Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Síða 14
14 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2015
Margt að gerast
í Dómkirkjunni
Messur, námskeið, kyrrðar -
dagur og prjónakvöld er á
meðal þess sem boðið er upp
á í safnaðarstarfi Dómkirkjun-
nar. Messað verður í kirkjunni
alla sunnudagsmorgna kl. 11:00
og æðruleysismessur eru næst
síðasta sunnudag í mánuði
kl. 20:00.
Barnastarf kirkjunnar verður
á sínum stað á hverjum sunnu-
dagsmorgni og hefst kl. 11 árdegis
og á þriðjudögum er samvera
fyrir unglinga á fermingaraldri,
kl. 19:30 til 21:00 í safnaðarheimili
kjunnar. Þeir Ólafur Jón Magnús-
son og Sigurður Jón Sveinsson
annast barnastarfið. Í safnaðar-
heimili Dómkirkjunnar er einnig
starf fyrir þau sem eldri eru, sam-
vera, opið hús, alla fimmtudaga
kl. 13.30 til 15.30. Þar er kaffi,
samtal og jafnan eitthvert áhuga-
vert innlegg. Bæna- og kyrrðar-
stundir eru alla þriðjudaga kl.
12:10 og 12.30 og léttur hádegis-
verður er á boðstólnum á eftir
í safnaðarheimilinu. Síðastliðinn
vetur tóku nokkrar dómkirkju-
konur sig til og byrjuðu á að
hafa mánaðarleg prjónakvöld í
safnaðarheimilinu. Þau eru vinsæl
enda góðir gestir í heimsókn. Séra
Hjálmar Jónsson verður í leyfi frá
16. febrúar til 15. apríl og mun
Karl Sigurbjörnsson biskup leysa
hann af og þjóna með séra Sveini
Valgeirssyni, dómkirkjupresti.
Þessar tvær ungu konur mættu í prjónakaffið á dögunum.