feeling, feeling love Love is wanting to be loved Love is touch, touch is love Love is reaching, reaching love Love is asking to be loved Love is you You and me Love is knowing We can be Love is free, free is love Love is living, living love Love is needing to be loved John Lennon

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.