Vesturbæjarblaðið - dec 2017, Qupperneq 20

Vesturbæjarblaðið - dec 2017, Qupperneq 20
20 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2017 www.borgarblod.is Liðið er á jólaföstuna og skammt til jóla. Í svartasta skammdeginu ljómar birtan frá jötunni og hátíð ljóss og friðar á einmitt að hvetja okkur til þess að bera ljósið áfram og efla friðinn. Í dýrðarsöng englanna á Bethlehemsvöllum er sá einmitt boðskapurinn sem þeir færa frá Guði. Þeir boða frið Guðs og velþóknun hans með mönnum. Dómkirkjan óskar þér gleðilegra jóla um leið og minnt er á helgihald í Dómkirkjunni um hátíðirnar og tónleika á aðventunni. Dómkirkjan óskar sóknarbörnum sínum og landsmönnum öllum gleðiríkra jóla og Guðs blessunar á nýju ári, með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Sjá nánar á fésbókinni og á domkirkjan.is Góður hópur í Dómkirkjunni NÁMSKEIÐ VOR 2018 JL HÚSIÐ, MIÐBERG Í BREIÐHOLTI, KORPÚLFSSTAÐIR HRINGBRAUT 121, 101 REYKJAVÍK - WWW.MIR.IS - S.551-1990 Ný sýning hefur verið sett upp í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Nefnist hún Í hlutarins eðli – skissa að íslenskri samtímalistasögu. Sýningin var opnuð 25. nóvember sl. og mun standa til 1. maí á næsta ári. Til sýningar hafa verið valin nokkur verk á safnaeign listasafnsins þar sem náttúrufyrirbæri, manngerðir hlutir og ýmisskonar efni liggja til grundvallar með tilliti til eiginleika, eðlis, merkingar og gildis. Í frétt frá safninu segir að sýningin sé hluti nokkurs konar skissuvinnu Listasafns Reykjavíkur að íslenskri samtímalistasögu. Hugmyndin er að safnið haldi áfram að velja verk úr safneigninni og setja í samhengi tilraunar til að skrifa listasöguna jafnóðum. Í fréttinni segir einnig að við innkaup listaverka í safnið eigi sér stað val sem endurspeglar fjölbreytileika listsköpunar hverju sinni en hér er reynt að greina enn frekar þær sameiginlegu áherslur sem er að finna í deiglu samtímans. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Dodda Maggý, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Harpa Árnadóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Hreinn Friðfinnsson, Hulda Stefánsdóttir, Ívar Valgarðsson, Jóhann Eyfells, Magnús Árnason, Tumi Magnússon og Styrmir Örn Guðmundsson. Hvað einkennir íslenska myndlist á 21. öld Á meðal verka á sýningunni er composition 2016 eftir Hrein Friðfinnsson. Yfirlitssýning í Hafnarhúsinu Góður hópur í Dómkirkjunni að lokinni messu sl. sunnudag. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikaði, Dagbjört Andrésdóttir söng einsöng. Baldvin Oddsson lék á trompet og faðir hans Oddur Björnsson las ritningarlestrana ásamt Eygló Rut. Unga daman Eva Björk Sturludóttir tendraði á Betlehemskertinu. Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur 23. des 24. des 25. des 26. des 31. des 1. jan Árbæjarlaug 09.00-18.00 09.00-13.00 Lokað 12.00-18.00 09.00-13.00 Lokað Breiðholtslaug 09.00-18.00 09.00-13.00 Lokað Lokað 09.00-13.00 Lokað Grafarvogslaug 09.00-18.00 09.00-13.00 Lokað Lokað 09.00-13.00 Lokað Klébergslaug 11.00-15.00 10.00-13.00 Lokað Lokað 10.00-13.00 Lokað Laugardalslaug 08.00-18.00 08.00-13.00 Lokað 12.00-18.00 08.00-13.00 12.00-18.00 Sundhöllin 08.00-18.00 08.00-13.00 Lokað 12.00-18.00 08.00-13.00 12.00-18.00 Vesturbæjarlaug 09.00-18.00 09.00-13.00 Lokað 12.00-18.00 09.00-13.00 Lokað Ylströnd 11.00-16.00 Lokað Lokað Lokað Lokað 11.00-15.00 SUNDKORT ER GÓÐ JÓLAGJÖF Afgreiðslutími sundstaða um jól og áramót 2017 - 2018 Heilsubót um jólin

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.