Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Blaðsíða 12
Nú er fimmta leikárið að
hefjast hjá Leikhúsi barnanna
í samvinnu Landakotsskóla og
Melaskóla. Leikhúsið býður
nemendum úr 5., 6. og 7. bekk
upp á leiklistarnámskeið og
mun haust- og vornámskeiði
ljúka með leiksýningu. Það
er Inga Bjarnason leikstjóri
og le ikl is tarkennari sem
stendur að Leikhúsi barnanna.
Einkunnarorð skólans eru „að
lara með því að leika“ og eru
sýningarnar leiknar af börnum
og ætlaðar fyrir börn.
Inga stundaði nám í leiklist
í Danmörku, Bretlandi og á
Íslandi og starfað í 10 ár sem
leikari bæði hér heima og í
bresku ferðaleikhúsi sem sýndi
víðsvegar um Evrópu. Inga hefur
leiksýrt á fimmta tug leikverka
hér heima og erlendis, bæði
á leiksviði og í útvarpi. Hún
hefur einnig rekið eigin leikhús
í Bretlandi og á Íslandi og verið
í stjórn Alþýðuleikhússins frá
1983 til 1989. Helstu sýningar
sem hún hefur leikstýrt eru:
Alaska og Kveðjuskál eftir Pinter,
Dauðadansinn etir Strindberg,
Makbeð eftir Shakespeare, Medeu
og Trójudætur eftir forngríska
höfundinn Evripídes. Auk þess
sem hún hefur kennt leiklist við
grunnskóla, framhaldskóla og í
leikstjóradeild háskólans í Cardiff.
Inga hefur fengið listamanna laun
frá ríki og borg. 2008 lauk hún
kennararéttindarnámi frá LHÍ.
Virginia Gillard starfar
með Ingu
Á námskeiðum Leikhúss
barnanna er börnunum kennd
n o k k u r u n d i r s t ö ð u a t r i ð i
le ikl istarinnar, sem fela í
sér «líkamlegan» gamanleik,
«slapstick» og trúðleik, en einnig
verður lögð áhersla á samleik,
framsögn og raddbeitingu.
Leiklistarleikir og spuni verða
notaðir sem kennsluaðferð.
Virginia Gillard leikari og trúður
starfar með Ingu að Leikhúisi
barnanna. Hún er fædd í Ástralíu
og fékk sína fyrstu leikhúsreynslu
átta ára gömul í Leikhúsi
ungafólksins. Hún stundaði nám
við National Institute of Drama
Art, Centre, Sydney og Rada í
London og hjá trúðmeistaranum
Philippe Gaulier í París. Virginía
starfaði svo í Sviss og London
sem leikari, trúður og leikstjóri.
Frá árinu 1999 hefur hún einbeitt
sér að trúðleik og kennslu. Hún
var einn af stofnendum “kærleika
í Skotlandi” Clowndoctors og
Elderflowers sem sérhæfir sig í
að vinna með börnum, öryrkjum
og öldruðu fólki og fjölskyldur
þeirra inni á sjúkrastofnunum.
Meginmarkmiðið er að veita þeim
sem eru skertir af fötlum eða
sjúkdómum gleði í gegnum leik.
Virginía hefur verið búsett
á Íslandi frá 2011 og leikið
í barnaleikrit inu Ævintýri
Munkhasens í leikstjórn Ágústu
Skúladóttir í Gaflaraleikhusið
og Kennt námskeið í trúðleik
fyrir fullorðna. Inga Bjarnasoen
o g Vi rg i n í a G i l l a rd h ó f u
samstar f 2012 fyrst með
leiklistarnámskeiðum fyrir börn
og sýðasta vor stóðu þær stöllur
fyrir leiksýningu í Iðnó sem hét
Draugatrúðleikur eftir Ingu í
leikstjórn Ingu og Virginíu. Börn
úr Melaskóla og Landakotsskóla
léku tvær sýningar fyrir foreldra
og samnemendur sína við góðan
orðstýr.
12 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2015
Að læra með því að leika
eru einkunarorð skólans.
Fimmta árið hjá Leikhúsi barnanna
1717
RAUÐA KROSSINS
HJÁLPARSÍMI
Opinn allan sólarhringinn
Upplýsingar um úrræði
Alveg ókeypis (líka úr gsm)
Kemur ekki fram á símreikning
Fullur trúnaður
Ef þér líður illa – ef þú átt í vanda
Laugarnar í Reykjavík
Sími: 411 5000 • www.itr.is
í þínu
hverfi
fyrir alla
fjölskylduna
Fyrir
líkama
og sál