Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Blaðsíða 8
Tveir ungir menn Ólafur Jón Magnússon og Sigurður Jón Sveinsson standa fyrir sunnu- dagaskólanum á Dómkirkjulof- tinu á hverjum sunnudagsmor- gni. Starf sunnudagsskólans er á sama tíma og messað er í kirkjunni og er börnum kirkjug- esta boðið upp á kirkjuloftið til þess að hlíða á sögur, lita, föndra og gera ýmislegt fleira á meðan guðsþjónustu stendur. Nú hanga teikningar krakkanna í sunnudagskólanum uppi á sama kirkjukoftinu og Sigurður Guðmundsson listmálari hafðí aðstöðu á sinni tíð en hann var uppi á árunum 1833 til 1874. „Þetta er svona hefðbundið barnastarf sem við erum með þarna uppi. Það er frábært að vera á kirkjuloftinu. Krökkunum finnst spennandi að fara upp sti- gann og andrúmsloftið er mjög gott,“ segja þeir Ólafur og Sig- urður þegar tíðindamaður hitti þá á Cafe Paris næstum handan við dómkirkjuhornið. „Við byrjum um klukkan ellefu á morgnana. Þá koma oft nokkrir krakkar strax en svo koma fleiri þegar upphafið að messunni er búið. Fólk kemur gjarnan með börn með sér í messu og þau sitja niðri við upphafi hennar og hlusta á sönginn en koma svo upp til okkar. Það getur verið erfitt fyrir börnin að sitja þögul og kyrr alla messuna og þá er gott fyrir þau að eiga annað athvarf í kirkjunni.“ Föndur, myndasýningar og brúðuleikhús „Nei – við erum ekki með myn- dlistarkennslu á kirkjuloftinu. Ekki í hefðbundnum skilningi en við leyfum börnunum að teikna og lita. Mörg börn hafa mjög gaman af því og stundum fylgir áhuginn á að lita og gera myndir ákveðnu aldursbili einmitt þessu bili sem sunnudagskólinn tekur til. Og við erum einnig að föndra. Við erum líka með söguken- nslu. Segjum krökkunum sögur og lesum fyrir þau. Að hluta er það byggt á biblíulegu efni eða biblíusögum enda er þetta hluti af starfi kirkjunnar og svo notum við brúður. Erum með vísi að litlu brúðuleikhúsi. Það höfðar til þessa aldurhóps.“ Vídeóið kom til sögunnar Starf sunnudagskóla kirkjunnar á sér langa sögu og er hluta til með hefðbundnu sniði þótt alltaf megi breyta út af hefðum og leiða nýjungar inn í starfið. „Eitt af því sem hefur komið meira inn eru myndasýningar. Videóið kom til sögunar og sunnudagskólarnir hafa nýtt sér tæknina eins og aðrir. Stundum fá krakkarnir að sjá myndir þau eru einnig að lita og föndra og síðan segjum við þeim sögur og ræðum við þau um heima og geyma. Nei – prestarnir eru ekkert að skipta sér af okkur. Þeir koma stundum upp og það er bara gott að fá þá í heimsókn. Þeir hafa áhuga á því sem við erum og gera og leggja okkur gott til. En við fáum alveg að sjá um þetta einir.“ Gefandi að vinna með börnunum Báðir þekkja þeir Ólafur og Sigurður til kristilegs starfs og hafa meðal annars starfað með KFUM og að sumarstarfi þess í Vatnaskógi auk þess að starfa með kirkjuskólum í Digranesi og Hjallkirkju í Kópavogi. Ólafur stundar auk þess nám í guðfræði við Háskóla Íslands og stefnir að prestskap í framtíðinni en Sigurður stundar háskólanám í sjúkraþálfun. Ólafur er uppalin í Gerðunum og Sigurður kemur úr Hafnarfirði. En hvað vísaði þeim veginn í Dómkirkjuna. „Það er nú kannski þessi forsaga okkar í kristilegu starfi sem varð til þess að við tókum þetta að okkur og það er gaman og gefandi að starfa með börnunum.“ Fyrst og fremst viðmótið sem gildir En eru þetta einkum börn í kirkjusókn Dómkirkjunnar sem koma í sunnudagskólann hjá þeim. „Þetta er blandaður hópur af krökkum. Þau yngstu eru um tveggja ára og upp í sjö ára en það vantar eiginlega starf fyrir börn á aldrunum frá sex eða sjö til níu ára en svo tekur ungl ingastar f ið við. Nei – þau koma ekki öll úr Dómkirkjusókninni,“ segja þeir Ólafur og Sigurður aðspurðir. „Nokkur þeirra eru þaðan en sum koma jafnvel úr öðrum bæjarfélögum. Fólk hefur tengsl við Dómkirkjustarfið þótt að það hafi flutt burt. Sækir messur og aðra kirkulega þjónustu og þá njóta börnin þess að koma til okkar í sunnudagskólann. Þannig getur hópurinn verið aðeins breytilegur frá sunnudegi til sunnudags. Fer svolítið eftir því hvað fólk kemur í messu. En við erum fyrst og fremst að halda uppi þjónustu við þá sem þess æskja. Börn eru ekki alltaf að pæla í kristindómi eða kennisetningum. Þau hafa gaman af sögum og það er fyrst og fremst viðmótið sem gildir,“ segja þeir Ólafur og Sigurður að lokum. 8 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2015 www.borgarblod.is Fyrst og fremst viðmótið sem gildir Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA Sigurður Jón Sveinsson og Óalfur Jón Magnússon á Austurvelli. Dóm- kirkjan í baksýn. Leikhús barnanna í Vesturbæ - Gullna hliðið í maí 2014. Leiklistarnámskeið í Melaskóla! Leikhús barnanna kynnir leiklistarnámskeið í Melaskóla á föstudögum frá kl. 14:20 til 16:00. Örfá sæti laus. Leikhús barnanna er 5 ára í vor og er fyrir öll börn í Vesturbænum en er starfrægt í samvinnu við Melaskóla og Landakotsskóla. Skráning í síma: 868 5560 og á netfagnið: ingabja@gmail.com Fjölskylda sýnir í Gallerí Vest Nú stendur yfir samsýning í Gallerí Vest við Hagamel. Svo skemmti- lega vill til að þar er fjölskylda á ferð. Kristín Arngrímsdóttir mynd- listarkona og þrjú börn hennar þau; Guðrún, Arngrímur og Matthías. Gallerí Vest var opnað skömmu fyrir jól, sýningarsalur og vinnustofur, með samsýningu Magnúsar Helgasonar og Þóreyjar Eyþórsdóttur. Sýningarsalurinn er ætlaður fyrir myndlistarsýningar eða aðra menningarviðburði fyrir einstaklinga og hópa. Sara Isabel Gunnlaugsdóttir nemandi í 6. bekk Vesturbæjarskóla vann til fyrstu verðlauna í hæfileikakeppni Frosta – Vesturbær got talent 22. janúar. Hún söng hið fallega ljóð Ást eftir Sigurður Norðdal við lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.