Vesturbæjarblaðið - dec. 2017, Side 5

Vesturbæjarblaðið - dec. 2017, Side 5
bastarði Normandíhertoga eins og segir frá þeim í Heimskringlu og konungasögunum. Þá varð Dr. Sturlu að orði eftir að hafa gengið 347 þrep upp í klaustrið Mon San Michele. “Það var fátt, sem að kálað gat köppunum eða kippt undan riddara löppunum, en á Sant Mikjálsey, sagði djákninn; „Ég dey, einhvern daginn í helvítis tröppunum“. Hverjir eru upphaldssögustaðir Magnúsar. “Ein af mínum uppáhalds söguslóðum eru Orkneyjar. Í Njálu segir frá því að eftir Njálsbrennu voru Flosi og brennumenn dæmdir í útlegð. Flosi hét líka að ganga suður til Rómar. Þeir héldu utan en Kári, sem slapp einn úr Njálsbrennu fór á eftir þeim, stuttu síðar, því hefnd hans var ekki fullkomin, hann hafði fellt 13 brennumenn en átti eftir að drepa tvo. Flosi og hans menn dvöldu í Orkneyjum um stund hjá Sigurði jarli Hlöðvissyni, sem var mikill Íslandsvinur. Kári frétti þetta, hélt út í Birgisey þar sem jarlshöllin var. Það bar saman að þegar hann kom sátu höfðingjarnir að drykkju en einn brennumanna, Gunnar Lambason, var fenginn til að segja frá Njálsbrennu. Hann hallaði mjög máli sínu og laug víða. Kári stóðst ekki mátið hljóp að og hjó á háls Gunnari svo að af tók höfuðið og fauk upp á borð höfðingjanna. En í stuttu máli þá komst Kári undan.” Íslendingasögurnar vinsælar Hvaða sögur njóta mestra vinsælda í ferðum þínum. “Ég ætla að nefna nokkrar sögur, sem ég hef haft við hendina á ferðum um söguslóðir erlendis; Grænlendingasaga, Eiríks saga rauða, Þorfinns saga karlsefnis, Færeyingasaga, Heimskringla, Orkneyinga- saga, Danakonungasögur, Jómsvíkingasaga, Flateyjabók, Játvarðar saga hins góða, Njáls saga, Egils saga, Gunnlaugs saga omstungu, Gísla saga Súrssonar, Finnboga saga ramma, Eyrbyggja, Vatnsdæla, Sturlunga og fleiri og fleiri mætti nefna.” Borgarskipulag Nikulásar ábóta Eitt af því sem ég hef rekist á í mínu grúski og langar að minnast sérstaklega er Leiðarvísir og borgarskipulag sem Nikulás ábóti Bergsson ritaði um árið 1153 um pílagrímsgöngur og lýsti leiðinni, sem hann hafði gengið þremur árum áður gegnum Jótland, Þýskaland, Sviss, yfir Alpana og suður til Rómar og áfram til Jerúsalem. Leiðin frá Danmörku til Rómar hefur tekið u.þ.b. 10 vikur, stysta dagleið var 16 km en að meðaltali gekk hann 33 kílómetra á dag. Nikulás vísar leið og lýsir áningarstöðum pílagríma suður til Rómar og áfram til Jerúsalem. Leiðarvísirinn sýnir mikla þekkingu á meginlandi Evrópu og þótt að hann sé knappur er hann bitastæður og nákvæmur í samanburði við aðra erlendar frásagnir frá sama tíma. Hann er alls ekki þurr aflestrar þótt við hefðum viljað fá miklu meira. Siena á Ítalíu kallar hann Löngusýn sem hæfir vel því borgin blasir við úr fjarlægð. Ýmsar athugasemdir Nikulásar eru gulls ígildi, og við veltum því fyrir okkur hvað þessi munkur og verðandi ábóti meinar þegar hann segir að í Löngusýn „séu konur vænstar.“ Menn sóttu sér lausnir til Rómar Nú er þekkt að margir Íslendingar héldu í pílagrímsferðir til Rómar á þessum tíma. Þetta var þónokkur fjöldi. Af mörgum þekktum pílagrímum sem gengu suður til Rómar, ætla ég að nefna þrjá, við skulum segja að fyrsti íslenski pílagrímurinn sé Auður Vésteinsdóttir, kona Gísla Súrssonar, hún gekk árið 985. Guðríður Þorbjarnardóttir, kona Þorfinns karlsefnis, víðförlasta kona heims á þessum tíma gekk árið 1025. Sturla Sighvatsson fékk lausn allra sinna mála og föður síns árið 1233 og tók stórar skriftir. „Já - hann var leiddur berfættur á milli allra kirkna í Rómarborg og hýddur fyrir flestum höfuðkirkjum. Bar hann það drengilega, sem líklegt var, en flest fólk stóð úti og undraðist, barði á brjóstið og harmaði, er svo fríður maður var svo hörmulega leikinn, og máttu eigi vatni halda, grétu bæði konur og karlar.“ Hliðstæður við víkinga Magnús segir að við getum ekki annað en dáðst að og undrast þekkingu Íslendinga á 12. og 13. öld á umheiminum, vegalengdum, staðháttum, örnefnum, páfum, erkibiskupum, konungum, jörlum, drottningum, höfðingjum, hirðskáldum, atburðum, stríðum, átökum og svo framvegis og framvegis. “Ég vil undirstrika að frásagnirnar eru sjaldan þurr upptalning á nöfnum og örnefnum heldur er þær hlaðnar frásagnargleði, spennu og eftirvæntingu. Það er líka undrunarefni hversu margir og hve víða íslenskir menn sóttu frama og upphefð erlendis. Þeir gerðu það einkum í gegnum skáldskap og voru dáðir jafnvel á unglings aldri. Þetta vísar í stutta frásögn af Gunnlaugi ormstungu, sem hélt utan í leit að frægð og frama, aðeins 18 ára gamall. Hliðstæður við samtímann Magnús segir mjög áhugavert að finna hliðstæður við samtíma okkar og þessi ævarandi víkingagen um yfirburði okkar Íslendinga og hann heldur áfram að segja frá. “Í Gunnlaugs sögu segir að Gunnlaugur hafi siglt fyrst til Þrándheims í Noregi þar sem hann gekk fyrir Eirík jarl á Hlöðum. Gunnlaugur var í gráum kirtli, hafði sull á fæti og freiddi úr blóð og gröftur. Þannig gekk hann fyrir jarlinn, sem mælti; „Hvað er á fæti þínum Íslendingur?“ Sullur er á, herra.“ „Og gekkst þú þó ekki haltur?“ Gunnlaugur svarar: „Eigi skal haltur ganga, meðan báðir fætur eru jafnlangur.“ Þá mælti hirðmaður jarls. „Þessi rembist mikið, Íslendingurinn …“ enda kemur sú afstaða betur í ljós, á ýmsu gengur og Gunnlaugur fær jarlinn upp á móti sér og grípur fyrsta tækifæri og heldur til Englands, þar réð Aðalráður konungur Játgeirsson. „Ein var þá tunga á Englandi sem í Noregi og í Danmörku. En þá skiptust tungur í Englandi, er Vilhjálmur bastarður vann England; gekk þaðan af í Englandi valska [franska], er hann var þaðan ættaður.“ Gunnlaugur gekk fyrir konung, kvaddi hann vel og virðulega og sagði „en því hef ég sótt á yðar fund, herra, að ég hef kvæði ort um yður, og vildi ég, að þér hlýðið kvæðinu.“ Gunnlaugur flutti svo kvæðið vel og skörulega. Konungur gaf honum að bragarlaunum skarlatsskikkju dregna hinum bestu skinnum og gerði hann að hirðmanni sínum. Gunnlaugur var með konungi stutta stund, hélt til Dyflinnar, þar réð Sigtryggur konungur silkiskegg. Gunnlaugur gekk fyrir hann og mælti: „Kvæði hef ég ort um yður og vildi ég hljóð fá“. Konungur gaf honum af bragarlaunum gripi góða, sverð, gullhringa og góð klæði. Gunnlaugur þakkað honum vel en dvaldist þar skamma stund, honum lá á að heimsækja Sigurð jarl Hlöðvisson í Orkneyjum. Hann færði Sigurði jarli gott kvæði og þáði að kvæðislaunum silfurslegna breiðöxi og jarl bauð honum að vera hjá sér en það var eins með Gunnlaug þá og áður, hann þakkaði vel fyrir sig en þurfti að flýta sér, átti eftir að fara til Gautlands í Svíþjóð þar sem Sigurður jarl réð ríkjum.” Var Gunnlaugur fyrsti útrásarvíkingurinn “Þó ég hafi neyðst til að fara hratt yfir sögu getum við skynjað að við Íslendingar þurfum svo sannarlega að hafa húmor fyrir okkur sjálfum, á öllum tímum, hvernig sem á stendur. Og ef ekki megi finna í Gunnlaugi hinn sanna íslenska útrásarvíking sem við höfum löngum mært og dáð – þá er ég illa svikinn. Hann var drjúgur með sig, grobbinn, frakkur, blindur á eigið ágæti, fer ekki í manngreiningarálit, höfðingjadjarfur, ófyrirleitinn, tekur ekki tillit til aðstæðna, hlustar ekki á sér vitrari menn, og fer óvarlega með fé.” Sættir, iðrun og fyrirgefning Magnús segir að af öllum þessum söguslóðum sem hann hafi lauslega minnst á, hafi hann einkum vísað í frásagnir frá Orkneyjum og Rómargöngu, kannski vegna þess að á næsta ári eru tvær ferðir á dagskrá hjá sér önnur til Skotlands og Orkneyja og hin á slóðir pílagríma á Ítalíu. “En að lokum aftur að Flosa og Kára, þar sem við skildum við þá í Orkneyjum. Flosi efndi heit sitt og gekk suður til Rómar. Þar fékk hann svo mikla sæmd, að hann tók lausn af páfanum sjálfum, hélt síðan heim til Íslands að Svínafelli, þar sem hann bjó. Kári hélt líka stuttu síðar suður og fékk lausn allra sinna mála. Hann hélt til Íslands, fékk langa og erfiða útivist, braut skip sitt við Ingólfshöfða, það var kafahríð og hann tók það ráð að ganga að Svínafelli og reyna á manngæsku Flosa. Flosi spratt upp á móti honum, setti hann í hásæti hjá sér og þeir sættust heilum sáttum. Þannig lýkur Njálu, forsjá Guðs leiðir óvinina saman að lokum eftir suðurgöngu beggja, þar sem þeir iðruðust og tóku aflausn fyrir syndir sínar. Endanlegar og viðvarandi sættir, iðrun og fyrirgefning í stað hefndarnauðung sæmdarinnar. Af þessu má ýmislegt læra. 5VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2017 Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.