Vesturbæjarblaðið - Feb 2015, Blaðsíða 11

Vesturbæjarblaðið - Feb 2015, Blaðsíða 11
Svarti Haukur er fyrirtæki sem var stofnað árið 2011 utan um framleiðslu á Lúpínuseyðinu sem Ævar Jóhannesson frá Steðja á Þelamörk framleiddi og gaf fólki endurgjaldslaust í áratugi. Haukur Magnússon sem kenndur var við Ávaxtabílinn stendur að baki fyrirtækinu en hann hefur verið ötull talsmaður Lúpínuseyðisins margrómaða um lengri tíð. Haukur segir að lúpínuseiðið hafi verið Ævari hjartans mál og hann því mjög ánægður að annar aðili tæki við þessari framleiðslu. Nú mynda þrír lúpínudrykkir framleiðslu Svarta Hauks sem allir eru að uppistöðu til gerðir úr hvönn en bragðbættir með öðrum jurtum. Haukur segir að þau efni sem bragðbæti dryk- kina innihaldi eingöngu hollustu til viðbótar hvönninni ólíkt sykri sem kemur ójafnvægi á blóðsykurinn, eða gervisæta sem hefur ýmsa ókosti. Styrkir ónæmiskerfið Haukur segir að lúpínuseyðið hefi haft góð áhrif gegn ýmsum sjúkdómum. Megi þar nefna ofnæmi, astma, Parkinsonveiki og ýmsa aðra kvills og eins sé búið er að sanna að það styrki ónæmiskerfið. Reynslusögur um gagnsemi seyðisins í baráttu við krabbamein hafa verið skrásettar og komið hefur fram að efni í jurtunum geti unnið gegn krabbameinsfrumum og hafi for- varnargildi. „Það er búið að sanna að seyðið styrkir ónæmiskerfið og því hlýtur að vera að áhuga- vert fyrir þá sem eru hraustir að neyta þess til að fyrirbyggja sjúk- dóma. Styrking ónæmiskerfisins af neyslu lúpínuseyðisins til viðbótar við krabbameinslyf hefur reynst hjálplegt sjúklingum er þurfa að taka inn sterk lyf sem veikja ónæmiskerfið.“ Blár, gulur og grænn Í uppskriftinni af Lúpínu- seyðinu eru fimm jurtir; lúpínu- rætur, ætihvönn, geithvönn, njóli og litunarmosi. Við það bætist svo engifer, sítrónusafi og stevía. Hvannardrykkirnir byggjast að sjálfsögðu á hvönn auk þess sem engifer, sítrónusafi og stevía er í þeim öllum. Hver drykkur er svo með í viðbót sitt karaktereinkenni, einn með bláberjum, annar með túrmerik og peru og þriðji með myntu og spínati. Fyrir vikið hefur hver drykkur sinn lit; blár, gulur og grænn.“ Gæti orðið framtíðar- búgrein Talið berst að því hvort að um búgrein og útflutningur geti orðið að ræða. Haukur kveðst telja að framleiðsla þessara drykkja geti orðið vísir að framtíðarbúnaðar- grein hér á landi. Ekki skorti landrými og fjölmargar bújarðir henti ágætlega til þessarar ræk- tuna. Haukur bendir einnig á að fólk sem ekki á kost á að sjá villta náttúru eða sjó í sínu umhverfi hafa rennt hýru auga til íslenskra afurða gæti fallið fyrir íslensku jurtadrykkjunum ekkert síður en öðru. En til að taka það skref þurfi samstarf við stóran dreifingaraði- la og talsvert fjármagn til að þróa og efla framleiðsluna svo mikið að hún verði fýsileg fyrir slíka dreifingaraðila. Haukur ræðir í því efni um íslenska vatnið sem hefur líka mikið aðdráttarafl. „Í því sambandi langar mig að benda á að í hillum íslenskra verslana er mikið af innfluttu vatni og það á ekki síst við heilsuhornin. Þar má finna erlenda heilsudrykki með afar kunnuglegu innihaldi sem er auðvelt að nálgast. Vegna alls þessa innflutning á erlendu vatni er ekki pláss fyrir íslenska heilsu- drykki úr íslensku vatni í hillum margra íslenskra verslana nema hjá Hagkaup. Þar hafa íslensku jurtadrykkirnir spjarað sig mjög vel innan um allar innfluttu heil- suvörurnar. Annars er merkilegt að þær jurtir sem þarna koma við sögu eru af mörgum illa liðnar - hvönn, njóli og lúpína. Það er gaman að geta valdið heilsueflingu og búið til verðmæti úr jurtum með þetta orðspor.“ 11VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2015 Lúpínuseiðið gæti orðið framtíðarbúgrein Haukur Magnússon. Rúnstykki á 80 krónur Alla daga! Opið virka daga frá 07:30 til 18:00 og um helgar frá 08:00 til 17:00Bernhöftsbakarí ehf. | Bergstaðarstræti 13 | Sími: 551-3083

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.