Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Side 5
sínum sem var að heyra allt að
1000 kórsöngvara syngja lagið
To be grateful sem að sögn
Ýmis er eitt það fallegasta ef
ekki fallegasta lag sem samið
hefur verið. Magnús tók þessu
erindi fagnandi og mun lagið
verða frumflutt í öllum þessum
fjölda radda í Hörpu 22. febrúar.
Ýmir talar um að upplifun gesta
verði án efa ólýsanleg og er
hann sjálfur gríðarlega spenntur
að heyra þennan flutning í
útsetningu og stjórn höfundar-
ins, Magnúsar Kjartanssonar.
Ýmir leggur áherslu á að áhey-
rendur munu ekki sitja í form-
legheitum heldur verða kórarnir
staðsettir í alrýminu í Hörpu, upp
Himnastigann og allt í kring, og
öllum frjálst að koma og fara eins
og þeim sýnist. “Þetta á að vera
óformleg, einstök og ógleymanleg
upplifun” segir Ýmir.
Kórsöngur og heims-
friður í þriðju viku
febrúar
Eftir að hafa hitt Yoko að máli
kveðst Ýmir hafa haldið á fund
forráðamanna Icelandair, kynnt
þeim þessa hugmynd og spurt
þá hvort þeir myndu geta hugsað
sér að standa við bakið á sér og
veita stuðning í málinu. „Þeir tóku
mér fagnandi og gerðust styrk-
taraðilar að verkefninu. Eftir að
hafa rætt við þá fór ég á fund fors-
varsmanna Reykjavíkurborgar. Ég
var reyndar búinn að ræða þetta
áður við Jón Gnarr sem þá var
borgarstjóri en þá var hugmyn-
din ekki eins mótuð.“ Ýmir segir
að Jóni og Degi B. Eggertssyni
hafi litist vel á þetta og Reykja-
víkurborg gefið sér þriðju vikuna
í febrúar til þess að hafa friðar-
hátíð Reykjavíkur. Og nú sé sú
vika tileiknuð kórsöng og heims-
frið hjá borginni.
Afmælisdagur Yoko í stað
afmælisdags Johns
Ýmir segist upphafalega hafa
ætlað að hafa þetta 9. október
sem er afmælisdagur John
Lennon og með þá dagsetningu
fór hann fyrst til Icelandair.
„Þeim leist ekki nægilega vel á
þá tímasetningu vegna þess að
hún væri á miklum annatíma í
ferðamálunum en síðari hluti
febrúar hentaði þeim ágætlega.
Með þá hugmynd fór ég til
borgarinnar sem hentaði ekki
síður vel þar á bæ en hjá flugfé-
laginu. Hjá borginni sat ég á fundi
með Svanhildi Konráðsdóttur og
Hrefnu konu minni og við veltum
fyrir okkur hvernig við tengdum
þennan tíma við Yoko Ono fyrst
ekki var hægt að nota afmælisdag
Lennons. Svanhildur brosti þá og
sagði að við værum ekki að sjá
tækifærið sem væri að bjóðast
vegna þess að 18. febrúar væri
afmælisdagur Yoko Ono. Þannig
að á endanum var partýið fært
til loka febrúar til þess að jafna
fjölda ferðamanna aðeins og lenti
það því næstum á afmælisdegi
hennar sjálfrar. Þetta var með
öðrum orðum skemmtileg slysni.»
Ben Parry útsetti lagið
Ýmir segir næsta skref hafa
verið að útsetja lagið. «Ég fékk
til þess mann að nafni Ben Parry
sem ég held að hafi verið eitt af
afrekunum í kringum þetta. Parry
er þekktur víða um heim og stýrir
meðal annars London Voices
í Bretlandi. Hann hefur komið
mjög víða við og meðal annars
stýrt allri kórtónlist í Harry Potter
myndunum. Parry útsetti lag
Lennons Love fyrir barnakóra,
fyrir fjögurra radda og átta
radda. Nú er staðan þannig að
dagskráin hefst 16. febrúar með
því að barna- og ungmennakórar
munu koma saman og syngja
lagið Love í Hörpu kl.10.30 og
eru allir velkomir að koma og
njóta þessarar fallegu stundar í
alrýminu þar. Aðal tónlistarveis-
lan verður síðan á milli klukkan
þrjú og fimm sunnudaginn 22
febrúar því þá verður öllum sem
geta komið boðið í Hörpu til að
hlýða á kóra syngja allskyns lög.»
Ýmir segir að þessa dagana séu
kórar að koma fram og skrá sig til
þátttöku auk þess sem samfélög
víða um heim séu að taka þetta
tækifæri og nýta sér. Þar á meðal
í Wurtzburg í Þýskalandi þar
sem mismunandi trúfélög munu
koma saman og syngja í ráðhúsi
borgarinnar 22. febrúar af þessu
sama tilefni. “Ég hef þá trú að eftir
því því sem fleiri frétta af þessu
muni fólk víða um heim taka sig
saman og efna til friðarhátíðar
á þessum grunni. Markmið
okkar sem stöndum að þessu
er að Friðarhátíð Reykjavíkur í
febrúar geti orðið öflug landkyn-
ning undir merkjum kórsöngs,
óspilltrar náttúru og friðar. Þeir
sem koma hingað í tengslum við
hátíðina hvort sem það er til þess
að synga eða fylgjast með við-
burðum að öðru leyti - kannski
bara til að hlusta flytja alltaf
upplýsingar um land og þjóð með
sér til baka.»
Í fótspor föðursins
Ýmir Björgvin á ekki langt
að sækja áhuga á fagurfræði
og ferðum. Faðir hans Arthúr
Björgvin Bollason er kunnur bæði
fyrir leiðsögn og ekki síður vinnu
við gerð allskyns fjölmiðlaefnis
einkum fyrir sjónvarp auk
menningarstarfsemi. Ýmir fetaði
fljótt um margt í fótspor hans.
Lærði heimspeki við Háskóla
Íslands og í Danmörku og hélt
síðan til Barcelona þar sem hann
lauk MBA prófi á aldamótaárinu
2000. „Eftir það kom ég heim
með tvær hendur tómar eins
og námsmönnum er títt en með
höfuðuð fullt af hugmyndum.
Ég stofnaðni fyrirtæki sem hét
Handlaginn og rak það í ein fimm
eða sex ár en seldi það síðan
til Exista. Það lifir ekki lengur
frekar en margt annað sem fór
forgörðum í hruninu.
Eftir að ég seldi fyrirtækið
fór ég á smá þvæling og var
um tíma í Svíþjóð þar sem ég
leitaði að viðskiptahugmyndum
og tækifærum. Ég keypti land í
sænska skerjagarðinum ásamt
fleirum sem við eigum enn
og ætlum að koma upp sumar-
bústöðum en það mál er enn í
vinnslu. Fyrir um fimm árum
ákvað ég að skella mér af alvöru
í ferðaþjónustu. Ég byrjaði á því
að opna bókunarstofu í Reyk-
javík og sogaðist síðan út í að
gerast leiðsögumaður með mína
eigin túra.”
Í stjórn „Þorparanna“
Þau hjón Ýmir Björgvin og
Hrefna Ósk Benediktsdóttir búa
í Mjóstrætinu í Grjótaþorpinu
og stýra þaðan ferðaþjónustu
og nú síðast Friðarhátíð í
Reykjavík. En af hverju völdu
þau Grjótaþorpið. “Ég ólst upp
í Kópavoginum - en er búinn að
vera í Vesturbænum í Reykjavík
frá aldamótum. Bjó einnig
við Hofsvallagötuna um tíma á
námsárunum í Háskóla Íslands og
það var erfitt að komast undan
því að verða KR-ingur. Síðan var
það Ljósvallagatan og þegar
þetta húsnæði við Mjóstrætið
kom til greina vaknaði áhuginn
á þorpinu og síðan varð ekki
aftur snúið. Nú fer ég lítið austur
fyrir Læk eða í önnur borgar- eða
bæjarhverfi. Einna helst að ég fari
út á Seltjarnarnes til þess að fara
í laugina og æfa. Ég þarf ekkert
meira. Þetta er lítið og kannski
svolítið lokað samfélag. Eins og
í öðrum þorpum þekkja alla og
við eigum okkar hverfispöbb.
Hverfispöbbinn okkar er Stofan
sem er neðst við Vesturgötuna
þar sem verslunin Fríða frænka
var einusinni. Mér finnst vera
einkenni á þessu samfélagi hvað
flestum eða öllum þykir vænt
um þorpið sitt og eru duglegir
að viðhalda umhverfinu og
samfélaginu. Og nú er ég kominn í
stjórn „Þorparanna“. Nei - get ekki
lifað af Friðarhátíð í Reykjavík
einni saman. Ekki enn þá alla
vega en ég stefni að því að ferðast
með þessa hugmynd um aðrar
borgir og kynna hana og einnig
að fá fleiri og fleiri kóra til þess
að koma hingað til lands. Það
er partur af þeirri landkynningu
sem ég er að vinna að úr
Grjótaþorpinu.”
5VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2015
HAPPY HOUR
ALLA DAGA 16.00–19.00
www.hotelsaga.is www.facebook.com/skrudur
FRÍTT
WiFi
Á Mímisbar er gott að tylla sér niður
í góðra vina hóp, spjalla, vinna verk-
efni eða slaka á yfir drykk.
Vertu vinur okkar á facebook
og fylgstu með viðburðum á döfinni,
lifandi tónlist og öðru skemmtilegu.
Matseðill með úrvali af réttum í boði
alla daga frá 12.00–22.00 á Mímisbar
og í Skrúði.
www.eignaumsjon.is
S. 585 4800, Suðurlandbraut 30.
Aðalfundur
framundan?
Heildarlausn í
rekstri húsfélaga.