Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2015 Nokkrir krakkar úr Pathfinder - hópnum í Félagsmiðstöðinni Frosta kom vikulega saman í kósý lítilli kompu djúpt í iðrum Hagaskóla. Vesturbæjarblaðið spjallaði við nokkur þeirra á dögunum; þau Jón Stefán, Agnes, Daníel, Sigurjón og Magnús Af hverju skráðir þú þig í Pathfinderklúbbinn? Jón: “Ég vildi bara prófa svona table top roleplay, ég hef aldrei pró- fað svona áður og mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt, eitthvað öðru- vísi en að sitja fyrir framan tölvuna og taka ákvarðanir þar.” Agnes: “Ég veit ekki alveg af hver- ju, allir nördarnir voru að skrá sig í þetta og mig langaði að verða nörd.” Daníel: “Af því ég hef prufað D&D og ég hef mjög gaman að roleplay leikjum.” Sigurjón: “Mig langaði að prufa eitthvað nýtt, þetta hljómaði vel og stjúpbróðir minn er í D&D hóp.” Magnús: “Út af því mig langaði í D&D í fyrra en það varð ekkert úr því. Svo heyrði ég að þetta væri næstum því eins svo ég skráði mig.” Við hverju varstu að búast við áður en þú vissir hvernig leikurinn fór fram? D: “Það var ekkert að búast við því ég vissi hvernig þetta er.” A: “Ég hélt þetta væri allt annað. Ég hélt þetta væri svipað og LARP en ekki alveg eins.” J: “Ég væri að búast við að þetta væri eins og Skyrim nema meiri möguleikar.” S: “Ég vissi nokkurn veginn hvernig þetta fúnkeraði því bróðir minn spilar þetta.” M: “Svoldið eins og D&D væri í bíó- myndum, en það er ekkert eins..” Spurð að því hvernig leikurinn fer fram hjálpast þau að komast að niðurstöðu en almennt eru þau öll langt á veg komin að átta sig á þessu margþætta kerfi sem Pathfinder reglur- nar spanna. A: “Ókei, maður ég veit það ekki..” S: “Þetta snýst um að hópstjórinn skapar almennt sögusviðið og leg- gur allskonar þrautir og verkefni fyrir leikmenn og svo koma leikmenn með sinn söguþráð inn í það, kasta teningum til að leysa þrautirnar og það ákvarðar hvað gerist við þig og liðsfélaga þína.” A: “Maður getur gert það sem maður vill eins og að giftast Svirf- nibli (neðanjarðardverg).” D: “Þú ræður líka alveg hvernig karakterinn þinn er.” Gaman að sjá hvernig sagan þróast Krakkarnir hafa gengið í gegnum allskonar ævintýri og mörg þeirra mjög eftirminnileg. Á meðan Sigur- jón stælir sig á kremju-hæfileikum hamars persónu sinnar kastar Daníel inn í umræðuna: “Þegar Kveldúlfur kastaði eldgaldri í eidolonið mitt. Eidolon er dýr frá annarri tilvist sem persónan mín er tengd og getur kal- lað til sín.” Agnes er fljót að minnast á atburð sem þeim er öllum min- nisstætt og vekur kátínu hjá öllum krökkunum: “Þegar galdrakarlarnir kasta Acid Splash og bræða allt sem þeir sjá..” Einstaka atvik eru minn- istæð en þegar þeim er safnað saman í heild verður til saga og Sigurjón segir: “Það er gaman að sjá hvernig sagan þróast, þetta er ekki eins og bíómynd þar sem söguþráðurinn er ákveðin, við sköpum söguna í sögus- viði GM-ins. (GM stendur fyrir Game Master, sem er sögumaður og sér um að skipuleggja sögusvið og spi- lar til að mynda óvini og alla þá sem verða á vegi persóna leikmanna). “Ég sparkaði niður tré. Það var kúl” lætur Magnús rólega uppúr sér og allir skella upp úr.“ Hvernig persónu sköpuðu þið og hvernig lítur hún út? “Hún er ógeðslega lítil og mjó og geðveikt klár og lúmsk. Hún er mjög sæt Gnome Rogue og heitir Rum- putuski og hún kann ekki að fara í handahlaup.” Segir Agnes og horfir lauslega út í loftið. Í kjölfarið myndast örstutt þögn sem Magnús rýfur með yfirveguðu háttalagi og deilir sinni persónu með mér: “Ég er að spila half-orc sem heitir Davor og hann er veiðimaður og ógeðslega stór og sterkur. Hann er grænn.” Magnús er ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar Agnes bætir inn í: “Mín er líka bleik! Nei, fjólublá meina ég!” “Ég skapaði mjög lávaxna konu sem er ósköp venjuleg manneskja og er með tákn á enninu og er með dýr með eins tákn á enninu sem hún getur kallað til sín frá annarri vídd/ tilvist” bætir Daníel við og lætur það gott heita. M: “Ég gleymdi að taka fram að persónan mín á Dodo fugl sem er ógeðslega góður í að berjast. Dodo fuglar eru harðir.” J: “Mín persóna er lítill dvergur, frekar lítill miðað við dverg, hann er svona 120 til 130 cm en hann er mjög myndarlegur dvergur og hann er með mjög stóran rass svipað stóran og Kim Kardashian. Hann er með svona appelsínugult hár og langar fléttur eins og Vambi í Hobbit en ekki eins feitur. Hann er alveg sterkur en samt frekar bústinn. Hann er vond... allavega sæmilegur í hegðun en tekur smá vitlausar ákvarðanir stundum...” S: “Minn er mjög geðveikur dvergur sem elskar hamarinn sinn. Hann er stór miðað við dverg eða um 160 cm að hæð. Annað fólk myndi örug- glega telja hann slæma persónu held ég, hann er nefninlega mjög hvat- vís þegar hann tekur ákvarðanir.” Hvert er markmið persónu ykkar? A: Að giftast Svirfniblinum! S: Markmið persónunnar minnar er að safna nógum miklum pening til að geta lifað vel í ellinni. M: Anda. Markmið minnar persónu er að anda. Markmið hennar líka er að verða rík. A: Jú, líka að verða rík. D: Markmið persónu minnar er að giftast einhverjum guði og verða alræmdur sjóræningi. Lýstu sambandi persónu þinnar í garð hópsins sem hún er í föruneyti með. Sigurjón byrjar á því að útskýra samband persónu sinnar og Kolbeins sem er mjög gott. “Þeir eru góðir félagar og taka margar ákvarðanir í sameiningu.” Svo heyrist í Daníel: “Persónan mín og Kolbeins eru ekki góðir félagar! Hins vegar líkar minni persónu við persónuna hans Halldórs.” Daníel er nýbúinn að sleppa orðinu þegar heyrist djúp og drungaleg rödd í herberginu “Ég ætla að drepa þau öll í lokin..” segir Agnes og krakkarnir skella öll upp úr. Er leikurinn flókinn? Allir: “NEI!” D: “Þegar þú ert að byrja.” Allir: “Já smá.” Agnes: “Fyrst er maður bara ‘vó þetta er flókið, ég er aldrei að fara að ná þessu’ og svo eftir nokkur skipti bara svúm! Þetta er komið!” Góðir vinir Krakkarnir í hópnum eru góðir vinir og það sést greinilega miðað við hversu ört þau geta farið að tala sín á milli um allt milli himins og jarðar. Til þess að hressa upp á viðtalið spurði ég þau hvort þau gætu hugsað sér að flytjast til plánetunnar sem ævintýrin úr Pathfinder gerast og svörin voru vægast sagt skrautleg. Allir: “JÁ!!” A: “Þá gæti ég átt dreka! Ertu að djóka, mig langar svo mikið í dreka!” Til að veiða frekari viðhorf gagnvart þeirri ákvörðun spyr ég þau hvort þau gera sér grein fyrir hversu mikið af hættum leynast í þessum heimi en þau eru fljót að snúa því við með áhugarverðum rökum. M: “Það er alveg líka ótrúlega hæt- tulegir hlutir á jörðinni líka.” D: “Það hljómar miklu skemmtileg- ra að vera drepinn af miklum dreka sem þú ert að berjast við heldur en einhverjum innbrotsþjófi á jörðinni.” J : “ É g m y n d i g e r a þ a ð a l v e g þ r i s v a r . ” Spyrjandi: “Hvernig stétt/hlutverk mynduð þið vilja vera?” S: “Barbari.” A: “Einhver sem á dreka.” M: “Galdrakarl.” D: “Summoner.” J: “Ég myndi vera svona Robin Hood týpa.. Góður gaur.” Góð ráð til þeirra sem vilja prufa Krakkarnir hafa góð ráð til þeirra sem hafa áhuga á að prófa þennan leik og segir Jón Stefán að þeir sem hafa áhuga ættu bara að demba sér í þetta og sjá hvað þetta er skem- mtilegt og skýtur Sigurjón þá inn: “Taktu vin þinn með þér! Þá verður það skemmtilegra.” Það heyrist vel að þessir krakkar skilja hvað þau eru að tala um þegar nokkur þeirra segja: “Ég MANA þig til að prófa!” (Þeir sem eru ágætlega kunnugir í ævintýraspilum og því tengdu átta sig á orðaleiknum). Er eitthvað sem þið viljið segja að lokum? Allir: “Láttu vaða! YOLO!” S: “Fimm af fimm kartöflum, ég gef þessu fimm af fimm kartöflum.” Pathfinderklúbbur í Frosta Einbeitnin leynir sér ekki. Gómsæti í göngufæri Geirsgata 1 • Sími 511 1888 Vorið vaknar á Herranótt Herranótt leikfélag Mennta- skólans í Reykjavík mun í lok febrúar setja upp söngleikinn Vorið vaknar eða Spring Awakens eins og verkið heitir á frummálinu.Vorið vaknar er rokksöngleikur eftir Steven Sater með tónlist eftir Duncan Sheik. Hann er byggður á leikverki eftir Frank Wedekind sem var lengi vel var umdeilt og seinna bannað í Þýska- landi. Söngleikurinn fjallar um unglinga sem eru að uppgötva kynferði sitt og í senn að reyna fóta sig í heimi fullorðinna seint á 19. öld. Í leikritinu er fjallað um ýmis málefni sem þótti erfitt að ræða um á sínum tíma. Málefni á borð við kynlíf, samkynhneigð, misnotkun og kúgun sem jafnvel er enn erfitt að ræða án fordóma. Í söngleiknum eru tuttugu lög, kóratriði og einnig stór dansatriði. Söngleikurinn var fyrst sýndur á Broadway árið 2006 og vann það ár átta Tony verðlaun, þar á meðal sem besti söngleikurinn og platan fékk einnig Grammy verðlaun það árið. Söngleikurinn hefur farið sigurför um heiminn en hefur ekki áður verið sýndur á Íslandi. Listrænir stjórnendur sem koma að sýningunni eru ekki af verri endanum. Stefán Hallur Stefánsson leikstýrir verkinu, Kristína Berman sér um útlit sýningarinnar og tónlistin er í höndum Halls Ingólfssonar. Þetta er stærsta verkefni sem Herranótt hefur ráðist í frá upphafi og 170. sýning leikfélagsins. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setti verkið upp á liðnum vetri og skrifaði Hildur Eir Bolladóttir í Akureyri vikublað um verkið og sagði uppsetningu þess í einu orði sagt aðdáunarverð og hvað eftir annað hafi hún orðið snortin af hæfileikum þessarar ungu kynslóðar sem virðist ekki víla neitt fyrir sér hvort sem um er að ræða leik, söng, dans eða hljóðfæraleik. Frá æfingu á Vorið vaknar hjá Herranótt. Rakel Björk Björnsdóttir for- maður Herranætur segir ljóst er að áhugi MR-inga fyrir uppsetningunni sé mikill en í ár var metþátttaka á leiklis- tarnámskeið Herranætur.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.