Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Blaðsíða 7
7VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2015
Davíð Ólafsson
Frítt söluverðmat.
Hringdu núna.
Reynsla og vönduð vinnubrögð.
Löggiltur fasteignasali
Sími: 897 1533
david@remax.is
JÓGA & HEILSA
Námsskeið fyrir konur
á Aflagranda 40
Jógaleikfimi, mjúkar æfingar,
góðar teygjur, öndun og slökun.
Jóga liðkar og styrkir líkamann, er
gott gegn vefjagigt og eykur almenna
andlega og líkamlega velllíðan.
Skráning hjá Hildi B. Eydal jógakennara • Gsm: 8644476
Réttindi frá
British School
of Yoga og
Yoga studio.
Áform eru um að stofna safn
um myndlistarkonuna Júlíönu
Sveisdóttur í Tjarnargötu 36
í Reykjavík. Ætlunin er að
færa húsið til upprunalegs
horfs og byggja við það til
suðurs því hefur verið breytt
nokkuð í tímans rás. Það er
Bergljót Leifsdóttir – dóttir Leifs
Sveinssonar lögfræðings sem
var þekktur maður í Reykjavík
og í húsinu sem stendur að
baki þessum hugmyndum.
Leifur var mikill safnari og var
stærsta einkasafn á verkum
Júlíönu í eigu Leifs en hún var
föðursystir hans.
Júlíana Sveinsdóttir var einn
af þekktari myndlistarmönnum á
fyrri hluta 20. aldar. Hún fæddist
í Vestmannaeyjum 1889 og bjó
lengst af í Kaupmannahöfn
þ a r s e m h ú n l é s t 1 9 6 6 .
Foreldrar hennar voru Guðrún
Runólfsdóttir og Sveinn Jónsson
trésmíðameistari sem stofnaði
t i m b u r v e r s l u n i n a V ö l u n d .
Júlíana var systir Sveins M.
Sveinssonar sem var faðir Sveins,
Haraldar og Leifs sem löngum
voru kenndir við fyrirtækið
og kallaðir Völundarbræður. Í
upphafi tuttugustu aldar var ekki
sjálfgefið að ungar stúlkur héldu
utan til náms en Júlíana bjó yfir
ótvíræðum hæfileikum og átti
föður sem hafði áhuga og getu
til að styrkja hana. Sigldi hún til
Kaupmannahafnar árið 1909 og
eftir þriggja ára undirbúningsnám
hlaut hún inngöngu í hinn virta
Konunglega danska listaháskóla.
Jú l íana s tundaði nám v ið
málaradeild skólans næstu
fimm árin og útskrifaðist þaðan
árið 1917.
Verðskuldað hlutverk
Á ferli sínum tók Júlíana þátt í
rúmlega hundrað samsýningum og
hélt 11 einkasýningar á Íslandi og í
Danmörku. Júlíana var einnig einn
þekktasti listvefari Norðurlanda.
Hún stundaði að mesu sjálfsnám
í vefnaði og notaði íslenska ull
litaða úr jurtum sem hún safnaði
á sumrin þegar hún dvaldi á
Íslandi. Auk starfa sinna að
myndist var hún virk í samtökum
listamanna. Hún sat meðal
annars sem fulltrúi listamanna í
stjórn Hins konunglega danska
listaháskóla sem hefur m.a. það
hlutverk með höndum að vera
opinberum aðilum ráðgefandi
varðandi myndlist og arkitektúr
og veita v iðurkenningar á
sama vettvangi. Eftir lát Leifs
Sveinssonar á liðnu ári hefur húsið
við Tjarnargötu 36 verið ónotað
að öðru leyti en því að hýsa stórt
bóka- og listaverkasafn Leifs og
Halldóru konu hans en nú stefnir
Bergljót dóttir þeirra að því að
finna æskuheimili sínu nýtt og
verðskuldað hlutverk.
Safn Júlíönu Sveins-
dóttur í Tjarnargötunni
Tjarnargata 36 þar sem áformað er að safn um Júlíönu Sveindóttur
myndlistarmann verði til húsa í framtíðinni.
SUÐURSTRÖND 10, SELTJARNARNESI
Fyrir neðan sundlaugina og World Class.
www.facebook.com/Systrasamlagid
Sími: 511 6367
Tengjum hvert
við annað!
AFGREIÐSLUTÍMI:
Virkir dagar 8 - 18
Laugardagar 10 - 16
6. teg og úrval fylgihluta:
Jógadýnur
Jógahandklæði
Jógapúðar
Jógabönd
Hugleiðslupúðar
ÚR JÓGA, Í VINNUNA OG
BEINT ÚT Á LÍFIÐ!
Framúrskarandi lífrænn og
sanngirnirvottaður 360¨
fatnaður, sem er að slá í
gegn á Íslandi.
FRAMTÍÐIN ER NÚNA.
ÓMÓTSTÆÐILEGT
GÓÐGÆTI SYSTRA!
LÍFRÆNT KAFFI með
LÍFRÆNNI BÍÓBÚMJÓLK!
Eða viltu næringarríkjan
þeyting, croissant, samloku,
eitthvað án glútens, skot,
chiagrauta, heilsubita,
INDÍGÓ KAFFI, CHAI LATTE?
AUÐLINDIR INDVERSKU
LÍFSVÍSINDANNA
– 5000 ára reynsla
Einstaklega vandaðar
olíur úr hefð Ayurveda
(systurvísinda jógafræðanna),
sem halda okkur ungum,
bæta svefn, róa taugakerfið
og auka liðleika.
MANDUKA ERU TAJ MAHAL
JÓGADÝNANNA