Vesturbæjarblaðið - jún. 2016, Blaðsíða 11
11VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2016
Alls lauk 31 nemandi námi
í Grandaskóla úr 7. bekk á
þessu vori.
Við skólaslitin var flutt kveðja
umsjónarkennara, fulltrúar
nemenda og kennara fluttu tón-
listaratriði og lásu upp minningar
sínar undir yfirskriftinni „Árin
mín í Grandskóla“. Þá ávarpaði
skólastjóri nemendur og foreldra.
Að lokum fengu nemendur vitnis-
burð sinn en að hausti tekur við
nám í Hagaskóla sem er safnskóli
fyrir nemendur 8. og 9. bekkjar í
Vesturbænum.
Grandaskóli útskrifaði 31 nemanda
Myndin var tekin við
skólaslit Grandaskóla.
Fimmtu bekkingar Mela-
skóla lögðu land undir fót
og heimsóttu þjóðgarðinn á
Þingvöllum. Með í för voru um-
sjónarkennarar og Þóra Lovísa
myndmenntakennari.
Eftir fróðlegt erindi í miðstöð-
inni á Hakinu var gengið niður
Almannagjá, stoppað við Lögberg
og nemendur upplýstir um sögu-
staðinn. Morgunnestið var næst
á dagskrá enda margir orðnir
svangir. Eftir að hafa skoðað
Peningagjá lá leiðin upp að
Öxarárfoss. Á heimleiðinni var
áð við þjónustumiðstöðina og
hádegismatur borðaður. Það var
ánægður og glaðvær hópur sem
sneri heim að skóladegi loknum.
Fimmtu bekkingar á Þingvöllum
Fimmtu bekkingarnir á Þingvöllum.
förum þangað 2016halla2016.is I facebook.com/halla2016
Halla Tómasdóir
Á Íslandi skipta allir máli
FORSETAKOSNINGAR 2016
Ég vil búa í samfélagi sem setur mannlífið og náúruna í forgang. Samfélagi sem byggir
á góðri menntun, heiðarleika og rélæti. Samfélagi sem sýnir umhyggju, er framtíðar-
heimili unga fólksins og leyfir eldri kynslóðum að njóta þess sem þær hafa áorkað.
Sem forseti Íslands myndi ég starfa eir þessum gildum. Förum þangað.
Úrslit í forsetakosningunum eru hvergi nærri ráðin. Ég hvet þig, kjósandi góður,
til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Þi atkvæði skiptir máli.
Halla Tómasdóir hefur starfað lengst af sem mannauðsstjóri og kennari hér heima,
í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Hún kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og
leiddi verkefnið Auður í krai kvenna. Hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra
Viðskiptaráðs árið 2006 en hæi 2007 til að stofna Auði Capital með það að markmiði
að koma með aðra og mannlegri nálgun inn í ármálageirann. Hún var ein þeirra sem
stóðu að Þjóðfundinum árið 2009.
Halla er rekstrarhagfræðingur frá Bandaríkjunum og talar ögur tungumál.
Undanfarin misseri hefur hún starfað sem fyrirlesari á alþjóðavevangi og er
auk þess virkur þátakandi í umræðu um þróun samfélagsins. Halla er gi
Birni Skúlasyni og þau eiga tvö börn. Fjölskyldan býr í Kópavogi.
Einarsnesi 36 • 101 RVK
Opið alla daga 9-23
www.bikecave.is • Erum á Facebook
Sími: 770-3113
Lifandi tónlist
allar helgar,
föstudaga,
laugardaga
og sunnudaga,
frá 18:30-21:30.
Verið velkomin
í Bike Cave.
Góður matur á
frábæru verði.
Lifandi tónlist